Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Enn ein uppskriftin...

...sem mig langar til að deila með ykkur.  Á okkar heimili heitir hún "Brúðkaupssúpan" þar sem hún var forréttur í bryllúppinu okkar 15. maí 2004.  Við höfum líka kallað hana "Fiskisúpu án fisks" þar sem það er fiskur í upphaflegu uppskriftinni en við notum ekki fisk í hana.  En sama hvaða nafni hún gegnir þá er hún hreinasta snilld.  

Herr mit Suppe

1 krukka Hunts spachettisósa m/garlic (ekki þessi með osti líka..)
1 krukka vatn
1/2 bolli saxaður laukur
1/2 bolli sellerí í sneiðum
1/2 bolli gróf rifnar gulrætur
1/2 bolli söxuð paprika
1 kjúklingateningur
1 peli rjómi
1 matskeið púðursykur
200 g rjómaostur

 

spaghettisósa, vatn, púðursykur,kjúklingateningur sett í pott
laukur,sellerí,gulrætur,paprika kraumað á pönnu og bætt svo útí
rjómaostur bræddur útí,  rjómi settur í síðast.

Boller paa farsdag_01

Svo baka ég alltaf bollur með.  Misjafnt hvaða bollur, en þessar hérna elska börnin okkar.  Uppskriftin gengur undir nafninu "Bamses sødeste juleboller". 

50 gr. ger (pressu) eða 11 gr. þurrger (1 pk)
8 msk. volgt vatn
4 dl. mjólk
8 tsk.  hunang
2 tsk. gróft salt
ca. 4 msk. olía
800 gr. hveiti

Leysið ger og hunang upp í volga vatninu.  Setjið helminginn af hveitinu og allt hitt út í og hnoðið.  Setjið svo smám saman restina af hveitinu út í. 
(Ef ég er með þurrger þá set ég öll þurrefnin saman, þar sem talinn gerinn, velgi mjólk og vatn, leysi hunangið upp í vökvanum, set olíu saman við og helli þessu yfir þurrefnin og geri rest eins.)

Deigið á svo að hefast á volgum stað í 20 mín.

Síðan eru gerðar bollur, settar á plötu og látnar hefast í 1 klst.
Það má gjarnan setja rakt viskustykki yfir.

Að lokum má pensla bollurnar með mjólk eða eggi.
Bollurnar bakast í miðjum ofni í ca. 10-12 mínútur (þar til þær eru fallega gylltar) við 225°C.

Þetta var sem sagt kvöldmaturinn hjá okkur og vakti mikla lukku, eins og alltaf áður.  Bollurnar hjá börnunum og bæði súpan og bollurnar hjá okkur "gömlu"!!!


Ótti minn

bíll í ölfusáÉg skal fúslega viðurkenna að mér er meinilla við Ölfusá, finnst hreinlega erfitt að keyra yfir brúna, straumurinn og ólgan í ánni gera mig eiginlega skelfingulostna. 

Ég minntist einmitt á það við elskulegan eiginmann minn síðast þegar við áttum leið yfir ánna að ég hljóti að hafa drukknað í fyrra lífi...og þá mjög líklega í einhverri vatnsmikilli á.  Mér er líka meinilla við að keyra yfir brýr á jökulsám, t.d. þessari á Jökuldalnum fyrir austan...ojojoj...hef reyndar ekki gert það í mörg ár...og þá ekki sökum ótta heldur vegna þess hve lengi ég bjó í útlöndum og hef ekki keyrt austur öll þau ár.

En ég á sjálfsagt eftir margar ferðir yfir Ölfusá um ókomna framtíð þar sem bæði elsku litla sys. og eins ein kær vinkona hafa tekið sér bólfestu á Selfossi...svo aftur og aftur verð ég að stíga inn í þennan ótta minn...og hver veit, kannski sigra ég hann að lokum.  

En ég neita að keyra þennan Árveg!!! 

 


mbl.is Bíllinn enn í Ölfusá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarnið

Þá er það afmælisbarn dagsins.  Ég bý ekki svo vel að eiga mynd í tölvutækuformi.  En sá sem á afmæli í dag heitir Eyþór.  Eyþór er hvorki meira né minna er FERTUGUR í dag!!!  

Fyrir þá sem ekki vita hver afmælisbarnið er, get ég sagt þetta; Ég kynntist Eyþóri þegar ég var 15 ára saklaus sveitastúlka...þá var hann FULLORÐINN í mínum huga, 19 ára töffari!!!  Við fórum fljótlega að vera saman og vorum hluti af lífi hvors annars næstu 3 árin.  Mismikil...eða öllu heldur...mislítil hamingja þessi 3 ár.  

Þegar ég var sem sagt 18 ára fórum við í sitt hvora áttina, hefðum átt að gera það strax fyrsta árið.  Okkar samband hefði sennilega aldrei átt að vera meira en smá sumarást...en það fór sem fór.  Við vorum ekki góð við hvort annað, eða góð fyrir hvort annað.  

Í mörg ár notaði ég mikla orku í að hugsa neikvætt til Eyþórs, eiginlega hataði hann bara.  En fyrir bráðum 3 árum gafst mér tækifæri til að gera upp okkar mál, og að bæta fyrir brot mín.  Því ég átti sannarlega minn þátt í okkar neikvæðu samskipum, þótt ég hafi ekki alltaf getað séð það...!!  Síðan þá hef ég getað hugsað með kærleika til Eyþórs með þá vissu að hann gerði sitt besta, alveg eins og ég gerði mitt besta.  Við kunnum bara ekki betur á þeim tíma.  

Mér þykir vænt um Eyþór vegna þess að hann er hluti af minni fortíð, og þar sem hluti af því sem gerir mig að þeirri konu sem ég er í dag.

birthdaycake1Hvar sem Eyþór er niðurkominn í dag sendi ég honum mínar allra bestu hamingjuóskir og vona að sólin skíni í hjarta hans. 


Sjúklega góð kaka...

...sem ég bara VERÐ að deila með ykkur:

Botninn:

1 1/2 bolli lífrænt kókosmjöl

1 1/2 bolli Pekan hnetur

1/2 tsk. sjávarsalt

1/2 bolli döðlur, saxaðar

Dash cayenne pipar

 

Fyllingin:

2 avócadó

3/4 bolli agave sýróp eða hrátt hunang eða 1 bolli döðlur

1/4 bolli lime safi

 

Skraut og meðlæti:

Kíví, ferskir ávextir, ber eða hvað eina sem hugurinn girnist.

 

Botninn:

Allt sett í matvinnsluvélina og látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í kókósmjölið og hneturnar og allt klístrast saman (nota smá vatn ef of þurrt). Setjið deigið í kökuform, (26 ca í þvermál) og þjappið botninum niður. Gott að setja botninn inní frysti á meðan þið búið til fyllinguna.

Fylling:

Setjið allt í matvinnsluvélina nema skraut og meðlæti:) og blandið þar til silkimjúkt. Hellið fyllingunni ofaná botninn og setjið inn í kæli í 2-3 klst. eðaí frysti í 1 klst. Skreytið svo kökuna að vild.

Gott að hafa rjóma með.

Fengum þessa köku í síðusta paragrúppu og hún er bara snilllllllld.  


Handbolti

handboltiþessi mynd er víst frá leiknum áðan.  Ég skal fúslega og með gleði viðurkenna að ég hef engan áhuga á handbolta (frekar en öðrum íþróttum...) og veit ekki hvað þessi ósigur íslendinga þýðir fyrir þá. Eru þeir dottnir úr leik?  

Dóttir mín hins vegar sat yfir leiknum og ég heyrði hana klappa og einhver önnur skringileg hljóð bárust líka...svona hljóð sem heyrast í fólki sem dettur inn í sjónvarpið og tekur fullan þátt í því sem er að gerast á vellinum.  Ég veit ekki alveg í hverju spennan hjá henni var samt fólgin þar sem hún hélt með báðum liðunum...!!!

Svo hennar lið sigraði, er óhætt að segja, og hefði líka verið hægt að segja það þótt "við" hefðum sigrað.  Gaman að þessu.


og meira...

You Are 12% Girly
Um... you're a guy, right? If not, you're the most boyish girl in the world. And for you, that's probably the ultimate compliment.
 
Fyrir þá sem þekkja mig ættu þetta ekki að vera neinar nýjar fréttir.  Sérstaklega þegar litið er á spurningarnar sem þarf að svara...það eina sem ég gat svarað játandi var: "litarðu hárið?" og það geri ég nánast eingöngu til að fela gráu hárin...en ég lita mig samt ekki nógu oft til að þau felist...  Hin spurningin hafði eitthvað með þyngd að gera...og þeir sem þekkja mig vita líka að hvað sem vigtin segir þá skiptir það ekki máli, mér finnst ég of eitthvað... 

Just for the fun of it...!!

You Belong in Rome
You're a big city girl with a small town heart Which is why you're attracted to the romance of Rome Strolling down picture perfect streets, cappuccino in hand And gorgeous Italian men - could life get any better?

Fiðrildi

fiðrildiJóhannes fékk að taka vin sinn með heim úr leikskólanum í dag.  Þeir eru ótrúlega líkir, kannski einmitt þess vegna sem þeir smella svona vel saman. Hér er grátur og gnístan tanna á kvöldin, því Jóhannes VILL FÁ Bergþór Loga!!!  Heima hjá B.L. þarf mamma hans bara að segja eitt orð, "Jóhannes", ef sá stutti vill ekki í leikskólann og þá er hann hlaupinn af stað.  Yndislegt að fylgjast með þeim.  

Þeir eru svona litlar skopparakringlur, alger fiðrildi, flögra um...eða skoppa um.  Þeir labba ekki, kunna það líklegast ekki, því þeir hlaupa alltaf við fót, báðir.  Svo brosa þeir nánast stanslaust.  

Algerir ormar. 

Svo skemmtilega vill til að föðurbróðir B.L. býr á Norðfirði og er giftur Köllu, æskuvinkonu minni.  Svona er Ísland nú lítið. 


Þyrnirós hér...

þyrnirós...jamm, var að vakna!!  Þið minnist þess kannski að ég talaði um það í síðustu viku að ég ætlaði að LESA í þessari viku...!!  Það hefur sem sagt ekki orðið neitt úr því, og einfaldlega vegna þess að það er ekki komið lesplan frá kennaranum ennþá, og ég nenni ómögulega að lesa alla bókina ef ég þarf þess ekki!!  

Svo ég gerði eins og maðurinn minn sagði mér að gera; Ég fór að sofa aftur í morgun (hann segir að ég eigi það skilið að slappa ærlega af!!!) og var sem sagt að skríða fram.  Lét vekjaraklukkuna hringja kl 12.00...en var að dreyma svo skemmtilega að ég stillti hana á 12.30 og hélt áfram að dreyma...þó ekki sama draum en samt skemmtilegan draum!!!  Svo lét ég símann blunda til 12.40 og þá drattaðist ég lok framúr, enda alveg að pissa á mig!!!  Ég opnaði líka gluggann á herberginu þarna kl 12.00 til að auka líkur á því að ég gæti yfirhöfuð einhverntímann vaknað!!!  

kavliNúna er ég að japla á grófu og góðu hrökkbrauði og drekka dýrindis kaffi með....

Er að spá í að skella mér í bankann og ná í pappírana (sem ég talaði um í gær...minnir mig), svo næsta skref í átt að húsbyggingu geti hafist.

Ég er sko búin að ná að gera ýmislegt þó ég sé ný vöknuð, var t.d. að panta endurvinnslutunnuna, svo við getum létt og leikandi flokkað ruslið okkar og farið vel með landið okkar!!  Ekki leiðinlegt. endurvinnslutunnan 

 

 

 

 

 

 

 

  

En núna ætla ég að skjótast í útréttingar...svo Jón Ingvi geti slappað af hérna heima þegar hann kemur eftir klukkutíma eða svo...


Hvað er kærleikur?


Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast

Kærleikur, er að bera umhyggju fyrir öllu sem lifir

Kærleikur er að biðja fyrir öllum, góðum og slæmum

Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra

Kærleikur er að dæma ekki

Kærleikur er ljósið sem býr í hjarta þínu......


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband