Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
10.1.2008 | 17:14
Jón Ingvi
Jón Ingvi var í klippingu áðan. Ég er búin að draga hann með þetta síðan fyrir jól, því ég vildi að hann hugsaði sig vel um...af eigin reynslu veit ég að fljótfærni með síða hárið getur orsakað eftirsjá...
En hann var ákveðinn...og ljósa, fallega hárið fékk að fjúka...amk. mikið af því. Pabbinn fór næstum því að gráta...Jón Ingvi er með (var með) hár eins og Einar dreymdi alltaf um...ljóst, sítt og SLÉTT!!! En það er ekki hægt að láta börnin lifa okkar drauma ;)
En hér er hann, ljós og fagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2008 | 11:43
Fréttir dagsins af sveitópíunni á Skaganum!
Jæja, svona er morguninn búinn að vera hjá mér:
- Vekjaraklukkan hringdi kl. 6.50 og mér tókst með herkjum (verð örugglega seint morgunmanneskja...) að drösla mér út úr rúminu. Vakti börnin, setti morgunmat á borðið, smurði nesti, og skreið undir sæng aftur og kúrði smá stund með yngsta manninum.
- Fór nokkrum sinnum framúr til að "redda málunum"...hinum ýmsu málum.
- Kyssti skólabörnin bless.
- Setti Pétur Pan í videótækið og skreið undir sæng aftur...
- SOFNAÐI!!!
- VAKNAÐI þegar minn heittelskaði kom heim af næturvakt kl. 8.52 og skreið ÍSkaldur undir sængina til mín...birrrrrr...nú veit ég hvernig honum líður á næstum því hverju kvöldi þegar ÉG skríð ísköld undir sængina og HEIMTA að hann hlýji mér... En það var SAMT notalegt að knúsa ástina mína smá áður en ég skreið undan sænginni og leyfði honum að fá svefnfrið...hann er sko að fara á kvöldvakt svo hann fær bara að sofa til 14.30...
- Smellti mér í föt.......og haldið ykkur nú fast; fór í æfingagallann!!!
- Gaf yngstamanninum morgunmat...hann valdi sér gordon bleu...kalt frá í gærkvöldi...og vatnsmelónu í eftirmat...
- Skutlaðist upp á leikskóla með ungann minn og æddi í ræktina.
- Gladdist mikið í hjarta mínu þegar ég mætti í ræktina og Dóra vinkona mín var að vinna!! Spjallaði við hana allan tímann sem ég puðaði og hálftíma betur en það, yfir kaffibolla á eftir. Fattaði þegar ég labbaði stirð niður stigann að ég GLEYMDI að teygja...O well...geri bara betur næst
- Fór í búð, sem heitir því skemmtilega nafni "Ævintýrakistan" og keypti mér garn...og freistaðist til að kaupa mér enn eina prjónabókina...bara stóðst ekki mátið...hún var MJÖG skemmtileg og verður pottþétt notuð vel og lengi!!! Full bók af flottum uppskriftum að vettlingum, grifflum, hólkum (?), húfum og höttum!!! (Svo nú get ég hafist handa við jólagjafirnar!!! ...kannski fjölskyldan sé orðin leið á að fá vettlinga...)
- NÚNA ætla ég í góða sturtu, svo ætla ég að fá mér morgunmat og því sem næst góðan kaffibolla. Hljómar glæsilega.
--
Gangið á vegum ÆM...ef þið viljið...það ætla ég að gera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2008 | 20:41
Í baráttu við sjálfa mig...
...eins og fór vart fram ykkur fyrr í haust, að þá byrjaði ég að æfa af miklum krafti. Það dró töluvert úr kraftinum í desember og ég fór í frí um jólin...og er svona eiginlega bara enn í fríi...fékk svo sms frá stöðinni í gær...; "Sæl, við hjá Curves erum farnar að sakna þín. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur. Starfsfólk Curves."
Ok ok ok...ég er líka á leiðinni að mæta...ætlaði í fyrrdag...en fór ekki...ætlaði ekki í gær því ég vissi að ég yrði þreytt eftir kvöldvakt og á leið á aðra kvöldvakt.
Ætla á morgun...með Grétu...en nú var ég að fá sms frá Grétu sem kemst ekki á morgun...og þá byrja ég - í mínum klikkaða haus - að réttlæta það að ég sleppi því líka...!!
Sjáum hvernig þetta fer í fyrramálið!!
--
Nú er allt að gerast í húsinu, Einar er á fullu að undirbúa bílskúrshlutann...og hluta hússins, undir flotun. Múrarinn kemur á föstudaginn og flotar! Þá getur ástin mín farið að setja upp veggi!! Jamm, þetta er sko spennó.
Spáiði í að fá að flytja í hús sem ástin hefur byggt!! Einar hefur gaman af þessu og hann byggir þetta hús með kærleika. Ekki amalegt gjöf til okkar allra.
Mér finnst ég lánsamasta kona í heimi!!! "Á" besta mann í heimi!
--
Knús og kærleikur út í universið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.1.2008 | 00:39
Lubbablogg!
Ég sá myndir af sjálfri mér í dag, myndir sem voru teknir á laugardagskvöldið. Ég skoðaði myndirnar með opnum hug...en fékk nett áfall yfir útlitinu á sjálfri mér...eða meira hárinu mínu...!!!
Svo í dag var hárið bara orðið - allt í einu - of sítt og ég náði því í tagl...nenni því ekki!!!
Reyndar hef ég spáð mikið í þetta undanfarna mánuði, síðan ég ákvað að gefast upp fyrir hárinu og sætta mig við, það sem ég hef kallað "strípurnar frá Guði".
Ég byrjaði að grána þegar ég var 22ja ára og mín kenning er, að þegar gráu hárin birtast svona snemma á ævinni þá sé erfiðara að sætta sig við þau (en það er kannski alls ekki þannig...). En amk. ég skammaðist mín lengi fyrir þessi gráu hár, sem sífellt fjölgaði...
En ég sem sagt skammast mín ekki lengur, gafst upp fyrir þessu og sætti mig við örlög mín
Eftir að hafa skoðað þessar myndir aftur fannst mér þetta nú ekki eins hræðilega slæmt...en samt, ég er litlaus...!!! Finnst mér. En alveg ljómandi hugguleg og sæt að öðru leiti
Eftir að hafa rætt þessi hármál við stelpurnar í vinnunni í kvöld, og fengið þar ýmsar góðar hugmyndir hef ég tekið ákvörðun!
Á fimmtudaginn, þegar ég fer með Jón Ingva í klippingu, ætla ég að panta mér tíma í; KLIPPINGUR OG STRÍPUM!!!! Ég ætla EKKI að láta lita yfir gráu strípurnar sem Guð gaf mér, ég ætla hins vegar að láta bæta við DÖKKUM strípum, til að peppa þetta aðeins upp.
Vil ekki láta lita hárið...þekkjandi sjálfa mig...er alltaf með gráa, ljóta rót þegar ég lita hárið...!!!
Hvað segiði þá?!!!!
--
Núna ætla ég að skríða undir sæng og reyna að sofna...spurning hvort ég geti sofnað strax þar sem ég svaf til kl. 13.12 í dag...remember...!!!
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunþætti Jane
Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina
á World Trade Center.
Jane Clayson spurði hana. Hvernig gat Guð
leyft þessu að gerast?" Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega
djúpan og skilningsríkan hátt...;
Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins
og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér
út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma
sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er heiðursmaður" þá trúi ég
því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum
við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við
krefjumst þess að hann láti okkur í friði?
Í ljósi liðanna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...
Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare (sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bænahaldi í skólum okkar, og við sögðum: Allt í lagi"
Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum.
Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela,
og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum Allt í lagi."
Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga
börnin okkar þegar þau haga sér ílla. Og skólayfirvöld sögðu :
"Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga
sér ílla vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum
vissulega ekki verða lögsótt. ( Það er stór munur á ögun og
snertingu ,barsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og
við sögðum : Allt í lagi."
Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: Það skiptir ekki máli
hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum
vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: Það skiptir ekki
máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn, gerir í einkalífi
sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði
skemmtanaiðnaðurinn: Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem
stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu
kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana,
eyturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við
sögðum : Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og
enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og
þið viljið."
Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa
enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og
röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga,
skólafélaga sína, og sig sjálf. Ef við hugsum málið nógu vel og
lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta
hafi mikið að gera með að við UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM."
Einlægur og áhyggjufullur nemandi spyr:
Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var
myrt í skólastofunni sinni?
OG SVARIÐ: Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt
inn í skólana. " Yðar einlægur, Guð
Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og
vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis.
Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við
efumst um það sem stendur í Biblíunni.
Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir
þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: Ég trúi á Guð" en samt fylgt
Satan, (sem trúir" að vísu líka á Guð ).
Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir
breiðast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda
tölvupóst þar sem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um
áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur
ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð
niður í skólum og vinnustöðum.
Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á
Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklingur það sem eftir
lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið að þegar þú ferð að áframsenda þennan póst, þá sendir þú hann
ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki
viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að
senda sér þennan póst. Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur
hvað öðru fólki fynnst um mig en hvað Guði finnst um mig.
Hefur þetta fengið þig til að hugsa?
Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki,
hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir
þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því
hversu slæmum málum heimurinn er !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 14:41
Svefnpurkan ég!!
Kvöldvaktin í gær var buzy! Hef aldrei, held ég, verið á kvöldvakt þar sem hafa verið eins mikil hlaup og í gær. Veit samt ekki afhverju þetta var svona, það voru engin sérstök veikindi eða svoleiðis. En amk var ég ÞREYTT í fótunum þegar ég kom heim og reyndar ennþá þegar klukkan hringdi kl. 6.50 í morgun. Svo ég fór sko upp í aftur þegar skólabörnin voru farin í skólann, og lá þar þangað til Einar kom heim af næturvakt. Þá var Jóhannes nýskriðinn upp í til mín.
Ég fékk mér smá morgunmat með Jóhannesi áður en hann fór í leikskólann. Og þvílík gleði. Þessi drengur er ekkert smá mikill gleðigjafi. Hann er endalaust í góðu skapi og svo skemmtilegur. Nema hvað, þegar ég var búin að fara með hann í leikskólann þá fór ég heim að SOFA!!! Ætlaði að vakna kl. 12.00 en vaknaði ekki fyrr en 13.12...
...hentist framúr og fékk mér að borða. Fór svo að sækja Jóhannes í leikskólann. Svona til að ná smá stund með honum áður en ég fer að vinna aftur. Núna er hann að teikna handa mér mynd af Greengoblin...eða hvað hann heitir þarna úr Spiderman 1...
Ólöf Ósk er komin og farin, kemur aftur á eftir og fer strax...mikið að gera í vinkonustússi og sundinu. Hún er meiri skessan...alger gelgja, og sú tíð liðin þegar mamma var best...!! En af eigin reynslu þá veit ég að þetta líður hjá...á nokkuð mörgum árum reyndar...og svo vona ég að ég fái hana tilbaka aftur ;) Annars er hún litla mömmustelpan þegar hún er er að fara að sofa á kvöldin, þá vill hún bara mömmu sín´ og mamma sín´ á að breiða sængina yfir litluna sína
--
Er annars í nettu ofnæmiskasti núna...hitti eina sem ég þekki fyrir utan leikskólann og gaf og fékk nýársknús...og hún var með einhverja mega ilmlykt á sér...ég brunaði heim og þvoði mér VEL og VANDLEGA með sápu...en það dugði ekki til...ég anga enn...og mig svíður í nef og augu og klæjar og ég veit ekki hvað. Þarf að muna að biðja hana að sleppa ilmefnum áður en hún kemur næst í kaffi...
Jæja, ætla að kyssa minn heittelskaða áður en hann fer út. Hann var að vakna og er að fara upp í hús...
Knúúzzzzzzzzzzzz........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 14:39
Táslan á sínum stað!
Reyndar var hún orðin hrein og fín þegar við fórum til táslukonunnar...við fórum í heitt og notalegt bað áður en við fórum, og það hefur orðið til þess að það opnaðist eitthvert gat á tánni og drullið hefur lekið út. Ætli það sé ekki að mestu í sokknum hans.
En táslukonan dútlaði við tásuna hans og nú er hún ægilega fín, með plástri og alles!
--
Skruppum aðeins inn til ömmu Báru (ömmu Einars) og hún var alsæl með jólaboðið. Og alsæl með okkur Einar...heyrði hana dásama okkur þegar ég gekk í burtu..."Hugsaðu þér, hún á ÞRJÚ börn og þau eru ÖLL svo stillt og góð"!
Ekkert lítið sem þessi elska er ánægð með okkur
--
Svo er ég að fara að vinna á eftir...nenni ekki en veit það verður very nice þegar ég verð komin á staðinn. Langar samt meira að vera heima og knúsa familíuna mína
Bless í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2008 | 11:20
Bólgin tása á unganum
Jóhannes fór að kvarta fyrir helgi um að sér væri illt í stóru tánni...hann var smá rauður og mér þótti smá bólga í þessu, en við ákváðum að bíða og sjá. Svo hefur hann ekkert minnst á þetta um helgina. Í nótt vaknaði hann um hálf 4 og var svo illt í tánni. Á endanum gaf ég honum verkjastíl og um hálftíma síðar gat hann sofnað. Litli molinn okkar.
Þannig að við erum að fara til fótaaðgerðarfræðings núna í hádeginu, ég held að þetta sé kannski nöglin sem er að vaxa inn. Hann er með svo lélegar neglur á tánum, sérstaklega á stóru tánum og þær klofna og rifna.
Þá vitiði það!!
--
Annars er lítið að frétta. Það er fínasta veður, og núna þegar Einar myndi þiggja MIKLA rigningu, til að vera viss um að húsið sé orðið vatnsþétt þá er náttúrlega bara spáð blíðviðri alla vikuna! Aldrei eftir pöntun blessað veðrið!
--
Svo hef ég ekkert meira að segja ykkur í bili...kyss, kyss...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2008 | 19:33
Þrettándinn!!
Jæja, þá erum við búin með jólin í þetta skiptið. Ég tók niður jólatréð og allt jólaskraut í dag, og við erum nýkomin inn, eftir þrettándabrennu og flugeldasýningu.
Eitthvað er þetta allt að fara í skapið á eldri syni okkar. Hvort það er of mikið sykurát s.l. 14 daga (og rúmlega það...smákökuát byrjaði fyrr...) eða hvort hann er bara leiður á okkur eftir of langt jólafrí...veit ekki. En hann er eitthvað tæpur í skapinu.
Held við aflýsum bara jólunum og öllu því næst...NOT!!
--
Í gær fór ég í skemmtilegan hitting. Fór að hitta "nokkra" bloggvini. Við vorum reyndar alveg slattamörg, en ekki nema fáir voru "mínir" bloggvinir...en það hefur fjölgað í bloggvinahópnum í dag.
Það var rosa gaman. Ég, þessi heimakæra..., kom því þannig fyrir að ég "varð" að fara...bauð Gurrí far...vitandi að hún er á minni línu, heimakær og ekki neinn djammari, og myndi vilja fara snemma heim. Hún þáði farið þar sem hún vissi að ég væri líka á þessari línu!
Þetta var amk mjög gaman og vorum við komnar heim á Skagann aftur fyrir hálf eitt.
--
Ég var nokkuð dugleg í dag...þó ég segi sjálf frá...en ég tók utan af rúminu okkar og strákanna...og er búin að setja hreint á líka! Nema ekki lakið okkar...eigum bara eitt og það er enn á snúrunni...ekki orðið þurrt enn! Venjulega á ég MJÖG erfitt með að koma í verk að skipta á rúmunum á 2ja vikna fresti...reyni bara að hugsa sem minnst um rykmaura og öll þessi kvikindi sem geta leynst í bælinu...ojojoj...en nú fer ég að sofa í hreinu rúmi í kvella og mun sofa eins og lítið lamb
Nóg um það.
Ást út í universið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar