Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
21.9.2008 | 00:37
Anna Margrét
Ég var að koma heim úr fertugs afmæli hjá Önnu Margréti, vinkonu minni. Líf mitt er sannarlega ríkara að eiga hana að vini. (Myndin hér til hliðar er fengin að láni hjá FVA.is þar sem Anna vinnur)
Ég kynntist Önnu fljótlega eftir að ég flutti á Skagann og eins og ég sagði henni í kvella þá er hún eitt það besta við Skagann.
Ég ætla ekki að fara út í neina lofræðu hér...en langar bara að segja að ég átti yndislegt kvöld í kvöld, í stórum vinkvennahópi Önnu Margrétar.
Anna hefur kennt mér að það er allt í lagi að mæta í stelpupartý...ég lifi þau af og hef jafnvel bara gaman að.
Meira á morgun...ætla að knúsa ástina mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 23:28
Í rigningu ég syng!
Og það þýðir sko ekkert annað. Ef ég ætla mér að vera í fýlu í rigningu (og roki...) þá mun ég ekki brosa næstu daga...miðað við spánna og ég nenni sko ómögulega að eyða tímanum í fýlu og svoleiðis leiðindi!
Þess vegna:
Í rigningu ég syng,
í rigningu ég syng,
það er yndislegt veður...
...og mér líður vel!!
(lag: I´m singing in the rain)
Og ég held svei mér þá að ég bara dansi líka!
--
Við hjónakornin brugðum okkur af bæ í dag. Fórum á Ársþing Neytendasamtakanna. Það var fínt. Athyglisverð, og nokkuð skemmtileg tala um ESB, sem einhver hagfræðingur að nafni Ragnar hélt. Nýtt sjónarmið, fyrir mig amk. Náði þessu þó ekki nógu vel til að geta tjáð mig meira um það...
Pabbi hélt auðvitað nokkrar tölur, enda formaður Neytó... Ég er svo stolt af honum og þeirri vinnu sem hann hefur lagt í Neytó undanfarin MÖRG ár. Grínast stundum með að Neytendasamtökin séu yngsta barnið hans...og fær óskipta athygli þar sem við hin erum öll flogin úr hreiðrinu
Við fórum svo út að borða með pabba og Lilju sys. og Elínu sys. og Brynjari (manni Elínar). Mjög skemmtilegt, og ef þið lesið þetta elskurnar mínar allar; ástarþakkir fyrir samveruna í dag. Elska ykkur öll afar mikið.
--
Skvísan var að passa strákana og gekk vel. Hún fékk vinkonu sína til að koma og vera með sér. Svo eru afi og amma í næstu götu og hefðu komið yfir fyrir hálft orð, hefði þess þurft. Gott að eiga góða að.
En vitiði...nú er ég þreytt og sybbin...og ætla að lokka ástina mína til að koma og hlýja mér...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 20:05
Núna...
...er ég komin í helgarfríííí...!!! Síðasta helgarfríið mitt í gömlu vinnunni! Svo vinn ég næstu helgi og kveð Höfða, og byrja á rúntstandinu milli Akraness og Reykjavíkur. Margir spyrja hvort ég kvíði því ekki að keyra á milli, og ég hef alltaf sama svarið; "NEI, ég kvíði því ekki"!
Nóg að gera um helgina og best væri ef það yrði nokkuð stillt veður, því Einar ætlar sér stóra hluti í húsinu utanverðu ef það er stætt... Og ég hef nú hugsað mér að taka til hendinni líka.
Svo er ég að fara í fertugsafmæli hjá vinkonu minni á laugardagskvöldið, hún ætlar að halda stelpupartý. Það verður eflaust mjög gaman, enda hópur af skemmtilegum stelpum sem ég á von á að hitta þar!
En núna er næst á dagskrá að koma tveimur yndislegum drengjum í bælin sín.
Kveð ykkur að sinni og langar að deila með ykkur þessum "stud" sem Lilja sys. sendi mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 20:32
Þetta með grautinn...
....mundi allt í einu eftir að ég átti ORA fiskbúðing í kassanum undir bekknum (hluta af eldhúsinnréttingunni okkar) og ákvað að "gleðja" börnin með því að bjóða þeim upp á fiskbúðing...það varð sem sagt EKKI gleði...eiginlega skil ég þau vel...finnst sjálfri þetta ekki sérlega góður "matur". En nú á ég ekki meir og held ég kaupi ekki svona aftur...
Hins vegar á ég tvær dósir af ora fiskibollum...og það finnst mér amk alveg ágætt...spurning hvað ungarnir segja um það...
Annars sit ég hér og strákarnir farnir í bólin sín. Einar í borginni á fundi og skvísan í félagsmiðstöðinni...jamm, hún er víst orðinn unglingur! Ég get ekki lengur stólað á hana sem barnapíu...hafði einmitt ætlað að fá hana til að passa svo ég kæmist á fund...margir fundir úr að velja í kvella...en ég sit heima...
Held ég prjóni kannski bara smá.
Later!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2008 | 16:40
Ég var...
...að koma heim af starfsmannafundi. Mjög spennandi verkefni framundan...sem ég tek ekki þátt í. En EF ég hefði ekki verið að hætta...þá... Ætla ekki að hugsa um það, enda er ég mjög sátt og mjög spennt að byrja á nýja staðnum.
Það er víst þannig að öldrunarhjúkrun er ekki innan míns áhugasviðs...alveg eins og aðrir geta ekki hugsað sér að vinna á geðdeild. Svona er þetta misjafnt og sem betur fer! Það væri náttúrlega til hreinna vandræða ef ALLIR vildu vera í sama geira innan heilbrigðisstéttarinnar.
--
Annars er lítið að frétta. Haustið komið og það er bara ljúft. Tími kertaljósa og huggulegheita Fátt notalegra en að sitja inni og heyra vindinn og rigninguna úti fyrir og vera í vind- og vatnsþéttu húsi! Vel minnug þess að hafa búið í "knap så vindtæt hus"... Þegar við bjuggum á Græsted Stationsvej 40 og þar slokknaði á kertunum í gluggunum ef mikill blástur var úti...
Held ég eldi grjónagraut...svo ég vaði nú úr einu í annað...
Ást til ykkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2008 | 07:38
Mánudagsmorgunn
Í morgun fannst mér ekki erfitt að vakna...en ég var samt ekki að nenna fram. Fór samt. Einar var búinn að vekja börnin, en Jón Ingvi átti erfitt með að vakna. Enda fóru þau öll seint að sofa í gær. Við hjónin vorum í paragrúppu og strákarnir voru hjá pabba á meðan. Skvísan var á Skaganum, hjá vinkonu sinni.
En mér tókst sem sagt að hafa mig fram úr, en er að hugsa um að skríða upp í aftur þegar þau eru farin.......amk til að kúra smá...
Ólöf Ósk er ekki laus við óttann við heimsendi enn. Hún þorir enn ekki að vera ein heima og hún átti erfitt með að sofna í gærkvöldi. Þetta er hið erfiðast mál. Eftir því sem ég heyri þá er hún ekki eina barnið sem hefur verið hrædd. Sum misstu úr 2 daga í skóla...hún missti 1... Þetta er hið versta mál, en eina sem við getum gert er að taka þetta alvarlega og knúsa hana ekstra mikið...gera okkar besta til að sannfæra hana um að það sé enginn heimsendir í nánd. Litla snúllan okkar.
Jæja, ætla að kúra mig smá...sí jú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2008 | 14:16
Uppskriftirnar...
...sem ég fékk sendar!
Munið þið, fyrir örfáum vikum síðan, að ég biðlaði til ykkar (og eflaust margra annara...sem eru á netfangalistanum mínum en lesa ekki bloggið...) varðandi uppskriftir?!!!!
Það stóð ekki á viðbrögðum, og núna ætla ég að deila þessu með ykkur öllum. Svo hér að neðan eru skrár með þeim uppskriftum sem mér bárust. Ástarþakkir til allra sem deildu með mér uppskrift.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 10:36
Laugardagsblogg
Úff, jæja, nú er kvöldvaktatörninni lokið! Ég var að vinna 3 sl. kvöld og það er alveg einni kvöldvakt of mikið... EN, ég á bara 3 kvöldvaktir eftir á Höfða!! Hef ekki talið morgunvaktirnar.
En mikið á ég eftir að sakna vinnufélaganna Ég á nú samt eftir að hitta þessar yndislegu konur í okkar mánaðarlega saumaklúbbskaffikvöldi, því ég ætla að halda áfram að mæta þar!! Og svo eru einhverjar sem sitja uppi með mig...Gréta t.d., hún losnar ekki við mig aftur!!
Annars er ég grasekkja til morguns, minn heittelskaði farinn á fund til Vestmannaeyja. Tómlegt finnst mér. En ætli við mægður höfum bara ekki kósí "Friends-kvöld" í kvöld...nema hún hafi önnur plön...
Var ég búin að segja ykkur að Einar er í vetrarfríi þessar vikurnar og er að vinna í húsinu að utanverðunni?!!! Hann ætlar að klára að smyrja utan á húsið (seinni umferðin eftir) og klára þakkantinn og setja þakrennur...það verður lúxus að geta farið út í rigningu án þess að lenda í sturtu meðan ég læsi
Svo þegar þetta er allt komið þá þurfum við nú líka að smella okkur á þakið og negla 10 þúsund nagla eða svo...
Síðan er stefnt á 3 herbergi...jafnvel fyrir jól! Ooooohhh, það verður nú nice. Ólöf Ósk er orðin þreytt á að vera í geymslunni...enda fær hún næstum 2x meira pláss þegar hún fær herbergið sitt.
--
Í gær heyrði ég í kærum vini okkar, honum Jónasi. Jónas og fjölskylda eru hluti af vinahópnum sem við kynntumst í Danmörku, vinir sem er okkur afar kærir. Þau eru nú flutt heim og hlökkum við mikið til að hitta þau og eiga með þeim góðar stundir.
--
En núna ætla ég að njóta dagsins með börnunum mínum, finnst ég varla hafa séð þau undanfarið og það er ekkert ímyndun því ég hef verið heima á daginn þegar þau hafa verið í skóla og leikskóla og svo hafa þau komið heim og ég farið í vinnuna...
Njótið lífsins, elskurnar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2008 | 21:55
Einu sinni var...
...en það er ekki þannig lengur!
Ég var í smá hitting í kvöld með góðum hópi fólks og ég fann svo innilega fyrir þakklæti. Ég kynntist þessum ákveðna hópi fyrir bráðum 10 árum síðan og frá þeim tíma hefur svoooooo margt breyst.
Fyrir 10 árum trúði ég statt og stöðugt að lífið væri EKKI dans á rósum. Vitiði hvað ég hef m.a. lært???
Nefninlega það að lífið ER dans á rósum, það erum bara við sem kunnum ekki alltaf að dansa á þeim!
Ég hef verið svo lánsöm að fá að læra að dansa á rósunum. Ég get verið hamingjusöm þó lífið gerist í kringum mig. Ég slepp ekkert við sorg eða áföll, frekar en aðrir. Hins vegar hef ég fundið leið til að lifa lífinu með ljós í hjartanu og ég get verið hamingjusöm þrátt fyrir allt.
Einu sinni var ég lítil í hjartanu, hrædd, óhamingjusöm, heimsk, ljót stelpuskömm. Þannig var sjálfsmyndin mín. Í dag er ég glöð í hjartanu, ég er óhrædd, hamingjusöm, nokkuð bright bara og bara laglegasta kona! Og þvílíkur léttir sem það er og hvað lífið er fallegt.
--
Eruð þið búin að heyra um þennan væntanlega heimsendi??? Það var greinilega ekki rætt um margt annað í skólum Akraness í dag...amk voru börnin mín óttaslegin í kvöld. Eldri drengurinn okkar var reyndar meira en óttasleginn, hann hágrét af hræðslu. Elsku karlinn minn. Ég gat hughreyst hann, svo hann jafnaði sig og gat borðað kvöldmat. Litli kúturinn minn.
Ég man eftir að mamma hefur sagt mér frá því að það átti að vera heimsendir þegar hún var unglingur, og unglingarnir sátu og biðu, skjálfandi hræddir. Ég sagði stráksanum mínum frá þessu, og við ræddum þetta. Sagði honum að enginn vissi hvað ætti eftir að gerast, en eitt væri víst, við myndum öll lifa áfram hjá Guði. Hann er mjög trúaður og finnur styrk í trúnni sinni, sem er yndislegt. Svo þetta er allt hið besta mál. Er á meðan er!
--
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta er gaurinn sem að hún var að tala um!!!!!!!!!
......ég bara mátti til...fékk þetta frá Lilju sys!!
Var að koma heim úr ferð nr. 2 í borgina í dag...fór til kiró í morgun og á geðdeildina að rabba við verðandi vinnufélaga og yfirmann (konu).
Núna var ég svo að koma heim úr saumó, með Valkyrjunum...reyndar köllum við okkur Heimasæturnar núna. Þetta er hópur sem kynntist á netinu; íslenskar mæður í útlöndum og við sem erum fluttar heim hittumst reglulega og köllum okkur núna heimasæturnar :)
Jamm. Þetta var mánudagurinn minn, og alls ekki til neinnar mæðu.
Knús og kossar og sweet dreams!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar