Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
22.1.2008 | 09:09
Allur lurkum laminn...
...geng ég barin ástin mín...nóg er komið næturgaman...
Jamm, ég er lurkum lamin...en hef þó ekki verið barin...en hef verið í næturfjöri með molanum. Held ég sé að farast í bakinu vegna þess að Jóhannes er búinn að vera upp í hjá mér núna nokkrar nætur...og hann sefur alveg upp við mig...helst ofan á mér...(eins og ég geri venjulega við Einar...skil núna að hann sé stundum þreyttur...en ég get ekkert að þessu gert, elti hann í svefni...!!)
Svo er mér drulluillt í hnénu...held ég hafi meitt mig meira en ég hélt þegar ég flaug á boruna þarna í gær. Eða, flaug er kannski aðeins of ýkt...ég rann með lappirnar út og suður og bar fyrir mig úlnliðinn...sem er svolítið aumur líka. Hálka er hættuleg!!!
Jæja, nóg um það...ég er farin að fá mér smá næringu...svo ég hnígi ekki niður á æfingunni á eftir...!
Sí jú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 08:57
Moli litli...
...er ennþá lasinn Hann vakti mig í nótt, þá var hann bullheitur. Mældi hann ekki, en þykist vita að hitinn hafi verið kringum 40°. Honum leið ágætlega að sögn, en var þyrstur og gat ekki sofið. Á endanum gaf ég honum stíl, og hann sofnaði fljótlega. Þannig að líklega hefur honum bara ekki liðið ofvel þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því. Litli molinn minn.
Einar svaf við hliðina á okkur. Þegar hann vakti mig í morgun spurði hann hvort Jóhannes ætti að vera heima í dag! Ég horfði hissa á hann og spurði hann hvort hann hefði virkilega ekki orðið var við bröltið og kjaftaganginn í okkur nótt?!!!! Neibb, hann svaf það af sér...kannski ekkert skrítið, enda var hann að koma af vakt eftir tvö stutt skipti...svo hann var búinn að sofa 3 tíma milli vakta á sunnudaginn og 4 tíma milli vakta í gær... Skil ekki hvernig hann getur þetta! Hann er sko hetjan mín Stundum hef ég nú áhyggjur af hetjunni minni, því mér finnst hann vera að ofkeyra sig...en hann er ekki á sama máli. Og ég get bara tjáð honum þetta, ég get ekki stjórnað honum...reyndi það lengi vel með óttalega mislukkuðum árangri...
Annars er þetta mál málanna í dag:
- bráðum vekja Jóhannes
- fara að æfa
- sækja Jón Ingva í skólann...það er kreisí veður! (rafmangið ótryggt...ljósin búin að blikka tvisvar...best að flýta mér að vista þessa færlsu...)
- skreppa í búð
- baka pølsehorn!!!
Veit ekki þó alveg í hvaða tímaröð þetta verður gert...nema þetta tvennt fyrsta!
---
Pølsehorn
Tilberedningstid: 60+min.
24 stk.
25 gr smør
4 dl letmælk
1 dl tykmælk
25 gr gær
2 tsk sukker
1 tsk groft salt
800 gr hvedemel
ca 500 gr pølser
Smelt smørret i en gryde og tilsæt mælken. Hæld blandingen i en skål og tilsæt tykmælken. Rør gæren ud heri. Tilsæt de øvrige ingredienser (hold lidt mel tilbage). Slå dejen godt sammen med en grydeske. Dæk skålen med fx et låg og stil dejen til hævning et lunt sted i ca. 1 time.
Skær pølserne i 24 lige store stykker.
Tag dejen ud på et meldrysset bord og ælt den godt igennem. Tilsæt evt. resten af melet. Del dejen i 3 lige store stykker. Rul hvert stykke ud til en rund plade (ca. 30 cm i diameter). Del hver dejplade i 8 lagkagesnit. Læg et stykke pølse på den brede ende. Rul lagkagesnitterne sammen fra den brede ende. Læg pølsehornene på spidsen, på bageplader med bagepapir. Lad dem efterhæve tildækket i ca ½ time. Pensl med æg og bag pølsehornene midt i ovnen.
Til madpakken: Tag evt. et pølsehorn direkte fra fryseren og læg det i madpakken.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 17:16
Sinnepsósa Úrsúlu
Svo ég týni henni ekki...:
2 msk. majónes,
2 msk. sýrður rjómi,
1 tsk. dijon sinnep,
1 tsk. hunang
½ tsk. sítrónusafi.
Aromat krydd og svartur pipar.
Má setja meira af sinnepinu, sýrða rjómanum og sítrónusafanum.
---
Annars er ég að baka pizzasnúða núna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 14:44
Hitakrampar og magaæfingar
Mánudagur...Jóhannes heima í dag. Hann er búinn að vera lasinn, var með háan hita um helgina. Ég á svo erfitt með að þola þegar hann er með hita. Vegna þess að þegar hann var 13 mánaða fékk hann hitakrampa og við héldum að hann væri að deyja...blár, stífur, sást bara í hvítuna í augunum...þetta virtist heil eilífð. Síðan þá þarf ég alltaf að hafa hann hjá mér þegar hann er með hita, day AND night!!!
Hann fékk aftur hitakrampa í febrúar á síðasta ári, þegar við vorum í Danmörku, ég og hann. Það var óhugnanlegt, en ég var rólegri...amk á yfirborðinu...skalf og nötraði inn í mér.
Þegar hann rankaði við sér var Ida, vinkona hans, grátandi. Síðan þá hefur hann oftar en einu sinni sagt; "Mamma, ef ég verð lasinn þá fer Ida að gráta".
Enginn hitakrampi um helgina, en hár hiti.
Núna er hann mjög ferskur, og jafnvel hitalaus...er reyndar oftast ferskur þó hann sé með hita...
--
Ég og Gréta fórum að æfa í morgun, það er verið að pína okkur þvílíkt í æfingunum...stelpurnar sem þarna vinna eru alltaf að koma með nýjar og nýjar æfingar...með bolta...sem taka GEÐVEIKT á magavöðvunum...en ég er strax farin að sjá framfarir, æfingar sem ég gat með herkjum gert 4 sinnum fyrir viku fór ég létt með að gera 10 í morgun!!!
Við sjáum fram á að vera mjög fitt eftir mjög stuttan tíma!!!
--
Prjónaði tvo nýja hatta um helgina...einn svartann og einn vínrauðann...þeir eru í þæfingu as we speak!!! Mjög spennó! Þessi svarti á að vera afmælisgjöf til vinkonu minnar í Danmörku, sem verður fertug á miðvikudaginn.
Vá, skrítið til þess að hugsa að vinir mínir séu að skríða í fertugt. Hljómar eitthvað svo skringilega. Ég man bara þegar þrítugt var far far away, og mér fannst það geðveikt gamalt! Núna er ég sjálf 37 og hefur aldrei liðið betur. Er í fínu formi, andlega og líkamlega.
Og vitiði hvað gerðist í morgun...fór út í bíl að sækja símann fyrir Einar...og þegar ég kom til baka flaug ég á hausinn í hálku...við útidyrnar hjá okkur...!!! Meiddi mig bæði í hnénu og úlnliðnum...samt ekkert alvarlega. Sem fékk mig strax til að vera þakklát fyrir að brjóta ekki á mér úlnliðinn...og rífa ekki liðþófann í hnénu!!!
--
Jæja, best að kíkja í hrærivélina...ég meina auðvitað þvottavélina...og sjá hvernig þæfingin tókst!! (Það er sko bleikt vöffludeig frá í gær í hrærivélarskálinni...gott að prjónadótið mitt er ekki þar!!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2008 | 13:20
Svínakjöt Janne
Þessari uppskrift var ég búin að gleyma, hún er rosalega góð...finnst mér sko!
Gúllas
rifinn engifer
hvítlaukur
ferskur koriander
tómatpuré
og að lokum slatti af rjóma.
Soðið töluvert lengi. Borið fram með hrísgrjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2008 | 13:19
Ásdísar-lasagne
Ég var að finna uppskrift sem ég hélt að ég væri löngu búin að týna!!! Svo nú set ég hana hérna inn svo hún glatist ei!!! Og svo þið getið notið með okkur :)
500 gr hakk
1 stór laukur
grænmeti úr ísskápnum (fyrir þá sem eiga grænmeti í ísskápnum...aðrir verða að fara út í búð...eins og ég)
smá vatn
láta malla í hálftíma
oregano, salt, pipar (og fleira ef vill)
verður að vera vel blautt.
1 stór kotasæla (500 gr) og hvítlauksostur - blandað vel saman.
Svo er þetta sett til skipis - og lasagneplötur - í eldfast mót. Og síðan inn í ofn.
Rosalega gott lasagne, finnst mér!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2008 | 11:00
Þessi er mest fyrir Jónu Á...
...en auðvitað megið þið hin vera með
Forsagan að þessum fyrsta fundi mínum við tengdó...
Ég og Einar hittumst fyrst í nóvember 1994...og ekkert spennandi við það. Kalda janúarnótt 1995 hittumst við aftur og áttum saman ...ástarfund... og síðan ekki söguna meir...
...nema ca 3 vikum síðar er óléttuprufan jákvæð...
...úpps...ekki alveg planið að fara að eiga barn...ein...maður sem ég þekkti ekkert...en ok, örlögin og allt það...!!
Nema hvað, við vorum sem sagt ekki kærustupar og hann fór á sjó vestur á firði. Svo við sáumst ekkert.
Í september lufsaðist hann loksins til að segja mömmu sinni frá þessu janúarævintýri...og að það væri barn væntanlegt í heiminn eftir nokkrar vikur.
Mömmu hans þótti ótækt að hafa ekki hitt þessa konu sem bæri barnabarnið hennar undir belti...en hann vildi ekkert blanda sér í þau mál...
...en var samt svo sætur að segja mér frá hverju ég ætti von á...sem sagt símtali.
Þetta er sem sagt forsagan að þessum fyrsta hittingi okkar Siggu Báru.
Sigga Bára hélt sambandi við mig, fannst barnið eiga rétt á að þekkja föðurfólkið sitt þrátt fyrir að við ætluðum ekki að vera saman, ég og pabbinn sem sagt.
Svo okkar samband þróaðist og úr varð hið besta samband, löngu áður en hún varð tengdamamma mín.
Það var svo í desember 1996, eða þegar prinsessan okkar var 13 mánaða að augu okkar opnuðust fyrir hvort öðru. Reyndar hafði ég nú verið ægilega skotin í honum þarna í byrjun árs 1995...en komst yfir það.
Hvað gerðist þarna í byrjun des. 1996 veit ég ekki...en það sér sem betur fer ekki fyrir endann á þeirri hamingju
Jamm, þá vitið það...dóttir okkar var skot í myrkri...sem varð svo stóra ljós lífs okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.1.2008 | 15:40
Laugardagur til lukku
Ég svaf á mínu græna til hálf 10...með nokkrum "vöknum" frá kl 6.37. Strákarnir voru, sem sagt, vaknaðir frekar snemma...og voru að bíða eftir danska barnatímanum sem byrjar kl. 7.00. Svo heyrði ég ekki mikið í þeim fyrr en þarna upp úr kl. 9.
Smellti mér framúr og gerðist aktív. Lét þvottavélina skola og vinda þvottinn sem ég nennti ekki að hengja upp í gærkvöld, setti svo í aðra vél, bjó til berjamix handa okkur mæðgum í morgunmat (frosin jarðarber, AB-mjólk og Agavesíróp) nammi namm!
Íþróttaskólinn var kl. 12.20 og það er svo gaman að fylgjast með Jóhannesi þar. Hann blómstrar þegar kemur að hoppi og skoppi.
Jón Ingvi var búinn að bjóða afa sínum og ömmu í vöfflukaffi, en því var frestað til morguns. Hann hlakkar voða mikið til. Þetta er framtakssemi í honum. Dugnaðardrengurinn okkar
Mikið á ég erfitt með að finna eitthvað í matinn þessa dagana. Við höfum ekki gert vikumatseðil síðan fyrir jól, og mikið svakalega munar um það. Mér finnst svo gott þegar við höfum öll verið með í að ákveða matseðilinn, þá slepp ég alveg við að bræða úr heilanum úti í búð...
En mér tókst samt að ákveða matseðil kvöldsins:
Lambakjöt og ofnsteiktar kaftöflur, skornar í báta og kryddaðar með basilíku, bernais og ofnbakað grænmeti:
púrrulaukur, gulrætur, sveppir, sæt kartafla (hefði sett broccoli...en hausarnir sem voru til í Krónunni voru ekki lystugir...), hvítlaukur. Sett á pönnu og mýkt svolitla stund. Svo setti ég rjóma, hvítlauksost, grænmetiskraft (einn tening), basilíku og pipar út í. Lét ostinn bráðna og setti svo í eldfast mót.
Slafr...hlakka til að borða kvöldmat!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2008 | 20:34
Afmælisbarn dagsins...
...er elsku besta tengdamúttan mín. Og án efa heimsins besta tengdó!!!
Ég man mjög vel fyrsta skiptið sem ég hitti hana. Það var í lok september 1995. Einar hafði nýlega sagt henni að hann ætti von á barni (úbbs...) og Siggu Báru langaði að hitta þessa stúlku...
...ég var vægast sagt MJÖG stressuð þegar Einar sagði mér að mamma hans myndi hringja í mig...og ekki varð ég minna stressuð þegar hún loksins hringdi og vildi hitta mig...
Ég man ég var í brúnum óléttukjól og röndóttum sokkabuxum þar sem ég stóð í anddyrinu á gamla Moggahúsinu í Aðalstræti...
...og niður kom þessi röggsama kona sem átti bræddi hjarta mitt við fyrstu kynni.
Hún bauð mér í súpu á Kaffi Reykjavík, og við spjölluðum um heima og geima. Ég held að stressið hafi rjátlast af mér mjög fljótlega.
Frá þessum degi hefur verið kært á milli okkar, og við höfum átt ófáar, langar og yndislegar stundir saman, m.a. þar sem við höfum setið og talað fram á nótt.
Ég þakka sannarlega fyrir öll árin og hlakka til margra fleiri.
Elsku Sigga Bára, ég vona að dagurinn hafi verið góður og að sólin skíni sínu bjartasta í hjartanu þínu.
Og hér er ein mynd af okkur, ásamt Siggu, mömmu hennar Siggu Báru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2008 | 21:53
Fimmtudagur...
...og alveg að koma helgarfrí...hjá mér og börnunum... Og úti er alltaf að snjóa!! Í staðinn fyrir að pirrast yfir snjónum og þar með þæfingi á götunum, eins og alltof margir gera, hef ég einsett mér að sjá snjóinn með augum barnanna minna: AUGUM GLEÐINNAR!!!
---
Ákvað að sýna ykkur mynd af mér með hattinn sem ég var að prjóna þarna um daginn!
Bara svona til að gleðja augu ykkar
Annars er ég mjög ánægð með útkomuna og er alvarlega að spá í að prjóna mér svartan og rauðan og...og...!
Ég er sko ekki enn búin að útvega mér lopa í allt þetta sem ég ætla að fara að prjóna mér...þyrfti nú að drífa í því! Langar að fara að byrja.
---
Heyrðu, svo ég segi ykkur nú líka frá hraðsuðukatlinum sem mér áskotnaðist hérna fyrir jólin! Viljiði sjá þessa dýrð!!!
Hann er sko einu ári eldri en ég og virkar svona líka rosalega vel. (Og ég skipti sko sjálf um kló...hef ekki gert svoleiðis í háa herrans tíð...eða ekki síðan ég var rúmlega tvítug piparjúnka...).
En málið með þennan ketil er að foreldrar mínir fengu hann í tvítugsafmælisgjöf, sem sagt árið 1969 og þau voru svona ægilega lukkuleg með hann, eins og ég er núna, einhverjum 38 árum síðar! Og það besta er að þau bjuggu í Danmörku á þeim tíma og það er enn danskt kalk innan í katlinum! Spurning hvort ég leyfi því að vera eða smelli smá ediki í hann og hreinsi það úr...kannski myndi hann bara bila ef það yrði fjarlægt...enda LÖNGU orðið hluti af katlinum!
Jæja, held ég hætti að röfla þetta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar