Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jólaljósið okkar

Þegar englakertastjakinn yndislegi er kominn á borðið hjá okkur, þá eru komin jól.

Image hosting

 


Aðfangadagur...

Jæja, best að blogga aðeins áður en jólin skella á með öllu tilheyrandi.

Pabbi kom snemma, mætti í möndlugrautinn í hádeginu og kom með nýjan möndluleik.  Ég hafði keypt eina möndlugjöf og pabbi ætlaði að koma með eina.  En svo kom hann með 5!!  Svo reglan var þessi; Sá sem finnur fyrstur möndluna fær að velja sér pakka fyrstur og svo koll af kolli.  Þannig að allir fengu pakka. 
Áðan var Einar svo spjalla við Jóhannes jr. og spurði hann m.a. hvort hann héldi að hann fengi pakka núna þegar jólin eru að koma.  Þá svaraði þessi elska; "Ég er búin að fá pakka".  Einar spurði hann þá nánar út í þetta, og m.a. hvort hann yrði leiður ef hann fengi ekki meiri pakka; "Nei, ég er búinn að fá pakka".  Eins og Einar sagði; "Því miður þá á þetta eftir að breytast".  Þessi litli moli okkar er svo nægjusamur og ánægður með allt sem að honum er rétt, alveg sama hvað það er.  "Ég þarf ekki fleiri pakka, ég er búin að fá".  Yndislegt.  En ætli hin veraldlegu gæði eigi ekki eftir að ná einhverjum tökum á honum í framtíðinni....

Nóg um það.

Nú er hangikjetið frá Dalatanga (sem Bói kom með að austan) soðið, hamborgarhryggurinn soðinn og bíður eftir að kl verði aðeins meira svo hann komist í ofninn.  Kartöflusalatið tilbúið, kartöflurnar sem eiga að brúnast eru skrallaðar og tilbúnar til suðu, apamaturinn tilbúinn, Einar er að gera frostinginn á þessa "brúnu með hvíta".  Svo þetta er allt að koma.

Jón Ingvi liggur inni í herbergi og horfir á "Jul i Valhal" sem var í möndlupakkanum sem ég keypti (Maja...ég skulda þér...).  Ólöf Ósk horfir á "Disneys juleshow".  Svo aðfangadagur er eins og hann á að vera.  

Vantar bara Siggu Báru og Siggu, en þær fara sjálfsagt að detta inn á hverri stundu.  

Þetta er yndislegur dagur og ég er með tár í augnunum og kökk í hálsinum, full af kærleika og þakklæti fyrir að frá að eiga gleðilega jólahátíð með fjölskyldunni.

Að lokum þetta; 

Elsku fjölskylda og vinir, nær og fjær.  Sendi ykkur mínar allra bestu jólaóskir og megi jólastjarnan skína bjart í hjörtum ykkar allra.

star


Aðfangadagur jóla er einmitt í dag...

Já, þá rann aðfangadagur upp.  "LOKSINS", segja börnin okkar.  Þökk sé sjónvarpi og dvd þá er spennan samt ekki að gera út af við þau!  Strákarnir liggja í sitthvoru herberginu og glápa.  Prinsessan á bænum liggur í "DEEP HEAT"-baði og lætur sér líða vel.  Hún fór á skauta á Ingólfstorgi í gærkvöldi og er með miklar harðsperrur!!  En hún var flott á skautunum þótt hún hafi ekki prófað þetta fyrr og greinilegt að hægt er að færa línuskauta-tæknina yfir á ísskautana.  Rosa flott hjá henni.  

Annars var gærdagurinn svona týpískur þrifdagur.  Við vorum fram eftir degi að taka til og þrífa, sem endaði á að ég og börnin brugðum okkur af bæ meðan bóndinn skúraði.  Ómögulegt að skúra með 10 fætur tiplandi yfir blaut gólfin...!!!  

Við fórum svo að ná í hangikjetssendinguna að austan.  Vinnufélagi stjúpa míns hafði tekið kjötið með sér þar sem hann ætlar að vera hjá systir sinni hérna á Skaganum um jólin.  Það kom auðvitað í ljós að systurdóttirin og Ólöf Ósk eru vinkonur úr sundinu!  Frekar skondið að komast að því, því ég man vel eftir mömmunni frá Norðfirði þótt hún sé nokkuð eldri en ég.  Gaman að því.

Svo brunuðum við mæðgur í höfuðborgina, hittum tengdamúttuna mína fyrir utan vinnuna hennar og fórum á einum bíl í bæinn.  Fengum stæði án vandræða og svo hófst röltið.  Við vorum komnar í bæinn kl 18 og vorum fegnar því að vera ekki að koma kl 21...þá var bærinn stappaður og rúmlega það.
Við hittum allskonar fólk sem við þekkjum.  Mér þótti það frekar skrítið, en þetta er sennilega mjög eðlilegt á Laugaveginum...Ísland er minna en Danmörk amk. miðað við fólksfjölda.

Fyrst hittum við Sigga Ármanns, frændi Einars héðan af Skaganum.  Á Ingólfstorgi hittum við Evu frænku og dætur.  Á leiðinni upp Laugaveginn aftur sáum við sko engan annan en sjálfan Forsetann og frú.  Þau voru svo flottt og virðuleg.  Ég hef aldrei séð Ólaf Ragnar í návígi áður og var hissa á því hvað hann var hávaxinn...hafði greinilega ímyndað mér hann sem eitthvert peð...!! 
Þegar við vorum svo að verða komnar upp að Snorrabraut á leiðinni tilbaka þá hittum við Rakel og Keld!!  Eins gott að við vissum að þau væru á landinu, annars hefði ég dottið um koll!!  Frábært að hitta Rakel, ég vona bara að hún nái að koma í heimsókn...en nú er jólaboðaörtröðin að ganga í garð á öllum vígstöðvum...svo það kemur í ljós.  Annars hitti ég hana í febrúar/mars.

Já, þetta var Þorláksmessa hjá okkur. 


Bökunardagur með meiru

Í dag hef ég eytt dágóðum tíma í eldhúsinu, bakaði "afakex" fyrir familíuna og fékk góða hjálp frá börnunum mínum við það.  Þau stóðu sig ekki síður vel í að borða það þegar það kom úr ofninum.  Jóhannes reyndar borðaði líka duglega af deiginu, þótti það hið mesta hnossæti. 
Ég bakaði fleira, t.d.  Kókos smákökur, uppskrift frá Sollu.  Verð bara að láta uppskriftina fylgja, þær eru rosa góðar.  Þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið þessa kókosolíu í neinni búð hér að Skaganum og notaði þess vegna venjulega matarolíu.  En hér kemur uppskriftin:

Kókos smákökur
50 g kókosolía, kaldpressuð (látið standa á borði yfir nótt svo hún sé mjúk)
125 g agave sýróp
150 g kókosmjöl
25 g kókosflögur
75 g gróft spelt
20 g hreint kakóduft
setjið kókosolíu & agave í hrærivél & hrærið í smástund. Bætið restinni af uppskriftinni útí & blandið vel saman. Hitið ofninn í 190C & setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Setjið deigið með teskeið á ofnplötuna & bakið í 10 mín.

Svo til að það verði nú örugglega jól hjá elsku manninum mínum þá bakaði ég "brúna", sem á að koma "hvítt" á.  Svokölluð "brún með hvítu" eða "brúnterta með frosting" eins og hún hefði verið kölluð í minni sveit.  

Ég á bara eftir að kaupa eina jólagjöf, og svo eitthvað fatakyns á Jóhannes...vesti eða eitthvað.  Veit ekki hvað ég á að kaupa.  En vonandi finn ég eitthvað á morgun (og vonandi gengur þetta ofsaveður yfir svo við komumst í höfuðborgina annað kvöld...).

Annars er lítið að frétta, ég er frekar þreytt eftir langan dag í búðarápi og eldhúsinu, en al-sæl með að hafa náð að gera eins mikið og raun ber vitni.

Ég er reyndar líka búin að setja saman jólatréð, sem ég fór og verslaði í dag.  Stundum er gott að vera slóði og með allt á síðustu stundu (eða þar um bil) því jólatréð var á 50% afslætti!  Ekki slæmt.  Við semsagt ákváðum að skella okkur á gervitré í ár.  Verð að játa að það getur ekki talist skemmtilegt að setja það saman...en það reddaðist með góðri hjálp frá elsta og yngsta afkvæminu.

Þegar ég fór í Krónuna í dag sá ég konu þar sem ég hef ekki séð lengi.  Ég var aðeins augnablik að hugsa hvort ég ætti að gefa mig til kynna og áður en ég gat tekið ákvörðun þá braust út úr mér, hátt og skýrt; "Fía?!"  Jú, þarna var komin Fía frænka og Baddi, maðurinn hennar.  Ég man ekki eftir að hafa séð Badda áður.  Ég var eiginlega búin að steingleyma að þau byggju hér á Skaganum, og þótti mjög gaman að rekast á þau.  Fía var að sjálfsögðu búin að frétta af okkur hér.  Hún bað mig endilega að kíkja á þau við tækifæri, sem ég ætla að gera.  Mér hefur alltaf þótt voða vænt um Fíu. 

Jæja, ég læt þetta duga í dag og við ykkur öll vel að lifa.   


Afmælisbarn dagsins...

...er gömul vinkona mín, Sirrý.  Elsku Sirrý, ef þú villist hér inn þá færðu hér stóra kveðju frá mér.

Afmælisbarn dagsins

Er Berglind.  Berglind er 11 ára skvísa.  Elsku Berlind, til hamingu með afmælið.  Takk fyrir að við máttum koma. 

100_4488


Blessuð blíðan

Eins og sönnum íslendingi sæmir þá verð ég að tjá mig um veðrið...aftur!!!  Það er geðveikt rok, ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum!!  En Kjalarnesið hefur þó verið vel fært, þar sem það hefur ekki verið "vitlaus" átt!!  Og svo framarlega sem ekki verður mannskaðaveður á laugardaginn þá förum við mæðgur á Laugarveginn og upplifum ekta íslenska Þorláksmessustemmingu.  Tengdó ætlar að koma með, sem er bara æði.  

Ég hringdi aftur í Sigrúnu frænku áðan.  Frábært að heyra í henni aftur...eftir alltof mörg ár.  Svo nú get ég leiðrétt mig og sagt að Agla, dóttir hennar, er sko 1½ árs, ekki á fyrsta ári...en svona líður tíminn hratt, ég bara var viss um að hún væri enn kríli!!!  Við frænkurnar ákváðum að hittast fljótlega, eða eins og t.d. í febrúar þegar ég er búin í prófinu.  Nú fer ég að fresta lífinu fram yfir próf...

Mjög gaman í vinnunni í dag...ef það kemur á óvart.  Hóf undirbúning fyrir prófið.  "Hjúkrunargreiningar", svona fyrir þá sem það skilja.  Gaman að því.  

Við mæðgur fórum á fund í kvöld.  Skotta var ánægð með sinn fund og ég var himinlifandi með minn.  Fyllir mig af orku og gleði.  Lífið er ljúft.  Langar að deila með ykkur spakmæli dagsins; "Að gefa öðrum góð ráð er það sama og blanda mér í annara manna mál.  Að gefa sjálfri mér góð ráð er það sama og að þroska sjálfa mig"

Á morgun ætlum ég og börnin að baka.  Við ætlum að baka "afakex", sem er uppáhald Einars.  Fullar af sykri.  Svo ætlum við að baka einhverjar smákökur handa mér líka = sykurlaust.  Eitthvað frá Sollu.  Ammara-nammara.  Svo skellum við örugglega í þessa brúnu sem á að vera á aðfangadagskvöld (þessi brúna með frostingnum...það eru ekki jól hjá Einari annars) og í frystirinn.  Nenni ekki að baka á laugardaginn líka.  Svo þetta verður allsherjar bökunardagur á morgun.  

Svo á ég eftir að kaupa 3 gjafir...klára það fljótlega... 


Sigrún Erla

Sigrún Erla frænka mín er afmælisbarn dagsins.  Sigrún er 35 ára í dag og sendi ég henni mínar allra bestu kveðjur í tilefni dagsins.  Var að reyna að hringja í skvísuna, en hún svaraði ekki.  Prófa aftur á eftir.  Mjög langt síðan við höfum sést eða heyrst, en því er hægt að breyta með einu símtali Smile
Hér er eina myndin sem ég gat fundið af henni í tölvutæku formi, og hér með litlu dóttir sína...sem er á 1. ári.

sigrún erla

Allt gott að frétta.  15° hiti, rigning og rok.  Ekki alveg "jólaveður"...ef til er eitthvað sérstakt jólaveður.  Spáin ekki mjög glæsileg fyrir mín plön...ég og dóttir mín ætluðum að rölta Laugarveginn á Þorláksmessukvöld...í 1. sinn í 8 ár...en ef það verður rigning og rok eins og spáð er...þá veit ég ekki hvort við nennum...sjáum til.

Þarf að rjúka og sækja Einar, og hina strákana líka. 


Dóttir mín, gelgjan

olof osk

Já, það er 11 ára gelgja á heimilinu.  Oftast yndislegt, en það kemur líka fyrir að það reynir mjög svo á æðruleysi mitt...  Eins og t.d. þegar hún svarar mér ekki heldur yppir öxlum og fýlan lekur af henni, ef ég er heppin þá kreystir hún upp; "ég veit´kki!".  Þegar hún gerir það þá vitum við báðar að hún veit vel en vill ekki segja mér það, því hún er ósammála mér.  Ég hef margoft rætt við hana um þetta með að hún þarf ekki að vera sammála mér...og hún segist alveg vita það og hún þori sko alveg að vera á móti (sem hún sannarlega sýnir líka á stundum...).  

Svo áðan þegar við vorum að borða kvöldmat og ég mismælti mig, sagði "Julefadango" í staðinn fyrir "Absolons hemmelighed" (sem er bæði jóladagatal á DR) þá gall í minni; "Mamma, þú ert svo steikt!"!¨!!!  Ég gat ekki annað er skellt upp úr, fannst þetta frekar fyndið.  Greinilegt að íslensk gelgjuorð vinna æ meiri sess í orðaforðanum!!  Svo nú getur hún með stæl verið gelgja á bæði dönsku og íslensku Shocking

Á ég að hrella ykkur meira á sögum úr vinnunni?  Held ekki...

Mig langar að koma að afmælisbarni dagsins.  Því miður á ég ekki mynd af honum í tölvutæku formi, en afmælisbarnið er hann HaLLi.  HaLLi er 34 ára í dag.  Ég er búin að óska mömmu hans til hamingju með drenginn (það er sko hún Jónína sem er að passa hann Jóhannes).  

Annars ekkert nýtt.  Jóladressið á prinsessuna komið í hús, þá vantar bara efri hluta á Jóhannes, búin að kaupa buxur á hann.  Svo þetta er allt að koma.   Vantar reyndar efri hluta á mig líka...og örfáar jólagjafir og þá erum við klár...baka bara á föstudag eða laugardag...skyldukökuna, þessa brúnu með hvíta...og svo eitthvað gott handa MÉR!!!  

Jæja, best að hífa Jóhannes upp úr baðinu... 


I´m singing in the rain

Veikindum barnanna er að ljúka.  Jóhannes er hitalaus í dag.  Jón Ingvi var afar þreyttur í gærkvöldi, og hann óskaði þess innilega að hann væri veikur svo hann gæti verið heima í dag.  Grátklökkur bað hann mig að mæla sig, og viti menn, hann var með 37,7.  Viðmiðunarmörkin eru þau að 37,5 að morgni eru hiti, en ekki 37,5 að kvöldi.  En þegar hitinn fer yfir 37,5 að kvöldi þá fer ég nú að líta á það sem hita.  Svo þegar ég sagði honum að hann væri með smá hita þá heyrðist í honum; "YESS!!!". 
Svo þeir bræður voru heima hjá pabba sínum í dag.  Og hafa báðir verið hitalausir í dag, svo það er engin miskunn hjá Magnúsi á morgun, enda jólafríið á næstu grösum og þá hægt að slappa af.
Jóhannes svaf reyndar til 9.30 í morgun, greinilega að ná upp kröftum eftir hitahelgi.

Ég fór í vinnuna, og það var jafn gaman og áður.  Fólk er duglegt við að segja mér hvað sé best að gera að námi loknu.  Það eru skiptar skoðanir um hvort best sé að byrja á deild með líkamlegum kvillum (sómatískri deild) eða á geðdeild.  Margir virðast á því að best sé að ná í reynslu á sómatískri deild, komast almennilega upp á lag með að leggja nál og svoleiðis.  Svo sé hægt að snúa sér að geðinu.  En ég er ekki svo viss.  Ræddi einmitt við eina sem byrjaði á geðinu eftir útskrift og hún kom með góðan punkt.  Hún sagðist vera á því að hún væri miklu betri hjúkrunarfræðingur þar sem hún byrjaði á geðinu og hefur þurft að setja sig inn í hin ýmsu geðrænu vandamál, þurft að læra að spyrja óþægilegra spurninga og að geta verið til staðar og leyft fólki t.d. að gráta.  Og að læra að láta fólk sjálft koma með lausnirnar í staðinn fyrir að koma með tilbúna lausn.  Hún mundi eftir atviki þar sem hún var nemi og það kom inn sjúklingur, sem líka var skizofren.  Allir forðuðust konuna, gengu í boga í kringum hana.  Hún sagði að hún sjálf hefði líklega gert það sama.  Hún sagðist hafa lært að leggja nál þegar hún var nemi en ef hún færi á sómatíska deild þá þyrfti hún að læra það upp á nýtt.  Og þannig virkar þetta, og það er yfirleitt þannig að þegar maður ræður sig í vinnu á nýrri deild með nýju "speciale" þá fær maður aðlögunartíma.  Svo ég ætla að hætta að spá svona mikið í þetta og bara gera það sem mig langar mest....hvað sem það verður í vor Wink
Mér fannst gott að heyra hennar skoðun, þar sem það eru skiptar skoðanir á þessu og fólk liggur ekkert á þeim við mig.  Ég veit að allir vilja mér það besta og eru þessvegna að benda mér á.

Annars lítið að frétta.  Ætla að skella mér út í rigninguna og rokið og fara í jólafataleiðangur með Ólöfu Ósk og Jóhannes...og kaupa perlur fyrir Jón Ingva listamann.  Ef hann hefur blöð og liti, perlur og perluspjald þá er hann sæll.  Rosalega kreatívur og mjög mikill listamaður, þessi elska.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband