Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 14:45
Fótboltadómari...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2008 | 11:35
Speltbrauð í einum hvelli
Uppskrift úr "Uppeldi", ekki búin að prófa!
4 dl. grófmalað spelt
1 dl. sólblómafræ
1 tsk. matarsódi
3 dl. AB mjólk
2 msk. Agave-sýróp
Hrærið öllu saman og setjið í aflangt kökumót og bakið við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur. Sannkallað skydibrauð sem er bæði hollt og svakalega gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 10:33
Tek mér hér með...
...formlegt BLOGGFRÍ í nokkra daga. Ætla að slappa af og njóta síðustu daganna af sumarfríinu mínu...alvara lífsins tekur við 6. ágúst...þá er 5 vikna fríi lokið Þó það verði gott að fara að vinna aftur og fá lífið í daglega rútínu...held það verði ERFITT þegar börnin eiga að fara að snúa sólarhringnum við eftir svona sumarfríið...en það er ekki strax...skólinn byrjar víst ekki fyrr en í lok ágúst.
Ég get sagt ykkur að hér ríkir gleði og hamingja, strákarnir inni í stofu í gamnislag...eða grátleik eins og ég kalla hann... Sólin hefur aldeilis verið ríkjandi í kringum mig og í ´nu mínu og ég bið og vona að svo verði áfram um ókomna tíð.
Gleði og friður til ykkar allra,
Later!
S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2008 | 09:43
Hæ hó
Jæja, allir vaknaðir hér, nema prinsessan á bauninni. Einar kom og ræsti mig þegar hann vildi komast í bælið, var að koma af næturvakt. Ég var nú frekar mygluleg, uppgefin eftir nóttina þar sem ég stóð í stórræðum í draumaheimum...var á fæðingardeildinni...tók ægilega langan tíma....og barnið ekki enn fætt...svo ég þóttist viss um að þetta væri önnur stelpa...uss...þvílíkt bull!
Tek fram að ég er EKKI berdreymin
Nema hvað, vakti strákana því Jón Ingvi er að fara á golfæfingu og Eldar ætlar með honum. Hann svaf aftur í nótt og þeir eru þvílíkt að eiga góðan tíma saman, þessir ungu herramenn. Yndislegt bara.
--
Ragnhildur, endilega bókum dagsetningu í lummukaffi. Það getur auðvitað reynst erfitt þar sem, eins og þú sagðir, við erum ægilega upptekin...úff...sit og horfi á dagatalið og sé að við erum upptekin næstu 3 helgar...nema kannski sko sunnudaginn 17. ágúst...og þá verður skvísan ykkar væntanlega komin, eða um það bil að koma í heiminn og þið mikið uppteknar...eigum við ekki að hringjast sem fyrst og reyna að finna út úr þessu?!!!
Þetta verður kannski eins og þegar þið komuð í mat í vetur...bókað með 2ja mánaða fyrirvara...?!!! The Danish way :)
--
Jæja, ætli ég verði ekki að skutla drengjunum á æfingu...svo þeir komi ekki of seint...voru svolítið lengi að borða morgunmatinn, þessar elskur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2008 | 22:41
Dottin úr karakter!!!
Jamm, ég er dottin úr karakter...en eins og danirnir segja svo skemmtilega; "Man har et standpunkt til man ta´r et nyt!!"!!!
Þannig að...ég fór á völlinn...AFTUR...!!! Mér var hleypt inn...og Skagamenn töpuðu aftur, þó ekki eins stórt og síðast. Nú fer gæfan að snúast "okkur" í hag.
Munið samt, og það er eitthvað sem mun ALDREI breytast (maður má VÍST stundum segja ALDREI!), að ég ER og VERÐ NORÐFIRÐINGUR!!!
Ég get sagt ykkur...í fullum trúnaði...að ég fór sjálfviljug á völlinn, EInar spurði mig ekki hvort ég kæmi með, ég sagði sjálf að ég ætlaði...mig dreymdi ÍA-FH í nótt...úff...en hver veit, kannski þetta rjátlist af mér...eða ekki...hver veit?!!!
Smelli hér með inn mynd af okkur hjónakornum á leið á leikinn um síðustu helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2008 | 15:56
Var búin...
...að skrifa LANGA færslu og hún TÝNDIST! Og ég nenni ekki að skrifa aftur!
Get samt sagt ykkur að við kvöddum Lilju og fj. í gær, þau héldu áfram ferðalaginu sínu.
Eftir hádegið fengum við svo aðra gesti, Sindra, Jónu og börn (Eldar, Breka og Vöku). Vinir frá Danmerkurárunum. Yndislegur dagur. Eldar fékk svo að vera eftir, gisti í nótt og er hér enn. Hann og Jón Ingvi eru svakalega góðir vinir. Þeir voru að koma inn núna, búnir að vera uppi á fótboltavelli í 4 tíma eða svo!
Jamm, ætla að smella inn fleiri myndum, á síðu barnanna og Flickrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 11:02
Ég er glöð og ég er sæl...
...Ólöf Ósk er komin heim
Jamm, við hjónakornin fórum og sóttum Óskina okkar í Keflavík í gærkvöldi. Mikið var yndislegt að fá hana heim, knúsa hana og kyssa. Hún gaf mömmu sinni þennan líka fína púða með beljumynd á
Lilja og fj. fóru í Ikea að skoða eldhús. Ég lagði ekki í að fara aftur...við systur fórum jú í fyrradag...og ég þori ekki aftur...það kostar alltaf fullt af peningum að fara í Ikea...amk. fyrir mig...þó hlutirnir séu ódýrir í Ikea...þá gerir margt smátt eitt stórt...
Jón Ingvi ætlar svo að baka vöfflur handa okkur í dag, þegar gestirnir okkar koma (svöng) heim úr Ikea. Svo duglegur og myndarlegur drengur.
Eeeeen, nú ætla ég að gera eitthvað...fara kannski út að labba...eða bara leggja mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 16:38
Daginn í dag...
...daginn í dag...
Jóhannes sofnaði seint í gær og vaknaði snemma í dag. Held hann sé eins og pabbi sinn, geti lagt inn svefn...sofið eftir á...eða fyrirfram...
Ekki eins og mamma sín sem þarf sinn svefn á HVERRI nóttu!!! Ólöf Ósk og Jón Ingvi eru líkari mér hvað það varðar.
Lilja og co fóru í heimsóknir og Einar er að vinna. Svo hemia sitjum...ja, ég og Jóhannes, því Jón Ingvi fór að leika við bekkjarfélaga sinn. Reikna með hann hafi verið heima þar sem Jón Ingvi er ekki kominn heim enn...
Gréta mín kom í kaffi, alltaf gaman að spjalla við stúlkuna þá.
Annars hefur lítið verið á dagskrá annað í dag hjá okkur. Samt er ég drullusyfjuð...held ég leggi mig þar til Einar kemur...held Jóhannesi sé nokk sama, ef hann bara fær að vera í tölvunni...
Skvísan okkar kemur heim frá Danmörku í kvella, mikil spenna. Hef varla sé hana nema rétt í svip síðan 1. júlí!!! Sem er bara fáránlega langur tími...miðað við...
Að lokum þetta:
Gleði, gleði, gleði,
gleði líf mitt er.
Því að Æðri Máttur
það gefið hefur mér.
Ég vil að þú eignist þetta líf,
því að það er;
Gleði, gleði,
gleði alla tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 22:29
Morgunbollurnar okkar
Þær heppnuðust mjög vel, "uppskriftin" er þessi:
½ pk ger, stór skeið af salti og slurkur af hunangi settur út í aðeins meira en ½ líter af köldu vatni. Hveiti hrært út í (blandað fínt og gróft að vild) þar til þetta er þykkt sem MJÖG þykkur hafragrautur.
Látið standa í 5-10 tíma - eða yfir nótt - í ísskáp.
Sett með matskeið á bökunarpappír og bakist á hæsta hita í ofninum í ca 10 mínútur.
Ég prófaði að setja múslí út í líka.
Very góðar bolls, if I may say so!!!
--
Við systur fórum í Ikea í dag, mikið gaman hjá okkur, alveg bara tvær og barnlausar. Alger sæla. Eysteinn Þór, mágur, var heima með öll börnin.
Verð að segja ykkur, Jóhannes fór að sofa um kl. 23.30 í gærkvöldi, eins og hin börnin. Hann vaknaði svo kl. 9 í morgun...eins og hinir...nema hann var svo þreyttur að ég spurði hvort hann vildi kúra sér svolítið í mínu rúmi...sem hann vildi...og gerði...og sofnaði...og svaf til kl....já, haldið ykkur fast...til kl. 14.15, og þá VAKTI Eysteinn Þór hann!!!
Takk fyrir kærlega! Svo sagði hann; "Mamma, ég var bara þreyttur"!!! Ja, maður skildi ætla það...
Það má kannski fylgja sögunni að hann er úthvíldur og sprækur þegar þessi orð eru skrifuð...
Knús inn í draumalandið, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.7.2008 | 23:34
Norðfirska innrásarsveitin mætt!!!
Þau mættu á svæðið einhverntímann um kl. 21. Mikið gaman að fá þau aftur. Þessar elskur.
Ég er búin að hnoða í bollur fyrir morgunmatinn, deigið er í hefun í ísskápnum. Ég er spennt að sjá útkomuna úr annari blöndunni...smá tilraun. Segi ykkur frá því síðar ef vel heppnast
Svo held ég að ég láti það eftir mági mínum að baka döðlutertu og skreyta hana með bönunum, bláberjum og jarðarberjum, eins og þessa hér til hliðar ...slafr...
Ekki meir í bili, held ég fari að hita sængina ...eða kannski ég bíði eftir Einari...hann er miklu betri hitari en ég
Þessi elska kom heim með nýjan síma handa mér í gær, Tal hafði auglýst fría síma fyrir áskrifendur, og ég græddi því Einar var vakandi. Aldrei tek ég eftir svona. En þetta var frábært þar sem síminn minn, sem er orðinn ca 2½ árs, var orðinn býsna lúinn. Svo ég er alltaf að græða.
Jæja, best að hætta þessu bulli...
Gúdd næt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar