10.1.2009 | 16:31
The story of my life ;)
Þú fellur fyrir froskum.
Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).
Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.
Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.
Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 23:28
hellúúúú.......
Jæja, föstudagskvöld og ég sit við tölvuna...aldrei slíku vant (...eða þannig). Reyndar erum við mæðgur búnar að gera gagnlega hluti í tölvunni í kvöld. Hvernig fór fólk að áður en tölvur fóru að tröllríða öllum heimilum??? Hvernig skipulagði fólk fermingar? Ja, ég bara spyr
Við útbjuggum boðskort, byrjuðum á skipulagsdagatali, sem byrjar 3 vikum fyrir fermingu. Myndasjóvið er tilbúið, löngu tilbúið! (Jamm, ég þyki dönsk og jeg er stolt af det!!!) Gestalistinn var yfirfarinn og einhverjum bætt inn. Einar myndi vilja bæta MÖRGUM við, finnst ómögulegt að bjóða *bara* hundraðtuttugogeitthvað...eða kannski er það alls ekki það. Málið er bara að við eigum bæði stórar fjölskyldur, MÖRG frændsystkini, og boðslistinn færi auðveldlega vel yfir tvöhöndröð ef við létum gamminn geysa... En við verðum að vera skynsöm, og svo er það líka þannig að þetta er dagur Ólafar Óskar og hún hefur um þetta að segja. Einar verður bara að bjóða í fertugsafmælið sitt í mars...og bjóða þá þeim sem hann þekkir og vill hafa með.
Mér tókst að næla mér í slatta af bollum í dag, Gréta vinkona kíkti í kaffi og sagði mér að hún væri að fara að taka til í eldhússkápunum og væri að fara að losa sig við helling af bollum og diskum. Mér fannst snilldarhugmynd að ég fengi þetta...og Gréta var sammála Svo nú er ég með kassa hér með bollum og undirskálum og hliðardiskum og fleiru. Bara snilld. Takk, Gréta mín (ef þú lest)!!
Á morgun erum við að fá góða gesti, Ragnhildur, Inga og litla sæta Hjördís Huld ætla að skottast hingað á Skagann. Við hlökkum mikið til að knúsa þær allar
En nú held ég svei mér að ég skutli mér í sturtu og skríði svo í bælið....
Molinn:
"Dauðinn er ekki mesti harmleikur lífsins, heldur það sem við látum deyja innra með okkur meðan við lifum."
- Norman Cousins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2009 | 12:12
Ekki er ráð...
...nema í tíma sé tekið.
Það hefur verið þannig undanfarin ár, að ég hef farið að spá í jólagjafirnar strax í janúar. Ég hef oftar en ekki búið til allflestar gjafirnar og þar sem það er stór hópur kringum okkur, þá veitir ekkert af tímanum. Núna er ég komin með hugmynd að allnokkrum gjöfum og ætla að sjálfsögðu ekki að ljóstra því upp hér þar sem margir hlutaðeigandi lesa bloggið
Annað sem er að veltast um í mínu hugsandi höfði er fermingarundirbúningurinn. Ég tók mig til snemma á haustmánuðum og skannaði inn helling af myndum af prinsessunni. Að gera powerpointshow er eitt af því sem mátti gera í tíma og ég gerði það. Eins og sagt er; það er ekki eftir sem búið er
Svo nú er ég að spá í að vinna í öðru hvoru, þar sem ég er ein heima og hann Robbi okkar sér alveg um að ryksuga meðan ég sit og blogga, hreinasta snillllld!! Um daginn setti ég hann í gang og fór upp og horfði á Friends! Er hægt að hugsa sér það betra???!!!!
Annars get ég sagt ykkur að árið byrjaði yndislega og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram að vera yndislegt.
Í lokin ætla ég að deila með ykkur einum gullmola:
"Ég voga mér að halda því fram að maður græðir meira á eigin mistökum en að gera það sem aðrir telja rétt."
- W. Somerset Maugham (úr Human Bondage)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.1.2009 | 12:53
...
Við familíjan áttum yndislegt gamlárskvöld. Borðuðum sjúklega góðan grillaðan tudda - ég og Einar sko, strákarnir fengu heimatilbúna pizzu. Svo skelltum við okkur á brennuna, og það var alveg ljómandi. Hittum m.a. Halla vin minn :)
Þegar heim var komið þurfti að sprengja smá. Ég verð að segja að ég sé ALLTAF eftir hverri krónu sem fer í raketturnar...og NEITA að eyða peningum í það næst!! Kannski eina tertu, ég get sæst á það. Svo myndi ég frekar vilja kaupa bara svona lítið *drasl* sem krakkarnir geta sprengt. Jón Ingvi er greinilega kominn á aldurinn, var að sprengja *froska*, *skriðdreka* og *flugvélar*, fyrst með vini sínum í gær og svo hér heima í gærkvöldi.
Jóhannes er hálfhræddur við þetta enn, en sprengir hins vegar *flöskusprengjur* og *hurðasprengjur* í gríð og erg!
Jamm. Svo var það skaupið, og ó mæ god, það var FYNDIÐ!!!
Allt í allt var þetta yndislegt kvöld. Við foreldrarnir vorum svo að sofna standandi kl rúmlega 1.30 og þá sættust drengirnir á að fara inn í rúm að líta í bækur...þeir ætluðu sér sko að vaka ALLA nóttina... Ég laumaði mér svo á klóið upp úr 2 og þá voru þeir steinsofnaðir
Svo var sofið fram að hádegi...bara næs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 21:31
Mona Lisa segir: Gleðilegt ár, elskurnar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2008 | 14:54
Året der gik!
Stundum fungerar hausinn minn betur á dönsku...mætti halda að ég hefði búið stærstan hluta ævinnar í Danmörku...en ekki *bara* ca 1/4 ....
Nenni ekki að skrifa annál, eins og á síðustu áramótum...og þarsíðustu áramót...!!
Árið hefur verið yndislegt og ég hef margt að þakka fyrir, enda geri ég það á hverju kvöldi þegar ég tala við Guð.
Mig langar að óska ykkur öllum hamingju og friðsæl í hjarta á komandi ári. Þakka innilega árið sem er að líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 16:57
Jæja...
...þá er sko orðið ansi stutt í seinni endann á þessu ári. Ótrúlegt alveg. Hef ég sagt ykkur að einu sinni var árið 2000 í órafjarlægt - sko úti í framtíðinni - árið sem ég yrði þrítug!!! Núna er árið 2000 orðið ansi óralagt í burtu...í fortíðinni!!
Eins og einhver sagði; *Time flyes when you´re having fun*!!! Ég get ekki annað en tekið undir þessu fleygu orð!
--
Undanfarnir dagar hafa liðið áfram í átakalausri sælu. Í gær átti ég reyndar smá bágt, saknaði systkina minna og foreldra á Nobbó ansi mikið. Heyrði aðeins í Maríu sys. og Aðalsteini bró. og þau voru saman komin, ásamt Lilju sys. heima hjá Maríu. Bara smá hugginugg yfir kaffibolla...og ég fékk saknikast!!
Ég fæ alltaf svona saknikast milli jóla-og nýárs. Þegar þau eru að hittast og ég *bara* hér. Ég er alveg laus við þessar tilfinningar á sjálfum jólunum, þ.e. 24.-26. des. 24. og 25. des. vil ég bara vera heima að kúldrast og 26. eru yfirleitt jólaboð og svoleiðis skemmtilegheit :) Svo koma *dauðu* dagarnir, lítið að gerast þannig, bara rólegheit og þá finnst mér ég vera dálítið utanveltu.
Fjölskyldan hans Einars er yndisleg, en það kemur enginn í staðinn fyrir mína eigin fjölskyldu, sem ég var vön að eiga þessa daga með. Mig langar í kaffispjall hjá mömmu, mig langar að knúsa þau öll.
EN í staðinn fyrir að velta mér upp úr þessu í gær, og jafnvel leggjast inn í bæli og skæla yfir þessum *örlögum* (gleymum ekki að það er mitt (og Einars) val að búa 700 km í burtu frá fólkinu mínu) þá ákvað ég að sms´a vinkonu minni og sjá hvort hún væri heima og gæfi kaffi.
Jón Ingvi var hjá vini sínum og Einar að byggja húsið okkar, svo ég og Jóhannes fórum til hennar yndislegu Þórunnar minnar og áttum þar ljúfa stund. Mikið kaffi og gott spjall. Ef þú lest þetta, elskan mín, ástarþakkir fyrir að vera tilstaðar fyrir mig *knús*.
--
Í dag var að því komið að viðra drengina! Þeir voru orðnir ansi fjörugir og nett-pirraðir eftir mikla inniveru og FIFA 09 spilamennsku.... Svo ég fór í langan labbitúr með þeim og það var svoooo notalegt. Þeir eru algerir snillingar, og svoooo skemmtilegir (ég er algerlega hlutlaus...) og það var svoooo gaman hjá okkur. Þeir keyptu sér fótboltamyndir í Eymundsson (að sjálfsögðu) og svo röltum við í rólegheitunum heim aftur.
Bara notalegt.
Einar er farinn á kvöldvakt og er því lokið fleiri daga fríi okkar saman. Búið að vera mjöööög notalegt. Við erum meira að segja búin að horfa á imbann (reyndar þætti af flakkaranum) 3 kvöld í röð og slíkt hefur ekki gerst í mannaminnum!!
Svo ætla ég snemma í bælið í kvella, laaaangur vinnudagur á morgun!
Nóg í bili. Knúúúzzzzzzzzz..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2008 | 17:50
Jólin
Jólin mín hafa verið alveg yndisleg. Aðfangadagur var ljúfur og góður. Við (ég og börnin - Einar var í vinnunni) fórum út í búð undir hádegið og að innkaupum loknum fórum við í jólakortaleiðangurinn okkar. Keyrðum út kortin og hittum yndislegt fólk á leið okkar um bæinn. M.a. var okkur boðið inn í kaffi og með´í hjá Stínu, stórvinkonu Jóhannesar :) Stína er algert yndi og það hafa kynnst henni gerir líf okkar sannarlega ríkulegra en ella.
Eftir að jólakortaútkeyrslunni lauk þá fórum við heim og elduðum grjónagraut. Jóhannes fékk möndluna, 2. árið í röð og var hann mjög lukkulegur með það. Möndlugjöfin var í þetta sinn slatti af sælgæti sem þau systkinin gæddu sér á yfir "Nisserne´s ø" sem var í fjölskyldugjöf frá Tinnu og fj. í Danmörku.
Ég setti kjötið í pott...hef aldrei fyrr komið nálægt jólamatnum...en Einar var að vinna til 15.30..hann sá svo alveg um að fullkomna matinn.
Aðfangadagskvöld var yndislegt, tengdamamma mín og tengdaamma komu og eyddu kvöldinu með okkur, sem var yndislegt. Þær eru sannar perlur.
Jóladagur var notalegur. Við hjónakornin sváfum á okkar grænu til kl. 10.30, þá drifum við okkur á fætur og svo var *brunch* um 11.30; hangikjet með uppstúf og tilheyrandi.
Ég fór svo á kvöldvakt, og áður en ég fór að vinna keyrði ég skvísuna okkar, Ólöfu Ósk, til ömmu sinnar. En þar gisti hún um nóttina og tengdó keyrði hana svo út á flugvöll eldsnemma morguns á 2. í jólum. Ólöf Ósk er nú í góðu yfirlæti hjá Cille vinkonu sinni og hennar fjöldkyldu í Græsted.
2. í jólum. Við fórum í jólaboð með stórfjölskyldunni minni. Föðurættinni minni sem sagt. Þar vorum við einu sprotarnir úr pabbalegg, þar sem pabbi er hjá Lilju sys. og aðrir úr hópnum uppteknir annarsstaðar.
Á eftir fórum við svo til tengdó í mat. Fengum dýrindis lambahrygg...slafr...!! Þar voru líka Valtýr mágur og fjölskylda.
Í dag erum við búin að vera í rykinu í óbyggðahluta hússins. Ég er búin að fara í gegnum dót og henda slatta...en það þarf að færa til þar sem nú er *gamla* þurrkherbergið ekki notað lengur; ég er jú búin að fá þvottahúsið MITT!!!
Einar er að gifsa veggi, leggja rafmagnsrör og svona. Svo duglegur!! Hetjan mín :)
Jæja, nú ætla ég að útbúa kvöldmat handa familíjunni. Strákarnir ætla að fá gordon bleu en við hjónakornin ætlum að gæða okkur á hamborgarhryggnum!!!
Knúzzzzzzz......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2008 | 12:13
Græsted
Ég hugsa oft til Græsted, þar sem við bjuggum 6 af 9 árum í Danmörku. Þar áttum við okkar bestu ár í Danmörku, og þar kynntumst við mörgu góðu fólki. Ég tel mig mjög lánsamna að hafa fengið að eignast eins marga yndislega vini og raun ber vitni. Það er mér mjög mikils virði.
Á aðfangadag í ár keyrðum við um bæinn, hérna á Akranesi, og dreyfðum jólakortum. Á einum stað var okkur boðið inn og við stoppuðum örugglega klukkutíma yfir kaffibolla (bollum...) og yndislegu spjalli, í eldhúsinu hjá Stínu, þeirri yndislegu konu.
Stína er ein af perlunum hans Jóhannesar á leikskólanum, önnur af tveimur perlum sem tekur á móti honum þá morgna sem hann þarf að fara kl 7 í leikskólann. Stína og Gunnhildur opna alla daga, og hjá þeim er einstök stemming, kyrrð og ró og fullt af kærleika og hjýju. Jóhannes eeeeelskar að fara til þeirra og vildi gjarnan mæta alla daga kl 7 ef hann fengi að ráða!
Jæja, tilbaka til jólakortahefðarinnar!
Þegar við bjuggum í Græsted þá vorum við mæðgur vanar að rölta um bæinn á Þorláksmessudag og afhenda jólakortin. Okkur var einmitt boðið í bæinn á held ég bara öllum stöðum sem við komum, svo framarlega sem einhver var heima að sjálfsögðu. Þetta var stórkostlega skemmtilegt og ómetanlegt og yndislegt upphaf að jólahátíðinni. Því hvað er betra en glaðar stundir í góðra vina hópi????
Þegar allt kemur til alls þá er það einmitt kærleikurinn sem er mikilvægastur, það að eiga fjölskyldu og góða vini til að njóta samvista með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 178739
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar