Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2007 | 12:41
Lørdag!
Fékk frábæra sendingu í fyrradag. Tinna, vinkona mín í Danmörku keypti dagatal fyrir mig, svona með 5 dálkum fyrir hvern dag, svo nú er hægt að skrifa allt á sama stað! Hver er að vinna og hvaða vakt, hver er í mat í skólanum, dagvist, afmæli, allskonar hittinga og ég veit ekki hvað!
Svona dagatal er SNILLD!!! Ég elska að vera skipulögð og með hlutina á hreinu. Svo er þetta bara nauðsynlegt fyrir okkur þar sem við erum bæði í vaktavinnu, bæði í fundarstússi. Gott að geta skrifað allt þarna og vera ekki að tvíbóka okkur í tíma og ótíma...
Jamm, I Love IT!!! Ætla að sýna þeim dagatalið í Eymundsson...var víst búin að lofa því...fór sko þangað í bjartsýniskasti að ath með svona dagatal... En danir eru jú skipulagðari en íslendingar...með undantekningum...sem sanna regluna!
--
Notalegt kvöld í gær, lágum og kúrðum fyrir framan imbann, fengum okkur osta (ekki gott í maga minn...) og ég prjónaði. Núna er ég að prjóna eitt par af vettlingum og ætla svo að hætta þessu...eða sko, ég ætla að hætta að prjóna handa öðrum...en þó bara í bili...og prjóna mér peysu...eða tvær...
En núna er það bara að taka til og skera svo laufabrauðið!!!
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2007 | 17:54
Kreisý veðer!!
Þetta er nú meira rokvesenið!!! Ég er ekki að grínast, ég sit hér inni í stofu og fæ hellu fyrir eyrun í verstu hviðunum...
Var að vinna í gær og í dag...aukavaktir...svo ég fæ ekki 5 daga fríið mitt...! En amk 3 daga!
Er þreytt. Og svöng. Ætla að ruslast fram og elda kvöldmat, síðan ætlum við mæðgur að baka lakkrístoppa...sem virðast aðalmálið í ár...amk allir að tala um þetta.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 14:53
13. desember 2007
Í dag eru 9 ár síðan nýtt líf hófst hjá mínum heittelskaða, og okkur sem elskum hann mest.
Þennan dag árið 1998 sagði hann skilið við Bakkus konung.
Síðan hefur leiðin legið upp á við, hjá okkur báðum.
Ég þakka ÆM á hverjum degi fyrir manninn minn, börnin okkar og það líf sem við eigum saman í dag. Vitandi að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi.
Ástin mín, til hamingju með daginn.
Þú ert bestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.12.2007 | 13:04
Hraðlygin sagði...
Í fyrrakvöld þegar ég kom heim af kvöldvakt, laumaðist ég inn til strákanna með gjöf í skóinn. Ég kíkti gaumgæfilega á þá og sá þeir sváfu...eða sýndist það!
Ég laumaði sitthvorum spilastokknum í skóinn og fór yfir til Jóhannesar og strauk honum - eins og ég geri alltaf áður en ég fer að sofa. Fór svo yfir til Jóns Ingva til að gera slíkt hið sama (þeir sofa í sitt hvorum endanum á efri kojunni) og viti menn, þá var hann með smá rifu á augunum.
Hann sagði ekkert, og ég sagði blíðlega; "Haltu áfram að sofa, ástin mín".
Í gærmorgun gellur í mínum manni; "Pabbi, ég vissi ekki að það væru foreldrarnir sem settu í skóinn!!"!!!!
Einar varð hvumsa...sagði að svo væri nú ekki, það væri jólasveinninn sem sæi um þessi mál.
Jón Ingvi; "Ég SÁ mömmu setja í skóinn í gær".
Einar; "Ha? Var hún ekki bara að athuga eitthvað, hvort glugginn væri lokaður?!"
"Neibb, ég sá hana setja í skóinn!!!", sagði dengsi!!
Svo fór hann í skólann. Þegar hann kom heim þá greip ég hann og spurði hann út í hvað hann hefði fengið í skóinn og svona...hann horfði tortrygginn á mig.
Svo ég sagði; "Jón Ingvi, ef þú ert búinn að ákveða að trúa að jólasveinninn sé ekki til..."
Og hann greip fram í fyrir mér; "Jólaveininn ER TIL!!! En ég sá ÞIG setja í skóinn í nótt!!!"
Nú voru góð ráð dýr...drengurinn trúir greinilega enn á jólasveininn en grunar móður sína um græsku...
Svo ég prófaði..; "Jón Ingvi, hvað myndir þú segja ef ég segði þér, að þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi að þá lágu tveir spilastokkar á gólfinu við útidyrnar, höfðu verið settir inn um bréfalúguna...og á gólfinu lá miði frá jólasveininum þar sem hann bað mig að hjálpa sér því hann væri orðinn svo seinn...hann ætti eftir að fara til íslensku barnanna í Danmörku...!"
Jón Ingvi horfði á mig um stund og sagði svo; "Ok?!!!"
Síðan hélt hann áfram að leika...og hefur ekki minnst á þetta síðan!
Og hann STEINsvaf þegar Einar laumaðist með playmokall í skóinn í nótt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 00:23
Bloggedí blogg..
Ég er bissý kona þessa dagana...ef þið hafið ekki tekið eftir því!!!
Er sko búin að fara í höfuðborgina núna tvo daga í röð, hvorki meira né minna. Fór með pabba í jólagjafaleiðangur í gær og svo á kvöldvakt og í morgun fórum við hjónin og versluðum jólagjafir handa börnunum okkar og svo jakkaföt á minn heittelskaða. Svo fór ég á kvöldvakt.
Var sem sagt að koma heim.
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna en segi ykkur á morgun frá því hvað ég get verið HRAÐlygin...en bara þegar mikið liggur við...
Þangað til...ást&virðing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 21:22
Nostalgíukast...
...muniði þetta???
...eða þetta...ó mæ god!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2007 | 19:10
Þegar piparkökur bakast...
...og alls konar aðrar kökur líka, þá fyllist húsið af jólailmi!!!
Í fyrradag voru sem sagt bakaðar piparkökur, sem voru svo málaðar í gær. Krakkarnir sáu alveg sjálf um að gera glassúr og mála kökurnar. Alveg snilld. Rosa flott hjá þeim.
Svo bakaði ég spesíur í gær, og síðast en ekki síst kókossmákökur sem ég get borðað:
50 gr kókosolía (látið standa á borði yfir nótt svo hún sé mjúk)
125 gr agavesíróp
150 gr kókosmjöl
25 gr kókosflögur
75 gr gróft spelt (ég setti 50/50 gróft og fínt)
20 gr kakó
Setjið kókosolíu & agave í hrærivél & hrærið í smá stund. Bætið restinni af uppskriftinni út í & blandið vel saman. Hitið ofninn í 190°C & setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Setjið deigið með teskeið á ofnplötuna & bakið í 10 mín.
Snilldargóðarkökur!!!
---
Var að vinna í dag, og mikið svakalega var gaman að koma aftur í vinnuna!! Jumundur minn!! Nóg að gera, jólin að koma og allt og allt, og 3 hjúkkur af 3 í fríi...svo það var STUUUUUÐ!!
Svo er ýmislegt framundan, vinna, laufabrauðsbakstur, afakexbakstur og ekki má gleyma að við eigum eftir að kaupa jólagjafir handa mikilvægasta fólkinu okkar; nefninlega börnunum okkar. Það verður gengið frá því í þessari viku og þá er bara dútl fram að jólum. Hreinasta snilld.
...ja fyrir utan að það þarf að þrífa fyrir jólin...það er ekki eins mikil snilld...en ég geri það nú samt!! Engin mega-jóla-hreingerning...neibb, ekkert svoleiðis á mínum bæ! Enda vonandi stutt í að seljist og svona og þá verður tekið í gegn...
Best að hætta að bulla og kíkja á vettlingana sem ég var að þæfa!!!
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 20:44
Að skríða saman...
...langar ykkur ekki mikið til að heyra heilsufarssögu?!!!
Ég get sagt ykkur að ég svaf fram að hádegi, staulaðist þá á fætur og keyrði Jóhannes í íþróttaskólann. Ólöf Ósk var svo sæt að fara með bróðir sinn þangað svo ég gæti notað orkuna mína í að versla...
Þegar við (ég og Jón Ingvi) komum að sækja þau í íþróttaskólann voru Kertasníkir og Stúfur á svæðinu...og Jóhannes stjarfur af hræðslu!! Hljóp hágrátandi í fangið á mér og vildi bara komast í BURTU!!! Svo við bara fórum!
Ég var hins vegar enn með orku svo við fórum til Jónu (konu tengdapabba) og ræddum laufabrauðsmálin.
Enn var ég með orku...svo við fórum að kaupa kaffi handa elskunni minni og færðum honum, þar sem hann var uppi í húsi að byggja.
Og ég er enn á fótum!! Hef ekkert lagt mig, svo ég hlýt að vera orðin hitalaus!!! Hef ekki mælt mig í dag, en var með 38° í gærkveldi...
Núna erum við að fara að baka piparkökur...því ég orkaði ekki að baka í dag...þrátt fyrir allt!!
Svo á morgun verða þær skreyttar!
Jæja, best að sinna börnum og körlum (Einari og pabba ).
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2007 | 17:35
Afmælisbarn dagsins!
Afmælisbarn dagsins er frændi minn, Alli Scheving. Alli er akkúrat mánuði yngri en ég og er því 37 ára í dag. Elsku Alli, til hamingju með afmælið. Vona að dagurinn verði góður.
Ég ætla að setja aftur inn færsluna sem ég setti inn fyrir ári síðan...:
Ég verð að rifja upp smá minningar um okkur Alla. Við vorum líklega 4-5 ára þegar við kynntumst. Hulda, mamma Alla og Jón Þór, elsku stjúpi minn, eru systkini, svo við kynntumst eftir að mamma og Jón Þór fóru að vera saman, þegar ég var 4 ára.
Alli bjó í Hafnarfirði en kom alltaf í sveitina til afa síns og ömmu á sumrin. Við Alli náðum strax vel saman og brölluðum ýmislegt næstu mörg árin. Alli var fyrsti kærastinn minn, það "samband" byrjaði sennilega sumarið áður en við urðum 6 ára, og hélst sumarlangt, á hverju sumri þar til við vorum að verða 15 ára. Smá kelerí í hlöðunni eða úti í móum. Ekta sveitarómantík
Við Alli gerðum margt sem ekki mátti. Við laumuðumst upp á fjárhúsþak í tíma og ótíma, þar máttum við ekki vera svo þar gátum við setið löngum stundum og kjaftað um heima og geima. Alli var alltaf mikill brandarakall og oftar en ekki veltist ég um af hlátri. Hann kunni alltaf svo marga brandara. Sumir þeirra lifa enn í minningunni og hafa gengið í arf til barnanna minna.
Okkur þótti ofsalega gaman að stríða systrum okkar (sjá á sveitamyndinni hér fyrir ofan - þar erum við Alli og svo systur okkar og Jón Þór). Það var sennilega ekki til sá hrekkur sem við gátum ekki fundið upp á.
Einu sinni tókum við allt sandkassadótið þeirra og grófum það niður í moldarbarði úti á hól. Við höfðum þó vit á að merkja staðinn...en ekki nógu vel því um nóttina gerði rok og merkin okkar fuku. Við fundum aldrei aftur dótið og urðum að játa verknaðinn...
Einu sinni stálum við eggjum úr hænsnahúsinu og köstuðum í hlöðuvegginn. Garðar, pabbi Alla, komst að þessu og neyddi okkur til að fara inn, játa verknaðinn og biðjast afsökunar...ojojoj, það var ekki auðvelt, en við gerðum það samt.
Ég verð að bæta inn smá. Alli kom austur eitt sumarið með Grease á heilanum...við (ég, Lilja sys. og Ragnhildur systir hans) áttum sko að vera "The Pink Ladies"...!! Hann var mega töffari, með klístur í hárinu og alles!! Gott ef það var ekki ekta brilljantín...enda Garðar rakari!
Og svo; Annað sumar kom hann með Kiss-æðið með sér. Sat tímunum saman "úti í herbergi uppfrá" og hlustaði á Kiss í botni, með trommukjuða og sló í lærin á sér. Frekar kúlaður sko!!!
Svona mætti lengi telja, og ég gæti haldið endalaust áfram. En ég ætla að láta staðar numið. Sumt af hrekkjunum er ekki prenthæft...
Ég hugsa með kærleika og hlýju til allra sumranna sem við Alli áttum saman í sveitinni. Öll kvöldin sem við látum í netinu, sem við höfðum fest á baggasleðann og gert okkur dýrindis hengirúm, þar gátum við legið fram eftir öllu og spjallað. Alveg þangað til mamma eða Maja (amma Alla) eyðilögðu stemninguna og kallaði að það væri kominn háttatími!!!
Já, það var margt og mikið brallað í sveitinni í den tid! Við vorum löngum kölluð "Gvendur og Bogga", hvaðan sem það nú kom. En oftast var það þannig að ef annað okkar var þar þá var hitt ekki langt udan.
Já, those were the days my friend
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar