Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Sveitasæla

Ég bara varð að stela mynd af blogginu hjá Ragnhildi frænku minni og deila með ykkur. 

sveitamynd

Ég veit ekki avleg hvenær þessi mynd er tekin, finnst sumarið 1979 líklegt, amk fékk ég gleraugu vorið 1980 svo þetta er fyrir þann tíma.  Yndisleg mynd, finnst mér.  Hundurinn er Spori, yndislegasti hundur sem lifað hefur.  Við fengum hann á jólunum 1977.  Með mér á myndinni eru Jón Þór, minn kæri stjúpi, Ragnhildur frænka, Lilja systir og Alli frændi (bróðir Ragnhildar). 
Myndin vekur vissulega upp gamlar, góðar minningar  InLove


Dugleg

Verð að segja að ég er búin að vera dugleg að lesa í dag.  Byrjaði reyndar morguninn á því að fara á föndurdag í leikskólanum.  Yndislegt að eiga þarna tíma með Jóhannesi.  Hann er svo skemmtilegur, þessi elska.  Bjuggum til ýmislegt skemmtileg.  

Svo fór ég heim að lesa um "jeg-styrkende sygepleje".  Í sambandi við geðklofa sjúklinga með geðrofseinkenni... (skizofreni og psykose...).  Alveg ágætlega skemmtilegt efni.  Ég var svo ótrúlega viljug og jákvæð að þetta var sem sagt bara mjög gaman.

Við mægður ætluðum á fund í bænum...en það var óveður á Kjalarnesinu svo við hættum við.  Mér er alveg sama þótt Anders kalli mig "tøsedreng"!!! Þegar það er komið yfir 32 m/s í kviðunum þá langar mig ekkert rosamikið að keyra...og ég tala nú ekki um 35m/s og yfir...!!!

Fengum okkur kjúkling í matinn, höfum ekki borðað kjúkling síðan við komum heim frá Danmörku...frekar dýr matur hér!!!  En ómægod, kjúklingur er GÓÐUR!!!  

Jæja, ætla að "putte drengene" Wink 

ég og einar

ein sæt af okkur hjónakornunum Kissing


Afmælisbarn dagsins

Hin stórskemmtilega og yndislega vinkona mín, hún Áslaug, á afmæli í dag.  Elsku Áslaug, ef þú lest þetta; Innilegar hamingjuóskir til þín í tilefni dagsins.  Það var stórkostlega frábært að hitta þig um daginn, sé þig vonandi sem fyrst.  Knús...

slauga


Endurtekningar

Mér finnst ég alltaf vera að endurtaka mig og segja; "Ég er svo þreytt".  En svona er það bara.  Ég er þreytt, þreytt, þreytt.  Það eru ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum þessa dagana.  Vantar amk 5 tíma í sólarhringinn svo ég geti bæði verið með börnum og manni, lesið og sofið nóg.  Vonandi vakna ég upp einn daginn og er óþreytt og hef nægan tíma...

Ekkert nýtt.  Náði að tala um það sem gerðist í vinnunni í gær.  Það var gott að setja orð á það, og fá að vita að mín viðbrögð voru eðlileg.  Að það sé eðlilegt að það komi viðbrögð þegar maður upplifi eitthvað svona, sérstaklega í fyrsta sinn.  Svo það var ljómandi alveg.  

Annars erum við farin að hlakka til jólafrísins.  Heil vika sem við erum barasta heima öll!!!  Eða þar um kring.  Ég náttúrlega verð að lesa eitthvað um jólin...en það er líka allt í lagi.  Það er orðið svo fínt í skúrnun Wink kannski ég taki með mér kerti og geri svolítið jólahuggó þarna úti.  

Jæja, best að kíkja í skræðurnar... 


Blóðsykurfall

Fór í mega blóðsykurfall um leið og ég datt inn úr dyrunum heima.  Í orðsins fyllstu merkingu hneig ég niður á pall í eldhúsinu og gat þaðan teygt mig í banana, trópí og vínber.  Það lagaðist hægt, svo kom Einar og sagði mér að fá mér ost.  (Það gerðu sko Dave og Polly, og þau eru best!!)  Ég gerði það og skreið svo inn í sófa og lá þar og dormaði þar til elskulegi maðurinn minn sagði mér að kvöldmaturinn væri tilbúinn. 
Þetta var ótrúlega skrítið og ég var mjög lengi að jafna mig.  Lagðist inn í rúm með strákunum og horfði á barnatímann og hafði varla orku í að lesa fyrir þá.  Lét mig samt hafa það.  Ég er, held ég, að skríða saman núna.

Annars lítið að frétta.  Upplifði svolítið "voldsomt" í vinnunni í dag.  Var hálf skrítin eftir það, kannski það sem gerði að ég fór í þetta mega blóðsykurfall.  Eyddi kannski mikilli orku í þetta "ástand".  Hver veit.  

Það er brjálað að gera í félagslífinu hjá Ólöfu Ósk.  Leikhúsferð með skólanum til Reykjavíkur á föstudaginn og svo sunddeildargleði á sunnudaginn.  Brjálað stuð.  

Annars ekkert að frétta.  Er að bíða eftir að Einar komi heim af fundi og að klukkan verði 22.55 svo ég geti lagst inn og glápt á "Ørnen".  Held þetta sé síðasti þáttur

Friendster images

Spakmæli dagsins: Hellere dø på sine fødder end leve på sine knæ.


helló

Örstutt kveðja héðan.  Brjálað að gera, as usual.  Er búin að sitja og vinna dagbókarverkefni til að senda út.  Skrifa um lifrarbólgu B.  Athyglisvert, finnst ykkur ekki??!!!

Gurrí kom í mat í kvöld.  Huggulegt hjá okkur.  Hún er svo sæt við okkur, ætlar að passa börnin á sunnudaginn í nokkra tíma.  Gott að eiga góða granna.  

Verð að deila með ykkur uppskrift að kvöldmatnum okkar.  Sjúklega gott, uppskrift frá Guðrúnu vinkonu minni.

1 poki dorítos osta nachos
kjúklingur (ég hef keypt tilbúna kjúklingastrimla)
skinka
paprika
spínat
mexikóostur  
1 krukka salsa sósa
rifinn ost
svo má bæta við alls konar grænmeti og því sem til er í ísskápnum

ég lagskipti þessu set fyrst nachos síðan kjúkling,ost, salsa, grænmeti
aftur nachos svo restina og ostinn yfir.

Mér finnst þetta geðveikt gott með góðu hrásalati.  Örugglega líka gott með kóki ef maður drekkur svoleiðis óþverra!!!  Sjálf myndi ég velja týpískt danskvatn (sódavatn fyrir þá sem ekki skilja dönsku!!!).  En þar sem ég gleymdi að kaupa bæði kók og danskvatn þá drukkum við snilldarlega gott íslenskt gvendarbrunnarvatn!!!

Eitt spakmæli í tilefni dagsins: "Gróft sagt, þá lærir þú ekki mikið, meðan munnurinn á þér hreyfir sig" nema þú sért að læra nýtt tungumál. Þess vegna; Hlustaðu svolítið meira!!!


MEMO FROM GOD

To: YOU

Date: TODAY

From: GOD - The Boss!

Subject: YOURSELF

Reference: LIFE

This is God.
Today I will be handling All of your problems for you. I do Not need your help. So, have a nice day.

I love you.

GOD

P.S.
And, remember...
If life happens to deliver a situation to you that you can not handle, do Not attempt to resolve it yourself !! Kindly put it in the SFGTD (something for God to do) box. I will get to it in MY TIME. All situations will be resolved, but in My time, not yours.

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en elskulegur mágur minn, hann Eysteinn Þór. 
Elsku Eysteinn, til hamingju með daginn.  Vona að Lilja sé búin að dekra við þig í allan dag, og haldi því áfram fram á kvöld Wink

eysteinn


Búin!!!

Jebbs, ég er búin að taka til í skúrnum og búa til pláss fyrir mig og mínar skræður Grin Jóhannes var afar duglegur að hjálpa, eins og hans er von og vísa.  Jón Ingvi er ekki eins iðinn við svona vinnu, kemur með en lætur sig svo fljótlega hverfa.  Það er líka allt í lagi með það.  En við Jóhannes náðum að ryðja dótinu til hliðar og raða eftir bestu getu og hentum bara smá...þorðum ekki að henda of miklu þar sem skúrinn er fullur af leikföngum stærsta stráksins okkar Wink

...snemma á sunnudagsmorgni...

Elsku maðurinn minn tók daginn SNEMMA.  Fór á fætur kl 5.00 og var mættur í vinnu kl 6.00 tveimur tímum fyrr en venjulega, en á laugardagskvöldum og aðfaranótt sunnudags er stopp í vinnunni og einhver mætir þess vegna snemma á sunnudagsmorgni til að kveikja á græjunum.  Hann tók það að sér í dag.  Hetja.  Já, hann er hetja í mínum huga.  

Ég vaknaði líka snemma...eða kl 7.30 þegar drengirnir mínir komu og báðu mig að kveikja á barnatímanaum.  Sem ég og gerði og lagðist svo aftur upp í rúm og dormaði til rúmlega 8.  Þá ákvað ég að dröslast á fætur enda lúin í skrokknum eftir að hafa legið í bælinu frá því rúmlega 22  í gærkvöldi.

Customize your blog

Við fengum góða gesti í heimsókn í gær.  Jónas og Ingvar mættu í lambahrygg.  Það var yndislegt að hitta þá.  Góðir vinir úr Danmörkinni.  Við sátum og spjölluðum um heimsins gögn og nauðsynjar, sameiginleg áhugamál og sameiginleg "vandamál" (if you know what I mean...).  Alger snilld.  

Jónas tók lagið og að ósk barnanna tók hann að sjálfsögðu "Rangur maður" og spilaði undir á gítarinn hans Jóns Ingva.  Mikil gleði.  Strákar mínir, ef þið lesið þetta; Ástarþakkir fyrir komuna og ég hlakka til að sjá ykkur sem fyrst aftur.

Ég má ekki gleyma að segja ykkur að Ingvar hélt að ég væri 31!!!  Þó ég fái yfirleitt alltaf að heyra þetta, að fólk haldi að ég sé yngri en ég er, þá er alltaf jafn gaman að þessu samt.  Ekki af því að mér finnist eitthvað að því að vera 36, alls ekki.  Ég er mjög ánægð með það.  En ég er samt ánægð með að eldast svona vel, ef þið skiljið mig Joyful

 

Við fengum fleiri gesti, því elsku besta tengdamútta kom ásamt ömmu Siggu (sem er semsagt tengdaamman mín) og þær komu færandi hendi.  Voru uppi í sveit að baka flatkökur.  Svo það er sko veisla hér í dag.  Nammi namm. 

 

Svo held ég að ég skelli mér í skúrinn á eftir... 


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband