Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 20:37
Klukkustundir óskast!
Ég auglýsi hér með eftir fleiri klukkustundum í sólarhringinn Ef ég á að ná öllu sem mig langar þá vantar mig fleiri klukkustundir!!!
En það er ekki hægt. Svo ég læt þessar sem ég hef duga og nota þær eins vel og ég get!
Var að vinna í dag, svo ná í drengina, upp í hús í kaffibolla hjá mínum heittelskaða og svo að versla, heim að ganga frá, elda og margt fleira. Núna ætlum við hjónakornin hins vegar að leggjast í kúrerí og glápa á einhverja vellu!
Mikil gleði framundan á morgun...og hinn...meira af því síðar.
Ást til ykkar þarna úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.2.2008 | 17:05
Í ofnæmiskasti...!
Jæja, dagurinn í dag hefur boðið upp á ýmislegt.
Í morgun fór ég upp í vinnu í tvo tíma, að mæla blóðsykur hjá samstarfsfólki mínu. En í næstu viku er heilsuvika og var sem sagt byrjunin á heilsunni í dag og í gær. Það var mældur blóðsykur, blóðþrýstingur og svo kom starfsfólk frá Rannsókn á SHA og tók blóðprufur, m.a. kólesteról.
Það var frábær þátttaka, ca 80% af starfsfólkinu mætti!!! Eða rúmlega 70 manns.
--
Svo fór ég heim, en vinkona mín var að koma í kaffi og spjall. Við áttum góða stund saman áður en hún dreif sig í vinnuna.
--
Ég fór út í búð, keypti hádegismat og fór upp í hús til míns heittelskaða, sem var að verða búinn að setja upp vegg sem skilur gestaherbergið frá forstofunni.
Þegar þarna var komið var ég komin með heiftarlegan höfuðverk..
--
Fór í búð, keypti beikon (beikonbollurnar eru fyrst núna í matinn...), sótti drengina og heim.
--
Ég held ég viti alveg orsökina fyrir þessum höfuðverk mínum...hann byrjaði að herja á mig þegar ég var að mæla blóðsykur hjá einni kerlunni...sem hafði líklega dottið ofan í ilmvatnsglasið sitt í morgun...
--
En ég held ég hafi það af að elda kvöldmat og svo verð ég að muna að taka ofnæmislyf...amk vera með þau á mér svo ég geti tekið þau þegar ég lendi í svona aðstæðum...
--
Þannig að...ef þið ætlið að koma í heimsókn þá væri ég afskaplega þakklát ef þið mynduð setja sem minnst af ilmefnum á ykkur...
Best að reyna að gera eitthvað...
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2008 | 15:19
Fallegur dagur
Snjór og sól. Það er svo fallegt úti. Fjallasýnin. Yndislegt. Ísland er svo fallegt!!
Í gær, þegar við vorum í höfuðborginni fórum við og fengum okkur hammara á Olís rétt hjá Guðbjörgu frænku...hvað heitir nú hverfið...þarna á leið út úr bænum í átt að Hveragerði...?!!!
En sem við keyrðum þarna ca í austurátt þá blöstu við okkur snævi þakin fjöll.
Þvílík fegurð!!
Ég persónulega, þurfti að flytja til Danmerkur í 9 ár til að læra að meta Ísland...eða til að hreinlega sjá það!!
Núna nýt ég þess!!
Þegar ég horfi kringum mig og sé þessa fegurð þá sönglar alltaf í höfðinu á mér:
"Ísland er land þitt og ávallt þú geymir..."
Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér og Jóni Ingva
Jæja...þarf að græja mig fyrir vinnu...
Ást til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.2.2008 | 18:40
Borgarferð
Við hjónakornin fórum í höfuðborgina í dag. Þurftum að skoða næturljós (sem eiga að vera á svefnherbergisganginum) og fleira. M.a. fara í Toys ´r us og kaupa Spiderman Flexitrax sem strákarnir eru búnir að vera að safna sér fyrir síðan um áramót.
Ég verð að hrósa manninum mínum og Toys ´r us!! Þegar ég hringdi í byrjun janúar fékk ég að vita að þetta dót kostaði 5999 kr. og drengirnir söfnuðu þeirri upphæð. Svo í dag, þegar við ætluðum að fara að borga þá kostaði þetta 7299...við ekki alveg sátt. En ég of meðvirk...en ekki Einar. Hann sagðist nú ekki sætta sig við þetta. Stúlkan á kassanum sagði; "Þetta hefur verið á tilboði í janúar en ekki núna...núna erum við með aðra hluti á tilboði". Ok...nei...EKKI OK!!!
Einar vildi fá að tala við yfirmann...sem hann fékk...Einar var tilbúinn að æsa sig...sagði manninum að hvað væri málið og hann sagði; "Þið fáið þetta á því verði sem ykkur var sagt"!!!!
Búið mál!
Svo fórum við í Egg...ætlum ekki að versla innréttingu þar!! Að fá tilboð kostar 5000 krónur!! Sem gengur upp í ef maður verslar hjá þeim...annars bara too bad. Svo var konan bara frekar hrokafull og dónaleg...
Þannig að við fórum í Ikea!!! Og það fyrsta sem við sáum var innréttingIN!!! Í eyjunni var snilldarlegur ísskápur...eða öllu heldur ísskúffur!! Og ég kolféll!!! Svo ef við skiptum ekki um skoðun aftur þá verður þetta sú innrétting sem við munum velja. Ætlum að teikna eldhúsið í forritinu þeirra og fara og fá tilboð.
Þetta er svo spennó að það hálfa væri nóg!!!
En nú held ég að ég ætli að fá mér kvöldmat...og fara svo út og hitta fólk!!! Gaman, gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2008 | 17:59
Í kvöldmatinn...
...í kvöld er Einn fljótgerður. Á morgun eru hins vegar beikonbollur! Hér kemur sú uppskrift:
Beikonbollur (frá Maju)
500-600 gr nautahakk
100 gr beikon, saxað
1 egg
½ dl mjólk
3 tsk kød&grill
100 gr smurostur m. sveppum
pipar
Allt hrært saman, mótið bollur og steikið á pönnu, takið af pönnunni.
Sósa:
200 gr hreinn rjómaostur
2 ½ dl rjómi
2 dl vatn
Bræðið rjómaost og rjóma saman, þynnið með vatni, setjið bollurnar út í og látið malla í 10-15 mín.
Borið fram með gulrótum, blómkáli og kartöflum.
Þessar bollur eru algert lostæti!! Slá alltaf í gegn á mínu heimili!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 10:17
Konudagurinn
Ég var spurð að því nokkru sinnum í gær hvort maðurinn minn hefði ekki gefið mér blóm í tilefni dagsins. Þegar ég svaraði því neitandi komu athugasemdir eins og; "Jiii hvað hann er mikil lumma" eða "En hann leiðinlegur"...eða "En hann órómantískur" og bla bla bla.
Ég svaraði einni svona; "Hann gefur mér ást alla daga og mér finnst það yndislegra en nokkur blóm".
Og þannig er það!
Afhverju er sá sem ekki kaupir blóm á konudaginn endilega ömurlegur...leiðinlegur...órómantískur? Eins og einhver sagði; ég kaupi ekki blóm á "þar-til-gerðum-degi" heldur frekar alla hina dagana!
Við áttum kósí-sjónvarps-þátta-kvöld í gær og borðuðum Dominos pizzu með! Sem við fengum frítt í ofan á lag! Einar pantaði á netinu og fór svo að sækja...fékk þá að vita að það væri eitthvað að tölvukerfinu svo pantanir gegnum netið bærust ekki á Skagann...þess vegna fékk hann pizzurnar fríar. Við vorum sátt við það! Pöntuðum samt bara pizzu af því að það var mega-vika og allar pizzur á 1150. Ég fékk mér Dominos Extra, sem ég er búin að vera í nettri þráhyggju yfir síðan einhver í vinnunni var að dásama þessa tilteknu pizzu...ok, búin að prófa hana og geri það EKKI aftur!! Fannst hún ekki góð. Bara best að fá með pepperoni, sveppum og gráðosti!!
Nóg um pizzutal...ætla að elda hádegismat handa ofur-virka manninum mínum...hann fór upp í hús 5.30 í nótt!!! Hafði vaknað 4.30 og ekki getað sofnað aftur...hann virðist geta lagt inn svefn...svaf eitthvað frameftir laugardag og sunnudag...og er greinilega búinn með svefnkvótann í bili!!!
Jamm, ég skil þetta ekki...en svona er það nú samt!
Eigiði yndislegan dag, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.2.2008 | 20:36
Jæja...
...12 tímar eftir af helgarvaktinni...
Búin að vinna sem sagt helgina og hef því ekkert bloggað. Kom heim í gær og fór að elda og kósíast. Við borðuðum íslenskt lambalæri með ofnsteiktum kartöflum...og sætri kartöflu...og karrísósu að hætti Sollu á Grænum Kosti. Snilldargóð máltíð!!
Núna er ég að bíða eftir að Jón Ingvi klári eplið sitt...svo eru þeir bræður að fara í bælið.
--
Jæja, búin að lesa "Stolt Simba" og syngja alveg helling. Og nú segir Jóhannes að hann sé þreyttur en geti samt ekki sofnað...þessi elska, hann vill ekki fara að sofa þessa dagana...en sofnar ef hann bara þagnar í smá stund
Annars er helgin búin að vera góð. Ég og strákarnir mínir þrír horfðum að Laugardagslögin í gær og tókum þátt í kosningunni og alles...og vorum ekki sammála!! En hvorki "mitt" lag né Einars vann!!
Kósí kvöld með strákunum! En Ólöf Ósk var í Eurovisjón partýi með sundhópnum og skemmti sér konunglega! Stóra stelpuskottið okkar!
Í dag komu svo tengdapabbi og Jóna í kaffi, þegar ég var búin að vinna. Ólöf Ósk tók út köku með kaffinu. Svo birtust Valli, frændi Einars, og Sigrún, konan hans óvænt. Mjög gaman.
Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því; ég ELSKA að fá gesti!!
Á morgun er Valkyrju-saumó hjá mér. Þessi sem var aflýst um daginn þegar ein af lægðunum gekk yfir suðvestur hornið. Gaman, gaman.
Jamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 19:39
Vinakönnun
1.Hvað er klukkan? 19.14
2. Hvert er fullt nafn þitt? Sigrún Jóhannesdóttir
3. Við hvað ertu hræddust/hræddastur? Mjög lofthrædd...komst að því þegar ég stóð uppi á stillasa áður en þakið var sett á húsið...
4. Fæðingarstaður? Odense
5. Uppáhaldsmatur? Íslenskt lamb...mexíkanskur matur...slafr...
6. Hver er þinn náttúrulegi hárlitur? Íslenski sauðarliturinn...með gráu ívafi.
7. Hefurðu einhvertíma verið með tiltektaræði? Nei, ALDREI!!
8. Hefurðu farið nakin að synda? Neibb...en hef farið nakin í heita pottinn á Reyðarfirði...
9. Hefurðu elskað einhvern svo mikið að þú hefur grátið? Já.
10. Lent í bílslysi? Árekstri en ekki bílslysi.
11. Croutons (Brauðmolar) eða beikonbitar? Beikonbitar takk :)
12. Uppáhaldsdagur vikunnar? Dagurinn í dag!
13. Uppáhalds veitingahús? ??
14. Uppáhaldsblóm? Sólblóm.
15. Uppáhalds íþrótt að horfa á? ENGIN!!
16. Uppáhaldsdrykkur? Blár Kristall og hvítur Toppur!
17. Uppáhalds ís? Einhver sykurlaus ís sem ég geri.
18. Warner brothers eða Disney? Disney
19. Hefurðu ferðast með skipi? Jamm, Akraborginni og Herjólfi...
20. Hvernig er baðmottan þín á litinn? Á enga baðmottu.
21. Hversu oft féllstu á bílprófinu? Aldrei.
22. Hjá hverjum afritaðirðu þetta? Sameiginlegt verkefni hjá mér og Ásdísi...sem hún sá samt meira um en ég ;)
23. Hvað gerirðu þegar þér leiðist? Mér leiðist eiginlega aldrei.
24. Hvenær ferðu í rúmið á kvöldin? Fer eftir hvort ég hef verið á kvöldvakt eða ekki...
25. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? CSI NewYork
26. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Mínum ástkæra eiginmanni.
27. Almenningsgarður eða dýragarður? Almenningsgarður!!
28. Uppáhaldslitur? Rauður og Grænn
29. Hvað ertu með mörg tattú? Eitt, og hef haft það s.l. 14 ár!!
30. Hvað áttu mörg gæludýr? Núll!
31. Hvað kom á undan eggið eða hænan? Næsta spurning takk!!!
32. Hvað langar þig að gera áður en þú deyrð? Halda áfram að njóta lífsins með þeim sem ég elska
33. Hefurðu komið til Hawaii? Nei.
34. Hefurðu komið til annarra landa en Bandaríkjanna? Já en aldrei til Bandaríkjanna.
35. Hvað áttu marga bloggvini? 48
Kæru vinir, endilega vera dugleg að afrita þennan lista inn á ykkar blogg, þurrka út mín svör og setja ykkar inn. Við getum fræðst helling um hvert annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 13:32
Kjóllinn og ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.2.2008 | 00:45
Var á kvöldvakt...
...og er nýkomin heim. Syfjuð og held ég fari upp í fljótlega.
Ætla að æða á fætur með krökkunum og fara svo að æfa kl 8.00 Fór líka í morgun en hef ekki verið alveg nógu dugleg undanfarið. Nú er mál að standa mig betur!!! Svona til að kortið borgi sig... ;)
Annars er föstudagur á morgun og helgarvinna framundan. Gaman að því. Vonast þó eftir þokkalega rólegri helgi...bara svona...jamm...kemur í ljós.
Fékk uppskrift að franskri súkkulaðiköku hjá Lilju sys. í fyrradag og ætla ég mér að prófa að breyta henni mér í hag. Ef hún heppnast vel þá ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni...og jafnvel hafa hana í desert þegar við fáum gesti í mat 1. mars!! Nú eða ekki...
Ok...ætla í bælið...
Ást og friður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar