Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
4.2.2008 | 21:15
Svör við spurningum!
Sigríður H. Jónsdóttir:
Þú skrifaðir athugasemd um daginn, veit ekki hvort þú sást svarið mitt. En ég yrði rosa glöð ef þú myndir senda mér mail.
---
Jóna:
Ég er ekki búin að baka brauðið, þarf að drífa í því.
Ég nota oft Agave í staðinn fyrir sykur...annars get ég jú ekki bragðað á góðgætinu ;)
Hlutföll ef notað er Agave í stað sykurs;
1 dl sykur = ½-¾ dl Agave
1 dl sykur = 1¼ dl döðlumauk
1 dl sykur = ½ dl agave + ½ dl döðlumauk
Döðlumauk:
400 gr döðlur
vatn
smá salt
a) Döðlurnar lagðar í bleyti í 15-30 mín., vatninu hellt frá og síðan er allt maukað í matvinnsluvél. Geymist best í frysti en líka í ísskáp.
b) Döðlurnar settar ó pott með vatni, látið vatnið rétt fljóta yfir, soðið í um 30 mín., kælt&maukað í matvinnsluvél. Geymist best í frysti en líka í ísskáp.
Þetta eru hlutföll og uppskrift að döðlumauki frá Himneskri Hollustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2008 | 19:08
Bananabrauð
2 bananar
1 bolli sykur (ég nota Agave)
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk natrón
Bananarnir stappaðir, öllu blandað saman. Bakað v. 180°C í 1 klst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.2.2008 | 18:13
Baki baki baki...
Ég bakaði aldrei þessu vant EKKI bolludagsbollur. Ákvað að baka samt bollur, og þessi uppskrift varð fyrir valinu:
Bollur fyrir alla með kotasælu
30 gr smjörlíki
5 dl mjólk
1 pk þurrger
1-2 tsk sykur
1 tsk salt
4-5 msk múslí
150-250 gr kotasæla
600-800 gr hveiti
Smjörlíki og mjólk hituð ylvolg (37°C)
Setjið þurrger, sykur og salt saman í skál. Hellið smjörlíki og mjólk varlega saman við. Bætið múslí og kotasælu út í. Hrærið 2/3 hveitisins saman við, breiðið yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klst.
Bætið þá hveiti saman við eins og þarf. Búnar til bollur og þeim raðað á eina plötu. Látið hefast í 20-30 mínútur.
Bakið við 220°C í 10-15 mín. eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar. Það má frysa bollurnar og hita svo í ofni.
--
Svo smellti ég í bananabrauð meðan bollurnar hefuðust...nammi namm...! Krakkarnir ELSKA bananabrauð...og ég reyndar líka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2008 | 14:46
Jæja...
...nenni ekki að blogga...en get ekki sleppt því. Það er ekki hægt að blogga ekki í TVO daga!!!
Reyndar var ég að vinna í gær, og var bara búin á því þegar ég kom heim. Nennti ómögulega að setjast við tölvuna, vildi frekar dunda með ungunum mínum. Svo eldaði ég líka góðan mat handa okkur hjónakornunum. Reyndar var ég bara yfir mig hrifin af matnum, ég ELSKA mekíkanskan mat. Einar var ekki eins spenntur, þótti þetta alveg mjög fínt...en hann er meira svona "kjúlli-franskar-og-kokteil-maður"...
En það sem ég eldaði var:
ca. 4 kjúklingabringur
Ostasósa (mexíkönsk)
Salsasósa
ostur
1 poki Doritos snakk
Kjúklingabringurnar skornar í bita, steiktar á pönnu og kryddaðar vel eftir smekk (ég kryddaði þær með taco-kryddi). Snakkið (aðeins mulið) er sett í botninn á eldföstumóti. Ostasósan þar ofan á, svo Salsasósan. Síðan er kjúllinn settur yfir og að lokum osturinn.
Sett inn í ofn í 15-20 mín. á ca 200°C.
Svo "á" að bera þetta fram með salati og hrísgrjónum, og sýrðum rjóma og guacamole...en ég sleppti grjónunum og salatinu...
Svo er það afmælisbarn gærdagsins. Elsku vinkonan mín, hún Hrafnhildur, er afmælisbarn gærdagsins. Knús og kossar til þín, elsku vinkona, með þakklæti fyrir yndislegan vinskap!
Vonandi var dagurinn þinn alveg yndislegur.
Hlakka til þegar þú flytur nær mér ;)
---
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 19:56
2. febrúar - kyndilmessa
Heyrði þessa vísu í dag...spurning hvort þetta sé satt...:
Ef að sól í heiði sést,
á sjálfa kyndilmessu.
Snjóa vænta máttu mest,
maður upp frá þessu.
Hér skein sólin glatt í dag...skildi það vita á mikinn snjó??!!!
--
Afmælisbarn dagsins er heimsins besti stjúpi!
Elsku Jón Þór á afmæli í dag. Jón Þór er 59 ára. Jón Þór og mamma byrjuðu að vera saman þegar ég var 4ra ára, og varð fljótlega fastur og öruggur punktur í tilveru tveggja lítilla telpna.
Aldrei hef ég efast um föðurást hans á mér.
Elsku Jón Þór, mínar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins. Vona að dagurinn hafi verið góður. Vildi óska að ég gæti mætt í afmæliskaffið á morgun!
En það er ekki svo langt í að ég komi, heim í sveitina og drekki góðan kaffibolla í selskap ykkar mömmu. Mikið hlakka ég til.
Ástarkveðjur þangað til. Þín stelpurófa, Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2008 | 13:01
Búin!!
Þyrfti reyndar að þrífa baðið og kannski skúra...en ég ætla EKKI að gera það núna!! Er búin að taka til í hele hytten og ryksuga og þvo þvott og svona...og ég nenni ekki meir. Finnst kominn tími til að fá mér morgun/hádegisverð og góðan kaffibolla á eftir. Síðan þarf ég að versla smá...og svo er sko afmæli kl 15.00 í vinnunni, Dvalarheimilið Höfði 30 ára...ef ég man rétt.
Jamm. Mikið er nú annars ljúft að vera búin að þrífa. Verð bara að þakka yndislegu konunum í eldhúsinu á Vallarseli, þeim Silju og Svönu fyrir að hafa boðið mér kaffi og spjall í morgun. Þetta kom mér í gírinn!! Takk, elskurnar (veit að Silja les...amk. stundum).
Jæja, best að næra líkamann!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2008 | 10:12
Change of plans!!!
Ég fór með Jóhannes á leikskólann fyrir tæpum klukkutíma...og var ákveðin í að fara heim og leggja mig...nema hvað, við kíktum aðeins í eldhúsið og var boðið upp á kaffi og spjall þar...svo nú er ég glaðvöknuð og ætla EKKI að leggja mig! Neibb, ég ætla að taka aðeins til hérna heima...enda er ég svo að vinna alla helgina...svo ekki veitir af að gera slíkt í dag!!
Ótrúlega gaman þegar fólk kommentar hjá mér, og þegar nýjir bætast í hópinn, það er bara frábært! Villa Sigga vinkona, úr firðinum fagra, VELKOMIN!! Ég varð svo glöð að sjá að þú hafðir skilið eftir þig "spor" hérna inni. Ég hefði sko verið til í þorrablótið um síðustu helgi! Varð einmitt hugsað austur. En kannski einhverntímann seinna...!
En best að halda áfram meðan ég er í tiltektargírnum...það gerist nú ekki á hverjum degi!!!
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar