Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
5.1.2008 | 19:55
Fráááábær dagur!
Byrjaði daginn á að skella í heitan rétt...brunaði svo í Borgarnes að hitta æskuvinkonu mína, Hrafnhildi, sem þar er stödd. Hún býr í Köben, þar sem við endurnýjuðum vináttu okkar fyrir rétt tæpum 5 árum.
Við vorum miklar vinkonur sem krakkar/unglingar en misstum sambandið. Þegar við hittumst aftur í Köben í febrúar 2003 var sem við hefðum alltaf verið í sambandi og síðan hefur ekki slitnað úr, og við munum ekki láta það gerast aftur!!
Í morgun áttum við góða stund saman, og spjölluðum um heima og geima. Alveg ómetanlegt að eiga góða vini. Mikið er ég lánsöm, og þakklát.
Myndin er tekin í kveðjupartýinu okkar, 8. júlí 2006, 4 dögum áður en við yfirgáfum danska grund!
---
Eftir Borgarnes brunuðum við heim og í ofninn með heita réttinn...allir í sparigallann og svo í jólaboð. Jólaboðið var haldið í Miðgarði, hérna rétt fyrir utan Akranes (fyrir þá sem eru ekki kunnugir á þessum slóðum...) og var þar föðuramma Einars (sem er tæpl. 92 ára) og flestir af hennar afkomendum. Mikið fjör. Allir komu með eitthvað með sér á sameiginlegt hlaðborð, og þvílíkar kræsingar...maður minn!! Svo var dansað kringum jólatréð, Hurðaskellir kom og svo var hið svokallaða Báru-bingó. Stelpurnar okkar unnu báðar, Bára einu sinni og Ólöf Ósk tvisvar sinnum!!
Það var ofsalega mikið gaman. Fullt af FRÁÁÁÁBÆRU fólki!
---
En núna ætla ég að rjúka...ætla að lesa fyrir strákana áður en ég æði í næsta hitting...meira um það á morgun...eða í kvöld!!!
Ást til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2008 | 21:04
Kannski ég bloggi smá...
...hef samt ekkert að segja...
Var að vinna í dag. Stelpurnar í vinnunni fengu þvílíku lofræðuna um mig og minn elskulega eiginmann... Það var ein kona okkur nákomin sem hélt heljarinnar lestur um okkur...og þóttust stelpurnar fá ofbirtu í augun þegar ég birtist... En það er nú voða gaman að vita að þessi tiltekna kona er svona yfir sig stolt af okkur og ánægð með það sem við erum að bralla í lífinu. Mér þykir vænt um það.
Hérna heima voru allir þreyttir...og erum við hjónakorn þreytt enn... Strákarnir náðu að slappa vel af yfir Disneyshowinu á DR1 og ætluðu aldrei að ná sér niður áðan...búnir að vera í grátleik inni í rúmi (þið vitið...svona æsings-leik sem er ROSA skemmtilegur...þangað til allt í einu þegar einhver meiðir sig og fer að gráta). Það endaði með að Jóhannes grét...en núna held ég að þeir séu sofnaðir...amk. þagnaðir...og þó...heyrist ég heyra hvísl...
Einar er loks búinn að loka húsinu alveg. Náði að loka þakkantinum og kitta í gluggana, svo nú ætti að hætta að leka. Það hefur ekki viðrað til útivinnu...þið vitið...lognið alltaf á fleygiferð...en hann lét sig hafa það í dag og vatt sér upp á þak. Þessi elska. Jiiii, hvað mér finnst hann duglegur. Ég er sko líka að rifna úr stolti yfir honum!!!
Þess vegna ætla ég núna að hætta að blogga og fara og leggjast í arm...og glápa á imbann með honum
Lov jú gæs!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2008 | 12:50
Hellú!
Ekki tókst okkur það sem við ætluðum...við ætluðum sko að vakna snemma og ræsa drengina...venja þá við fyrir morgundaginn, því þá hringir klukkan 6.50 og ENGIN MISKUNN!!!
Skvísan stóð sig betur en við hin, fór á fætur 7.15, fékk sér morgunmat og á sundæfingu...eða ætlaði sér þangað. Kom að læstum dyrum...júbb, sundlaugin lokuð þar sem það er heitavatnslaust á Skaganum. Jamm, við ekki að kveikja á perunum...
En hún stóð sig vel, stelpuskottan.
Veit ekki alveg hvenær Einar fór á fætur...en ekki of snemma...hann kom svo inn og kveikti ljósið og sagði að við YRÐUM að vekja strákana NÚNA!! Jóhannes, sem var upp í hjá okkur, sagði með mjórri, skipandi röddu; "Viltu SLÖKKVA ljósið!"!!!!
Jón Ingvi morgunhrafn er farinn að sofa út...og var sem sagt steinsofandi þarna kl. 9.30! En hann var fljótur að vakna. Skreið svo inn til okkar og undir sæng. Fékk að horfa á 5 þætti af "Jul i Valhal" meðan ég fór að versla.
Ætlaði að kaupa "æbleskiver", þær fengust sko í Krónunni í fyrra...en ekki til. Þannig að ég ætla að hætta að bloggast núna og standa við gefið loforð...og fara og baka GRÆNAR vöfflur!!!
Svo er vinna á eftir...og á morgun...og svo helgarfrí!!!
Ást og friður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 21:21
Hjálpum þeim...og fleira
Ég var að leita að myndbandinu "Hjálpum þeim" á netinu, fann útgáfu frá 2005 á YouTube...en langar geðveikt að sjá þessa upprunalegu. Man óljóst eftir henni, og mér finnst 1985-útgáfan vera THE útgáfa...að öllum ólöstuðum!
Haldið þið að sú útgáfa finnist á netinu einhversstaðar????
---
Jæja, þá er Cille farin Við náðum að fara með hana í sund, leyfa henni að upplifa að fara í sund úti í frosti! Henni fannst það frekar sérstakt, og naut þess í botn. Reyndar var planið að fara með hana einhvern seinnipartinn, í myrkri líka, en það náðist ekki. Viðraði ekki til sundferða þá daga sem ég hefði komist með þeim.
Nú er hún nýbúin að hringja, lent í Köben og komin í öruggan faðm foreldranna. Nokkrir mánuðir í að við hittum þessa yndislegu stelpu aftur.
---
Er svona að spá hvort ég eigi að æsa mig yfir fíflunum í umferðinni...jú, ég ætla að láta það vaða...ótrúlegt hvað fólki liggur lífið á. Upplifði tvisvar framúrakstur í dag sem mér þótti ansi hæpinn...og alveg magnað hvað fólk (umferðafíflin) hugsar ÉG, það er ekki mikil VIÐ-hugsun í gangi. Neibb, ÉG er að flýta mér...skítt með hvort ég stúta nokkrum á leiðinni!
AAAARRRGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!!
---
En núna ætla ég, í einskærri gleði og hamingju, að lokka minn heittelskaða í kúr fyrir framan imbann!!
Sendi kærleikshugsanir til ykkar allra sem fylgist með bullinu í mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 23:54
Alveg að verða of sein...
...til að blogga á 1. degi ársins!!
Það má ekki gerast!
Annars hef ég ekkert að segja. Átti gott gamlárskvöld í vinnunni. Mjög huggó, en samt buzy líka!
Þegar ég kom heim voru Einar og krakkarnir að spila Matador. Börnin voru að vonum, vonsvikin með veðrið í gær...rokið fór óvenju hratt yfir...svo þau fóru ekki út að skjóta.
Við fórum hins vegar áðan og skutum upp slatta. Geymum restina fram á þrettándann!!
Höfum aldrei eytt eins miklu í rakettur...keyptum fjölskyldupakka...og smá auka stjörnuljós...kostaði um 8000 krónur!! Sumum þykir þetta eflaust lítið...en mér finnst þetta meira en nóg!
Jæja, held ég hætti núna svo ég nái að vista fyrir miðnætti!!!
Knús&kærleikur á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 178700
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar