Leita í fréttum mbl.is

Gamlársdagur 2007

Fyrir ári síðan rifjaði ég upp, hérna á blogginu, það helsta sem á daga okkar hafði drifið árið 2006.  Er að hugsa um að gera slíkt hið sama núna.

Janúar börnin okkar fallegu og yndislegu

Janúar fór rólega af stað.  En 18. janúar fögnuðum við 60 ára afmæli tengdamúttunnar minnar.  Og var þessi mynd af börnunum okkar tekin við það tækifæri.

Í lok janúar var smá stress í gangi hjá mér, en þeim mánuði lauk með 3ja daga prófi að hætti Sygeplejeskolen í Hillerød, nema prófið fór fram á deild 32A á Landspítalanum.  2ja daga verklegt próf sem lauk með munnlegu prófi 3. daginn.  Þeim sem þekkja mig kemur eflaust ekki á óvart að ég var listarlaus og með ógleði þessa daga...

Þetta voru líka dagarnir sem ég formlega féll, og við tók 3ja mánaða sykurfyllerí...

En prófið, ég stóð það sem stæl!!  Og var mjög lukkuleg, því það þýddi að ég myndi geta farið að skrifa lokaritgerðina mína!!

Febrúar

Febrúar byrjaði ég á því að smella mér í aðgerð á hné...og ætla Jónu vegna ekki að setja neinar myndir af því hérna inn...  Hluti af liðþófanum í hnénu var tekinn og hefur það gert gott.  Ég er oftast verkjalaus í hnénu, þó ég sjái ekki fram á að komast aftur á hnén nema hafa púða undir...!! Kim og Tinna

Um miðjan febrúar lögðum við Jóhannes upp í langferð, fórum í 4 vikna dvöl til Danmerkur.  Ég átti eftir síðasta kúrsinn í náminu, áður en ég gæti byrjað að skrifa.  V

Þessar 4 vikur vorum við í góðu yfirlæti hjá Tinnu, Kim og börnum í Græsted.  Vinur okkar sem hafði lofað mér að hann myndi hjálpa mér að passa Jóhannes, sveik mig á síðustu stundu - þegar við vorum komin út.  Þá voru góð ráð dýr...en leikskólinn sem strákarnir voru á meðan við bjuggum úti, opnaði dyrnar og bauð Jóhannes velkominn til sín.  Endurgjaldslaust og með bros á vör!  

Við áttum yndislegar 4 vikur í Græsted og var erfitt að segja bless að þeim loknum. Falck og co.

Reyndar voru líka erfiðar stundir, Jóhannes veiktist, fékk hitakrampa og þurfti tvisvar að kalla eftir aðstoð.  Fyrst voru það Falck-sjúkraflutningamenn sem mættu, og létu mér eftir eina túpu af vöðvaslakandi til að eiga ef þetta gerðist aftur.  Nóttina eftir var það vaktlæknirinn sem kom Jóhannes og Idaog kíkti á ungann, en þá var hitinn kominn í 40.7 og á leið hærra upp...  Lungnabólga reyndist vera sökudólgurinn og fyrsti pensilín skammturinn sló á pöddurnar og var drengurinn hitalaus morguninn eftir!!! 

Jóhannes og Ida áttu góðar 4 vikur saman og styrktu enn böndin sem á milli þeirra eru.   

Mars

Við vorum í Danmörku fram í miðjan mars.  Jón Ingvi kom út til okkar síðustu vikuna og eyddi mestum tíma hjá Camillu vinkonu sinni.  

Jón Ingvi hafði saknað Danmerkur þessa mánuði á Íslandi og langað aftur "heim" en komst að því þarna að hann átti ekki lengur heima í Danmörku, hann náði að sakna Íslands og skólans og hlakkaði til að koma heim aftur.  Þessi vika breytti miklu og gerði honum gott.  Þó hann langi enn til Danmerkur en núna er það til að heimsækja Camillu, ekki til að flytja...eða reyndar myndi hann vilja flytja aftur...var að spyrja hann...!!

Apríl

Apríl fór að mestu í ritgerðarsmíð, sem gekk fremur hægt lengi framan að.  Miklar diskutioner...minnaÍ sumarbústað á sumardaginn fyrsta um skrif.  

Svo komu páskarnir...og þá tókst mér, á 2. í páskum, að komast aftur í sykurfráhald og er enn þar.  Hafði legið í sykri LENGI og leið illa á líkama og sál...

Á sumardaginn fyrsta keyrðum við austur í Úthlíð, þar sem tengdamútta var í bústað.  Ólöf Ósk fór með henni austur daginn áður og þegar við mættum var hádegismaturinn tilbúinn.  Mikið borðað...og mikið huggulegur dagur.  Í YNDISLEGU veðri.  Við keyrðum Þingvallaleiðina austur og vorum gersamlega orðlaus yfir fegurð Íslands!  Váááá!!!  

Maí

Maí var viðburðaríkur hjá okkur.  byrjað á húsinu!

14. maí var byrjað að grafa fyrir húsinu okkar!!!   Mikil spenna var búin að vera kringum þetta verkefni, og ríkir vissulega enn.  Einar sýnir enn og aftur hvað hann kann, og hvað hann er fljótur að læra, en hann á að langmestu leiti heiðurinn af húsinu okkar! 

ég og AnnemarieUm miðjan maí fengum við líka heimsókn, en þá kom Annemarie til okkar í viku.  Annemarie og ég skrifðum saman lokaverkefnið okkar.  Og var þessi vika notuð í það verkefni...með viðkomu á Þingvöllum og Geysi og svo í Bláa Lóninu á leiðinni út á flugvöll! Dave, ég, Polly og Einar

Heimsóknum var ekki lokið því við fengum líka yndislega vini í heimsókn í lok maí, Dave og Polly.  Þeim kynntumst við í Danmörku vorið 2004, en þá voru þau þar að tala á ráðstefnu sem við sóttum.  Þau voru í sömu erindagerðum hér, og fengum við þau heim í mat.  Yndislegt fólk þarna á ferð. 

Júní

Í byrjun júní var komið að því að skila lokaverkefninu.  Það var góð æfing í vanmætti...því ég gat ekki sjálf skilað verkefninu en varð að stóla á Annemarie í því efni.  Það kom svo í ljós að það var gott ég vissi ekki fyrr en eftir á hvað gekk á í Danmörku...  Þegar Annemarie ætlaði að fara að prenta út síðustu síðurnar klikkaði allt sem klikkað gat.  Prentarinn vildi ekki...svo tætti hann pappírinn...blekið kláraðist og til að bæta gráu ofan á svart...þegar hún loks komst af stað var allsstaðar vegavinna...eins og gjarnan í Danmörku á vorin, sumrin og haustin...  En hún hringdi í skólann og það var ok að hún kæmi aðeins of seint...bara ef hún kæmi í heilu lagi!!  Úff, gott ég vissi þetta ekki fyrr en eftir á!!! LoLInga og Raggý

Næstu vikur fóru í undirbúning fyrir vörnina... Og ekki má gleyma brúðkaupi Ragnhildar frænku og Ingu, 16. júní.  Yndislegur dagur sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í.  Fallegar konur sem þar játuðust hvor annari, þær ljómuðu "om kamp med solen".

Lone, ég, Annemarie og Anne Sophie á útskriftardaginnSvo kom að því að við fórum til Danmerkur, hele familien!  Heimsóttum vini og áttum góðar stundir.  

Og stóri dagurinn!!  Útskriftin!!!  Ég orðin hjúkka!!  Hefði sjálf aldrei trúað því...og geri stundum ekki enn...!! 

Heim fórum við 29. júní.

Júlí

Og 2. júlí byrjaði alvara lífsins og ég byrjaði að vinna!!!  Skíthrædd og fannst ég ekkert kunna...dauðskelkuð þegar einhver kom og spurði MIG um eitthvað...ég var vön að vera nemi og vera sú sem spurði...

En júlí var líka viðburðaríkur.  María sys. og fj. komu við á leiðinni heim frá úgglöndum.  Við fengum gesti frá Danmörku, Sindri, Jóna og börn komu. Og svo komu Hjálmar, Janne og börn líka.  Algerlega frábært að hitta þau öll.

Einar fór áleiðis á Hvannadalshnjúk, en þeir komust að Hnjúknum en urðu þá að snúa við vegna Ingvar í steypunni veðurs og lélegs færis.  

Platan var steypt 17. júlí! 

Og sama dag fórum við í hestaferð með tengdó og Valtý (bróðir Einars) og fjölskyldu.  Jólagjöfin frá tengdó.  Frábær dagur og vorum við; ég, Ólöf Ósk og Sigga Bára (tengdó) farnar að leggja á ráðin um hrossakaup...  Það væri æði, en kostar víst of mikið bæði Báran okkarfjárhagslega og tímalega séð til að það sé raunverulegt eins og málin standa í dag... En hver veit?!!!

Júlímánuði lauk með að Bára, stóra stelpan okkar, varð 16 ára!!! Jón Ingvi 7 ára!

Ágúst

1. ágúst var annað afmæli hjá okkur.  Jón Ingvi varð 7 ára. 

Ekki nóg með það heldur fengum við lítinn frænda, en Lilja systir eignaðist enn einn drenginn, sem fékk nafnið Ýmir.

ÝmirVið ferðuðumst líka innanlands í sumar, en við lögðum land undir fót...eða við keyrðum austur á Norðfjörð.  Með viðkomu í bústaðnum hjá Jónu í Eyjafirðinum.  Svo eyddum við Verslunarmannahelginni á Neistaflugi og í faðmi stórfjölskyldunnar á Ormsstöðum.  Alveg yndisleg helgi í alla staði þar sem við hittum marga.  Jóni Ingva blöskraði á tímabili og spurði mig hvort ég þekkti Jóhannes 4ra áravirkilega ALLA þarna!!! 

Jóhannes, litli molinn okkar sem stækar óðum, átti svo afmæli 16. ágúst og varð 4ra ára!!! 

September

Í september ber hæst þegar við fórum norður til Akureyrar, íÝmir skírður dagsferð, til að vera með fjölskyldunni þegar Ýmir var skírður.   Áttum þar yndislegan dag í faðmi fjölskyldunnar. 

ReisugilliHinn stórviðburður septembermánaðar var án efa REISUGILLIÐ.  Reyndar varð ekkert úr neinu gilli...en það var flaggað og við hjónakornin fögnuðum saman!!! 

Það var stór áfangi sem náðist þar.

Október

Í október gerðust ekki neinir stórir hlutir.  Reyndar skelltum við okkur í helgarferð til Reykjavíkur, dvöldum á hóteli og alles!  Mikið notaleg helgi hjá okkur og börnin í góðu yfirlæti hérna heima, með mammaömmu sína hjá sér (tengdóið mitt).

Í lok mánaðarins kom elsku mamma mín og var hjá okkur yfir helgi.heimasætan  Sömu helgi héldum við upp á 12 ára afmæli heimasætunnar!! 

Hreint ótrúlegt að stelpuskottið sé 12 ára!!!

Nóvember

Í nóvember var lítið að gerast...þannig...aldrei svo sem lognmolla kringum okkur...  En samt.  Lífið gekk sinn vanagang, vinna, húsbygging, börn og svo huggó stundir í tíma og ótíma.

Desember

Við kláruðum að búa til jólagjafir handa fjölskyldunni.  Allir afa og ömmur fengu dagatal, sem höfðu verið í vinnslu frá því í febrúar, enda margir afar og margar ömmur hjá okkur.  

Ég prjónaði og pjónaði síðustu mánuði fyrir jól...og náði að klára það sem ég ætlaði mér.  Fengu börnin ýmist sokkar, vettlinga eða grifflur, og reyndar einn fékk buxur...grænar íþróttaálfsbuxur eins og ég saumaði á Jóhannes.  

Þá er þeim leyndarmálum uppljóstrað ;)

Við bökuðum slatta og mikið af því er uppetið...  

Jólin komu og voru hátíðleg.  Cille kom á 2. í jólum og er hér enn.  Verður í tvær nætur í viðbót en þá flýgur hún aftur til Danmerkur.

---

Þetta er árið okkar í stórum dráttum...mörg atriði sem týnast í svona upptalningu.  En þau eru öll, samt sem áður, vel geymd í minningunni og eru tekin fram á ólíklegustu stundum.

Elskurnar mínar allar, mig langar að þakka ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða.  Bæði hér á blogginu og utan þess.  

Megi Gamlárskvöldið vera gott hjá ykkur öllum.  

Kærleikur til ykkar allra og með tilhlökkun til að eiga með ykkur enn eitt árið.    


Afmælisbarn...

...gærdagsins sko.  Ég mundi eftir afmælinu en hreinlega gleymdi að blogga um það...ekki í fyrsta sinnArnar Daði sem ég klikka...enda mannleg að eðlisfari Wink

Afmælisbarn gærdagsins er systursonur minn, spékoppurinn sæti, hann Arnar Daði.  Molinn sá er 4ra ára!!  4ra ára flottur strákur.  

Því miður viðraði ekki til ferðalaga í gær, svo við fórum ekki í afmælið til hans á Selfoss.  En vonandi sjáum við samt molann fljótlega.

Elsku Arnar Daði.  Ég vona að þú hafir átt alveg svakalega skemmtilegan dag í gær og fengið fullt af skemmtilegum pökkum.  Megi Guð og gæfan fyglja þér um ókomna tíð, elsku frændi. 

(Myndinni er stolið...vona að syssa fyrirgefi mérWink)


Bloggfærslur 31. desember 2007

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband