Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2007 | 19:08
Jæja...
...mér tókst að skríða fram úr rúminu til að skilja börnin í sundur...þeim leiðist greyjunum og þau rífast og slást...ef ekki er hægt að ná sjúllanum fram úr öðruvísi...þá er bara rifist þangað til hún dröslast fram og skammast!! Neikvæð athygli hefur löngum þótt betri en engin...
Sá þetta á blogginu hjá frænku minni...
Hins vegar fékk ég þetta frá Ásdísi í mail...jóli átti að dansa en hann vill það ekki á blogginu...hann er samt voða kjútt:
Ýttu örinni niður og þú munt sjá tippið á jólasveininum.
.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Í Guðanna bænum hegðaðu þér í samræmi við aldur þinn. Jólasveinninn er ekki til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2007 | 15:20
Það skall á með...
...pest!
Ég neyddist í gær til að játa mig sigraða, var með svaka illt í hálsinum og hitavellu. Svo ég fór ekki á kvöldvakt í gær og ekki á dagvakt í dag. Hef gert lítið annað en að liggja í sófanum eða liggja í rúminu og sofa.
Vona heitt og innilega að þetta líði sem fyrst hjá...
Stefni á að safna kröftum til að hnoða í piparkökur í kvella...sem á svo að baka á morgun...og mála annað kveld. Ef ég orka þetta kannski ég hnoði þá í spesíur og afakex líka...hver veit.
En ég ætla samt sem áður fyrst og fremst að passa upp á sjálfa mig!
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 19:28
Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.
Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."
Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.
Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.
Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.
Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?
Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 13:20
11 ár
Við skötuhjúin eigum 11 ára kærustu-afmæli. Byrjuðum að vera saman 6. des. 1996. Margt hefur gerst þessi 11 ár, og held ég að ég tali fyrir munn okkar beggja þegar ég segi að við höfum aldrei verið hamingjusamari og ánægðari með hvort annað.
Að baki er mikil vinna, og hefur sú vinna fært okkur þangað sem við erum í dag. Ekkert er sjálfsagt í þessu lífi, hins vegar erum við sannfærð um að okkur var ætlað að eiga hvort annað og þroskast saman.
Yndislegt líf.
Myndirnar eru teknar á útskriftardaginn minn í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2007 | 11:32
Á þessu fimmtudegi...
...er ég búin að:
- fara í ræktina.
- fá mér kaffisopa eftir ræktina með Grétu (kaffið í ræktinni var reyndar ódrekkandi...LAPþunnt...svo ég drakk það ekki, spjallaði bara...).
- búa mér til ALMENNILEGT kaffi og drekka það með bestu lyst.
- taka til í eldhúsinu.
- taka til í myndaalbúmunum í tölvunni...nú eru þær (myndirnar) klárar í brennslu!! (Vantar bara minn heittelskaða til að sýna mér - enn einusinni - hvernig ég fer að því að brenna myndir...get ómögulega munað þetta milli ára...
- núna ætla ég svo í sturtu, þvo af mér svitann frá því í morgun...og fá mér síðan hádegismat!!
Eitt jólalag í tilefni aðventunnar!!!
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 21:50
Ok, ég var meira fyrir Duran Duran...
...George Michael...sætur!! hehe...
Vissuð þið að einu sinni var minn heittelskaði með svona hár!!! Eins og Goggi...jamm, það var LÖNGU áður en ég kynntist honum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 21:32
Nýjar myndir!!
Nú getið þið skoðað myndir af þakjárninu og ullinni ef þið viljið...á síðu barnanna!!
---
Vitiði hvað...?!!! Ég held ég sé að fá hálsbólgu...ojojoj...ætla fljótlega í rúmið og liggja undir heitri sæng og sofa þetta úr mér!! Nenni ómögulega að verða lasin! Samt líður mér núna eins og ég sé að fá hita...hitatilfinning í augunum...ok, ég sef þetta úr mér í nótt!!! Díll!!!
Annars er ég ánægð með sjálfa mig núna, búin að senda jólakortin og jólagjafirnar af stað út og suður! Á bara eftir að senda jólapakkana á Norðfjörð, og svo eftir að afhenda það sem á að fara á Selfoss, Borgarnes og Hafnarfjörð!
Svo ætlum við eftir helgi í borgarferð, við hjónin, og kaupa gjafir handa ungunum okkar fjórum og þá er þetta bara komið!
Á laugardaginn verða bakaðar piparkökur og skreyttar um kvöldið.
Laufabrauðið verður bakað fljótlega líka. Svo er það afakex og spesíur, svo er tertan fyrir aðfangadagskvöld...brún með hvítu (brúnterta með frosting)...og svo eitthvað sem ég get borðað!!
Svo mega jólin alveg koma ;)
Lífið er dásamlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 13:11
Garg!!!
Ég er í stuði!!! Muniði svekkelsið þegar Ísland vann ekki??!!! Það var bókstaflega allt brjálað, því Ísland var náttúrlega með flottasta lag ever!!! Og aðeins formsatriði að halda keppnina...
Yndislegt:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 13:07
Ég má til...
...þeir eru yndislegir!!! Gargandi snilld!!! Sjáiði dans-sveiflurnar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 00:28
Þegar ég var ung...eða sko yngri...!!
Í "gamla daga" var ég alltaf í miklum tilfinningarússíbana á þessum árstíma. Ég var ekki hamingjusöm, leið reyndar lengi vel mjög illa í hjartanu mínu og það gerði jólin og aðventuna hræðilega. Skilaboðin frá samfélaginu eru einhvernveginn að; "nú er aðventa/jól og þá eru allir glaðir, allir með fjölskyldunni og eintóm hamingja"....og þegar mér leið sem verst þá var þetta skelfilegt og gerði mína vanlíðan enn augljósari.
Ég fékk alltaf þráhyggju fyrir einhverjum karlmanni í kringum jólin...hélt ég væri ástfangin...en hef síðar komist að því að þetta var "bara" þráhyggja (getur verið þokkalega slæmt tilfelli...). Nema hvað, "Last Chrismas" með Wham var MITT lag!!
Mér finnst þetta lag alltaf jafn krúttlegt og tilheyra jólunum. Það minnir mig á hveru illa er hægt að líða, og það minnir mig sannarlega á hversu lánsöm ég er. Ég fann leið út úr myrkrinu og í dag er skín sólin í lífi mínu, í hjarta mínu. Fyrir það er ég svo óendanlega þakklát.
Ég ætla að kveðja ykkur í kvöld með þessu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar