Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
25.1.2012 | 13:09
Mígreni
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég sé með mígreni. Ég fékk slæm höfuðverkjaköst fyrst þegar ég gekk með Ólöfu Ósk. Svo slæm að þau komu nánast daglega sumarið 1995 en ég var bara lánsöm að búa ein og vera ófrísk að fyrsta barni, því ég gat þá bara lagst fyrir eftir vinnu og reynt að jafna mig.
Eftir meðgönguna hurfu köstin. En bar á þeim síðar, eða í þessi 2-3 skipti sem ég bragðaði rauðvín - hætti þeirri vitleysu fljótt út af slæmum höfuðverkjum sem fylgdu í kjölfarið.
Svo komu þessi köst aftur þegar ég gekk með Jón Ingva en ekki þegar ég gekk með Jóhannes. Núna þegar ég sit og skrifa þetta þá velti ég því fyrir mér hvort líkaminn hafi sjálfur séð um að hafa vit fyrir mér því að þegar ég gekk með Jóhannes þá gat ég ekki með nokkru móti borðað neitt sem hveiti var í. En samkvæmt Vísindavefnum þá getur hveiti haft áhrif á mígreni.
Ástæðan fyrir því að ég fór að "gúggla" mígreni, var að ég fékk svona kast í gær. Stuttu áður en ég átti að fara á kvöldvakt og sá fram á að þurfa að hringja mig inn veika 3 korterum fyrir settan vinnutíma Ekki skemmtilegt. En ég fékk mér panodil og íbúfen og lagðist út af og hausverkurinn hvarf að mestu en eftir sat ógleðin. Svo ég fór í vinnuna, fékk þar primperan sem sló á ógleðina. Gat þannig staðið mína pligt
Ég hafði fengið mér hrökkkex með brauðosti stuttu áður en höfuðverkurinn helltist yfir mig og fékk allt í einu sterkt á tilfinninguna að það væru tengsl. Samkvæmt áðurnefndum link á vísindavefnum þá er einmitt ostur nefndur til sögunnar ásamt hveiti, rauðvíni og fleiru.
Svo hef ég oft hugsað sem svo að þetta væri vart mígreni þar sem mér nægir (oftast) að taka panodil og íbúfen - en samkvæmt þessum sama link þá er það svo hjá mörgum. Þannig að ég held bara að ég geti alveg leyft mér að kalla þetta mígreni.
Ég á eftir að sannreyna þetta með ostinn, en ég get í augnablikinu ekki hugsað mér að fá mér ost...svo þetta verður ekki sannreynt í dag og þá heldur alls ekki korter í kvöldvakt!!!
Jamm - fyrsta bloggfærslan mín í ca 1½ ár og vart um skemmtilegt efni en ég bara varð að koma þessu frá mér! Þetta væri helst til langur "status" á facebook
En til að halda í gamla "hefð" þá langar mig að koma með hamingjukorn dagsins:
Hugurinn er heimur út af fyrir sig, og í sjálfum sér fær hann breytt himnaríki í helvíti og helvíti í himnaríki.
- úr bókinni Þúsund hamingju spor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar