Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 21:33
Syfjuð!
Og þess vegna ætla ég að skríða undir sængina mjúku eigi síðar en strax!!
Góða nótt, krúttin mín nær og fjær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 17:36
Möndlu-marens
Ég bakaði köku til að taka með í vinnuna í gærkvöldi - að sjálfsögðu! Gat ekki verið þekkt fyrir að taka ekkert með síðustu vaktina mína. Tertan sem ég bakaði sló rækilega í gegn og ætla ég að leyfa ykkur að fá aðgang að uppskriftinni hér:
350 g döðlur, fínt-hakkaðar
100 g möndlur, fínt-hakkaðar
70 g 70% súkkulaði, hakkað
130 g kókosmjöl
6 eggjahvítur
salt á hnífoddi
2 tsk vanilluduft
kókosolía til að smyrja formið með.
1. Hakkið möndlur, döðlur og súkkulaði í sitt hvoru lagi (hægt að gera þetta í matvinnsluvél ef vill).
2. Stífþeytið eggjahvíturnar.
3. Setjið vanilluduftið og saltið saman við döðlurnar, möndlurnar, súkkulaðið og kókosmjölið, og blandið þessu varlega saman við stífþeyttar eggjahvíturnar.
4. Hellið í springform (ca 28cm) sem hefur verið smurt með kókosolíunni.
5. Bakið í miðjum ofni v. 160°C ca 20-30 mín. Má ekki vera of lengi í ofninum, þá verður kakan þurr, heldur að taka hana út meðan hún er svolítið mjúk.
6. Kælið áður en kakan er tekin úr forminu.
Ég þeytti svo rjóma og blandaði við hann bláberjum (úr Svínadal) og setti ofan á kökuna.
Kakan var reyndar eiginlega bara betri í dag þegar rjóminn var búinn að fá tækifæri til að bleyta upp í henni...
Ég mæli eindregið með þessari og ekki spurning að ég mun gera hana næst þegar ég á að taka eftirréttinn með í paragrúppu!
--
Annars ekkert nýtt. Bara spennó að byrja í nýju vinnunni á morgun! Ef þeir eru ekki hættir við að vilja mig...segi svona...ég var nefninlega beðin að taka með mér gögn varðandi stúdentspróf...ég sagði þeirri sem hringdi að það gæti reynst erfitt þar sem ég er ekki með stúdentspróf... Hún skildi heldur ekki hversvegna þau vildu þetta...hún sagðist hafa haldið að það væri nóg að ég væri hjúkrunarfræðingur...!!! En það var sem sagt launadeild Landspítalans sem var að biðja um þetta...ég ætla aðheyra meira um þetta á morgun!
Nú held ég að ég verði að spá í kvöldmat...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 00:13
Ég bara má til!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 10:31
Mánudagur
Jæja, þá er síðasta vinnuhelgin á Höfða að baki. Síðasta vaktin mín þar í kvöld og ég ætla að baka eina tertu á eftir. Tilraunastarfsemi í gangi.
Núna eru líka miklar pælingar í gangi hjá okkur varðandi fermingu prinsessunnar á bauninni, sem verður með vorinu. Einhverjum kann að þyka þetta "snemmar" pælingar, en við bjuggum nú í 9 ár í Danmörku...það skýrir kannski eitthvað...
Gestalistinn er kominn hátt í 150 manns og örugglega ekki allir komnir á hann sem þar eiga að vera...!!
En það var alls ekki það sem ég ætlaði að blogga um...man bara ekki hvað ég ætlaði að segja...
Annað en hvað ég á frábæra tengdamömmu...þessi elska hringdi í síðustu viku og sagði; "Heyrðu elskan, á ég ekki að koma um helgina og gera fiskibollur handa ykkur?" Það var auðvitað þegið með þökkum og ég tók út fisk í fyrrakvöld og hún kom í gær og steikti 220 fiskibollur! TAKK, elskan mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2008 | 10:48
Mig langar að segja svo margt...
...en veit samt ekki hvað ég á að segja.
Ég sit hér í eldhús-stofunni (køkken-alrum) sem einhverntímann verður bílskúrinn okkar. Það er svo notalegt hérna. Mikið held ég að við eigum eftir að hugsa til baka og segja; "...manstu, þegar við bjuggum í bílskúrnum..." Það fer svo vel um okkur hér.
Ég fékk vinkonu úr vinnunni í kaffi áðan, það var bara æði.
Þetta elska ég svo mikið við Ísland, það er svo auðvelt - finnst mér - að eignast það góða kunningja og vini á vinnustað, að það verður samgangur og vinátta utan vinnunnar. Þess saknaði ég mikið í Danmörku.
--
Annars er lífið alltaf að gefa mér gjafir. Ég hef t.d. fengið að eignast náinn fjölskyldumeðlim upp á nýtt. Þessi yndislega persóna var mikið lasin lengi vel, en undanfarnar vikur hafa verið að gerast kraftaverk í hennar lífi og þau færa um leið kraftaverk inn í mitt líf. Ég er full af þakklæti. Þorði aldrei að vona að þetta myndi gerast, þó ég vissi í hjartanu mínu að allt er mögulegt.
Hvernig get ég annað en brosað og verið glöð og hamingjusöm? Ég hef upplifað hluti í lífinu sem gerðu að ég lifði í svartnætti, og sem varð til þess að ég fór að leita mér að einhverju sem gæti fært mér innri frið og birtu. Fyrir bráðum 10 árum fann ég það sem hefur hjálpað mér og ég hef öðlast eitthvað sem ég aldrei hefði trúað að yrði veruleiki í mínu lífi.
Að ég geti lifað í sátt og samlyndi við sjálfa mig er kraftaverk.
Fyrir rúmum 14 árum var ég svo lánsöm að finna Stígamót, og þar varð upphafið að ferðalaginu mínu í átt að gleði og hamingju.
Ég hef áður birt ljóð á blogginu mínu, því ég elska þetta ljóð, og það segir svo margt - fyrir mig. Svo mig langar að birta það aftur. Þetta ljóð var lesið upp af Talkór Stígamóta á 5 ára afmæli Stígamóta 1995.
Nú er sól í sálinni minni,
eftir langan skuggadag,
og vonin hún vaknar,
að dag einn ég finni,
fegurð í sjálfri mér.
Höf. Rósa Ólöf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.9.2008 | 00:49
Ég bara verð...
...var að koma heim af kvöldvakt og kíkti smá rúnt á netinu...aðeins að slaka áður en ég fer í bælið...en ég er á leiðinni þangað núna...
Ég rakst á brandara á bloggrúntinum...og bara varð að taka hann að láni handa ykkur:
Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Norðmaður og Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Norðmaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Norðmaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Norðmaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".
Eftir dálitla stund kom Norðmaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Norðmaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Norðmaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 09:30
Ég er búin að taka ákvörðun!
Og ég er byrjuð að framkvæma!!! Því það er nefninlega ekki nóg að taka ákvörðun...ef þið þekkið söguna um froskana...:
3 froskar sátu á grein, einn tók ákvörðun um að stökkva út í vatnið. Hvað voru þá margir eftir á greininni???
3...því þessi eini tók ákvörðun...hann framkvæmdi ekki!
---
Ég er sem sagt búin að ákveða að hætta að segja hvað ég sé ófundvís. Þegar ég var au-pair í Englandi sagði Carol alltaf að ef hlutirnir hefðu munn myndu þeir bíta mig...því ég sá ekki það sem ég var að leita að þó það væri fyrir framan mig.... Þetta hefur verið minn sannleikur og ég hef verið mjög ófundvís...
Núna hef ég snúið vörn í sókn og segi: Ég ER fundvís!
Og varðandi purkuna í mér...ég er alltaf að segja hvað ég sé mikil svefnpurka, hvað ég eigi erfitt með að vakna á morgnana og sé ENGIN morgunmanneskja...
Ég ákvað í gær að prófa...og snúa vörn í sókn þarna líka og viti menn, í morgun var ég vöknuð á undan klukkunni og var glaðvakandi. Fór framúr og kom börnunum á fætur og græjaði nesti og langaði bara ekkert til að fletja bælið!
Svo nú er næst á dagskrá að halda áfram á þessari braut og hver veit, kannski ég verði bara orðinn morgunhani áður en ég veit af?!!!!!
---
En núna ætla ég að fara að þvo útidyrahurðina og bera á hana...hún hefur látið á sjá eftir sunnanveðrin sem á henni hafa glumið s.l. árið!
Smútzzz...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 22:14
Rétt í kringum kvöldmat...
...fékk ég skemmtilegt símtal. Anna Margrét hringdi og spurði mig hvort ég væri til í að koma út að labba eftir kvöldmat. Og ég var í það. Það var ótrúlega skemmtilegt og hressandi, fyrir líkama og sál. Yndislegur göngutúr, um misvel (eða misilla...) upplýstar götur Akranesbæjar. Gengum reyndar í óbyggðum líka þar sem ekkert var ljósið. En við komumst klakklaust úr óbyggðum og svo gengum við niður að sjónum.
Sjávarilmurinn! Vá, minnti mig á Seltjarnarnesið! Minnti mig á það þegar ég var lítil stúlka og heimsótti afa og ömmu á Seltjarnarnesið, þau bjuggu alveg við sjóinn. Við systur og frænkur lékum okkur í fjörunni. Afi fór með okkur út í Gróttu. Endalaus ævintýri. Við gátum verið tímunum saman niðri við sjóinn.
Alveg eins og okkar börn gátu verið tímunum saman niðri á Langasandi.
Við (ég og Anna) fengum veðurgusu í andlitið þegar við gengum niður Garðabrautina, rok í andlitið og lárétta rigningu! En það stóð stutt yfir.
Ein falleg vetrarmynd af Skaganum.
.....Svo verð ég nú að segja ykkur frá því sem "gerðist" í nótt.
Ólöf Ósk kom og vakti mig, sagði að Jóhannes væri að gráta og kalla á mig að hann saknaði mín... Svo ég fór og sótti hann, hann hágrét og kom upp í til mín.
Svo í dag spurði ég hann hvort hann myndi eftir þessu. Hann hélt það nú.
Hann saknaði mín því ég var að fara til KÍNA!
Jamm, draumar geta verið ógnvekjandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2008 | 19:48
Vöfflur og miðdagslúr
Jón Ingvi hringdi í afa sinn og ömmu í gær og bauð þeim að koma og horfa á leikinn (Man.Utd. vs Chelsea) og vöfflur á eftir. Sem þau þáðu. Reyndar sátum við, ég og amma Jóna, ekki yfir leiknum. Við spjölluðum meðan ég bakaði vöfflur.
Alltaf notalegt að eiga samveru með okkar nánustu
Strákarnir fóru svo upp í Akraneshöll, reyndar bæði fyrir og eftir leikinn. Þeir spila fótbolta út í eitt, og verð ég að segja að þessi höll er hreinasta snillllld! Það er náttúrlega bara fráááábært að geta spilað fótbolta inni í skjóli fyrir veðri og vindum.
Ég hins vegar...lagði mig. Ég var alveg búin að vera...skil ekki þessa þreytu í mér. Einar fór út í byggingu og var með læti þar. Ég HENTIST langt út á gólf þegar hann setti borvélina á kaf í einn vegginn...en skreið upp í aftur þegar ég hafði áttað mig á því hvað þetta var! Hann spurði mig svo hvort ég hefði virkilega getað sofið...hann að berja og bora og bora og berja...ég spurði hann hvort hann hefði ekki bara borað einu sinni...en NEI, hann hafði borað OFT! Ég get greinilega sofið hávaðann af mér ef ég veit af hverju hann er!!!
Jæja, tannburstun og svo lestur fyrir drengina fyrir svefninn!
Later!
Verð reyndar að deila með ykkur mynd af krullukrúttinu honum Jóhannesi, tekin þegar hann var rúmlega 1½ árs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 11:51
Kona sagði í gær:
"Taktu ekki lífið of alvarlega, þú kemst EKKI lifandi frá því."
Sannleikur og þó nokkur speki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar