Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
15.2.2008 | 20:29
Smá blogg...
...ekki vil ég að Jóna engist of mikið af fráhvarfseinkennum ;)
Við rétt náðum heim áður en gestina bar að garði. Algerlega frábært að hitta þau. Þetta voru Rakel, Keld, Ásdís og Sophie.
Jóhannes faldi sig inni í þvottahúsi...ægilega feiminn. Svo fórum við, fullorðna fólkið, inn í eldhús að gera kaffi og þá hljóp hann inn í herbergi og fór að leika við Sophie...á dönsku! Sophie er ári eldri en hann og þau hafa þekkst frá fæðingu...fæðingu Jóhannesar sko ;)
Jón Ingvi og Ásdís hafa alltaf náð vel saman, en Ásdís er 3 árum eldri en hann. Svo þau áttu góðan eftirmiddag saman.
Svo var það Disneyshow fyrir börnin kl 19.00, með popcorni ;)
Við hin, ég, Einar, Rakel og Keld, fengum okkur hins vegar þessa himnesku súpu og mjög góðar bollur. Mér finnst snilld að láta bolludeig hefast svona í ísskáp. Smella í deigið að morgni og þá er það tilbúið til notkunar þegar ég kem heim úr vinnu. Eða smella í deig að kvöldi og henda svo bollum í ofninn að morgni; súper morgunmatur!
Jamm.
En núna ætla ég að setja utan um eitt stykki rúm og fleira skemmtilegt ;)
Set inn myndir á morgun...held ég...
Kyss....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 13:55
13 ár!!
Í morgun voru 13 ár síðan óléttuprufan var jákvæð!!! 8½ mánuði síðar fæddist prinsessan okkar, Ólöf Ósk.
Mér finnst hreint út ótrúlegt að það séu liðin 13 ár, það er svo stutt síðan...en samt svo langt.
Margt hefur vissulega breyst á þessum árum, og út frá okkur fjölskyldunni get ég með sanni sagt að það hefur eingöngu breyst til batnaðar.
Eigiði góðan dag, elskurnar. Ég er að elda súpu fyrir morgundaginn, fáum góða gesti frá Danmörku í mat á mogun...og ég er að vinna til 16 og Einar líka...svo ég er að flýta fyrir ;) Bollurnar verða látnar hefast í ísskáp frá 7 í fyrramálið og þar til við komum heim. Þið getið fengið uppskriftina ef þið viljið...er bara að flýta mér núna...
...á sko eftir að fara í bað...og klára súpuna og svona áður en ég fer á fund kl 15...
Sí jú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.2.2008 | 09:22
Kjúlli kjúll
Ég fékk þessar uppskriftir sendar frá vinkonu minni. Er ekki búin að skoða þær, en langar að deila þeim með ykkur.
Skrifa meira síðar...er eitthvað andlaus...en þarf að taka myndir af kjólnum...sem ég er búin með!! Á bara eftir að ganga frá nokkrum endum og svo að þvo dýrið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 12:46
Jóhannes og gullkorn gærkvöldsins
Jóhannes gat ekki sofnað í gærkvöldi. Hann var heima í rólegheitafríi í gær og það er uppskrift á að hann geti ekki sofnað á kvöldin...maður þarf sko að vera þreyttur til að geta sofnað!!!
Nema hvað. Ég sat inni í rúmi að prjóna og horfa á breskan sakamálaþátt á DR1. Jóhannes sat hjá mér og spjallaði. Svo var hann nú farinn að þreytast eitthvað og spurði mig hvort hann mætti ekki bara sofa hjá mér í nótt.
Ég sagði honum að hann mætti sofna hjá mér og svo myndi pabbi hans fara með hann inn í hans rúm þegar hann kæmi inn í rúm. Jóhannes ljómaði af gleði og lokaði augunum eitt augnablik. Opnaði þau svo aftur og sagði;
"Einu sinni þegar ég sofnaði hér hjá þér, og svo vaknaði ég í mínu rúmi...þá hélt ég að ég hefði FLOGIÐ!"
Lífið er svo einfalt þegar maður er 4ra ára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2008 | 11:25
Myndir teknar í morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2008 | 18:58
Fór í ránsferð...
...og rændi þessari mynd af síðunni hjá mínum heittelskaða. Hún er tekin fyrir nákvæmlega ári síðan...og síðan hefur margt og mikið breyst á nákvæmlega þessum stað...núna stendur húsið okkar flotta þarna!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2008 | 15:51
Afi-lafi-pottaskafi!
Þetta sagði hann oft sjálfur hann afi minn. Afi minn sem hefði orðið níræður í dag. Nonni afi.
Afi sem sagði; "elskið friðinn og strjúkið kviðinn".
Ég á fullt af góðum minningum um Nonna afa, eða afa á Ökrum, eins og við kölluðum hann líka.
Afi vildi allt fyrir okkur gera, og sagði aldrei nei. Afi átti alltaf fulla geymslu af pappír til að teikna á, og oftast var kassi af eplum og appelsínum í geymslunni líka. Og oft kassi af mandarínum! Þetta var æði.
Allir bíltúrarnir, í gamla Grána, í vörubílnum og síðar í Toyotunni og síðast í Mözdunni.
Afi átti alltaf tíma fyrir mig.
Afi dó 15. mars 1999. Bráðum 9 ár síðan og það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til þín, elsku afi.
Ólöf Ósk náði að kynnast langafa sínum, en hún man því miður ekki eftir honum. En ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með afa. Afi sá ekki sólina fyrir litlu prinsessunni.
Ég vildi óska að strákarnir hefðu náð að eiga tíma með afa. Sérstaklega kannski Jón Ingvi, sem hefur alltaf verið mikið fyrir afa og ömmur, langafa og langömmur.
Að lokum ætla ég að deila með ykkur vísunni frá afa:
Sigrún elsku stúlkan okkar bjarta,
þú sífellt ert í hug okkar og hjarta.
Vertu alltaf þæg og góð við mömmu,
þá verðurðu líka ástin afa og ömmu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2008 | 12:21
Búið að eyðileggja lúkkið mitt!!!
Einhver leiðinda-auglýsing og allt í köku! Er búin að skoða blogg hjá öðrum og þar virðist allt í sóma...en þessi ljóta NOVA auglýsing fer yfir það sem er hægra megin hjá mér...amk í okkar tölvum :( og svo er allt á skakk og skjön. Spurning um að senda blog.is mail og kvarta!!! Ætla að bíða samt smá og sjá hvort þetta lagast! Mig langar amk ekkert að velja nýtt lúkk, er mjög lukkuleg með mitt...þegar það er eins og það á að vera!!!
Annars ekkert nýtt. Er að spá í að fara upp í hús í dag og taka til...gera pláss til þess að Jóhannes geti æft sig að hjóla! Hann á eftir að læra að hjóla á hjólinu sínu án hjálpardekkja...því eins og þið kannski munið þá var einhver sem eyðilagði hjálpardekkin hans s.l. sumar...
Við héldum fjölskyldufund um helgina og ákváðum matseðil fyrir þessa viku, svo ég ætla líka í Bónus og versla fyrir vikuna! Svo gott að gera klárað það af, þurfa ekki að fara út í búð daglega...með þessa hugsun; "hvað á ég að kaupa...hvað á ég að elda...".
Frelsi er í mínum huga skipulagning. Þegar við höfum skipulagt okkur þá öðlumst við um leið frelsi. Jamm. Ekki meir í bili.
Ást&virðing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2008 | 07:37
Sunnudagskvöldið
Í gær röltum við til tengdó og tengdapabbi skutlaði mér síðan upp í göng þar sem ég hitti minn heittelskaða. Þau pössuðu síðan ungana. Við fórum að hitta nokkur vinapör og áttum þar góða stund. Við sáum um desertinn og ég lofaði að sá sykurlausi kæmi hér inn í dag:
Hnetu og súkkulaðibaka
150g möndlur*
250g lífrænar döðlur,* lagðar í bleyti í 10-15mín
1 msk agavesýróp*
þurrristið hneturnar í um 5 mín við 200*C og kælið. (ef þíð viljið hafa þetta hráfæðiköku þá sleppið því að rista henturnar) setjið hneturnar, möndlurnar og döllurnar í matvinnsluvél og balandið saman þar til þetta verður að deigkúlu, bætið agavesýrópinu útí í lokin til að þetta límist sem best saman.
setjið bökunarpappír í hringlaga form (23-26cm í þvermál) og þjappið deiginu niður í það
botninn er bakaður í um 5 mín við 180* en líka er hægt að nota hann hráann og setja hann inní kæli eða frysti
Fylling
2 dl kókosvatn, frá Dr. Martin
3-4 msk rifið lífrænt appelsínuhýði
2 dl hreint kakóduft*
¾ dl kókosolía*
1 ¼ dl agavesýróp*
1 tsk vanilluduft*
himalayasalt af hnífsoddi
Setjið kasjúhenturnar í matvinnsluvél með kókosvatninu og blandið mjög vel saman. Bætið appelsínuhýðinu, kakóduftinu, kókosolíunni, sýrópinu og saltinu útí matvinnsluvélina og klárið að blanda þetta þar til þetta verður alveg silkimjúk. Það er hægt að setja fyllinguna örstutt í blandarann til að hún verði alveg silkimjúk og kornlaus.
Hellið fyllingunni útí botninn og setjið inn í kæli eða frysti.
Borin fram ísköld, með þeyttum rjóma!!
Skraut:
Ferskir ávextir, t.d. appelsínusneiðar, jarðaber, mango, kíví eða aðrir ávextir/ber.
Þessi uppskrift er að sjálfsögðu af Himneskt.is
---
Þarf að mynda kjólinn og sýna ykkur framganginn! Rosa spennó!
Skrifa meira síðar...ætla að skríða undir sæng aftur...!!
Bloggar | Breytt 12.2.2008 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar