Leita í fréttum mbl.is

I´m singing in the rain

Veikindum barnanna er að ljúka.  Jóhannes er hitalaus í dag.  Jón Ingvi var afar þreyttur í gærkvöldi, og hann óskaði þess innilega að hann væri veikur svo hann gæti verið heima í dag.  Grátklökkur bað hann mig að mæla sig, og viti menn, hann var með 37,7.  Viðmiðunarmörkin eru þau að 37,5 að morgni eru hiti, en ekki 37,5 að kvöldi.  En þegar hitinn fer yfir 37,5 að kvöldi þá fer ég nú að líta á það sem hita.  Svo þegar ég sagði honum að hann væri með smá hita þá heyrðist í honum; "YESS!!!". 
Svo þeir bræður voru heima hjá pabba sínum í dag.  Og hafa báðir verið hitalausir í dag, svo það er engin miskunn hjá Magnúsi á morgun, enda jólafríið á næstu grösum og þá hægt að slappa af.
Jóhannes svaf reyndar til 9.30 í morgun, greinilega að ná upp kröftum eftir hitahelgi.

Ég fór í vinnuna, og það var jafn gaman og áður.  Fólk er duglegt við að segja mér hvað sé best að gera að námi loknu.  Það eru skiptar skoðanir um hvort best sé að byrja á deild með líkamlegum kvillum (sómatískri deild) eða á geðdeild.  Margir virðast á því að best sé að ná í reynslu á sómatískri deild, komast almennilega upp á lag með að leggja nál og svoleiðis.  Svo sé hægt að snúa sér að geðinu.  En ég er ekki svo viss.  Ræddi einmitt við eina sem byrjaði á geðinu eftir útskrift og hún kom með góðan punkt.  Hún sagðist vera á því að hún væri miklu betri hjúkrunarfræðingur þar sem hún byrjaði á geðinu og hefur þurft að setja sig inn í hin ýmsu geðrænu vandamál, þurft að læra að spyrja óþægilegra spurninga og að geta verið til staðar og leyft fólki t.d. að gráta.  Og að læra að láta fólk sjálft koma með lausnirnar í staðinn fyrir að koma með tilbúna lausn.  Hún mundi eftir atviki þar sem hún var nemi og það kom inn sjúklingur, sem líka var skizofren.  Allir forðuðust konuna, gengu í boga í kringum hana.  Hún sagði að hún sjálf hefði líklega gert það sama.  Hún sagðist hafa lært að leggja nál þegar hún var nemi en ef hún færi á sómatíska deild þá þyrfti hún að læra það upp á nýtt.  Og þannig virkar þetta, og það er yfirleitt þannig að þegar maður ræður sig í vinnu á nýrri deild með nýju "speciale" þá fær maður aðlögunartíma.  Svo ég ætla að hætta að spá svona mikið í þetta og bara gera það sem mig langar mest....hvað sem það verður í vor Wink
Mér fannst gott að heyra hennar skoðun, þar sem það eru skiptar skoðanir á þessu og fólk liggur ekkert á þeim við mig.  Ég veit að allir vilja mér það besta og eru þessvegna að benda mér á.

Annars lítið að frétta.  Ætla að skella mér út í rigninguna og rokið og fara í jólafataleiðangur með Ólöfu Ósk og Jóhannes...og kaupa perlur fyrir Jón Ingva listamann.  Ef hann hefur blöð og liti, perlur og perluspjald þá er hann sæll.  Rosalega kreatívur og mjög mikill listamaður, þessi elska.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt.  Þetta er eintóm sæla.

ég sjálf (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband