Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 18:47
Bóndadagur 2008
Jón Ingvi
þú ert skemmtilegur
þú ert góður í fótbolta
Þú ert sætur strákur
þú ert duglegur strákur
þú ert góður vinur
kv. ég Arna
---
Þetta fékk Jón Ingvi með heim á bóndadaginn! Ekki amalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2008 | 13:33
Síðasti sunnudagur janúar-mánaðar!!!
Góðan sunnudag, elskurnar mínar til sjávar og sveita!
Hér í koti fóru sumir snemma á fætur (minn heittelskaði kl. 5.15), aðrir aðeins seinna (strákarnir rönkuðu við sér til að horfa á danska barnatímann kl. 7.40)...á meðan enn aðrir lágu á sínu græna fram undir hádegi (ég sko...). Dí hvað ég er svakalega morgunsvæf. Og morgunlöt. Mér finnst bara ótrúlega notalegt að liggja undir sæng þegar ég get og má. Jóhannes kom reyndar um níu-leitið og sagði; "Mamma, viltu hjálpa mér, ég ætla að fá mér í gogginn" (algert krútt). Ég fór og gaf honum súrmjólk með púðursykri og cheerios...og skreið undir sængina aftur. Dormaði eiginlega eftir það. Mjög notó.
---
Held svei mér að kvefið sé á undanhaldi. Hélt það reyndar líka í gærmorgun...en var mjög stífluð allan daginn. Svo er ég líklega með vökva í eyrunum...undarleg tilfinning. Það eru allskonar skruðningar og læti í eyranu á mér og svo heyri ég frekar illa. Veit núna hvernig börnunum mínum hefur liðið á þeirra yngri árum...
---
Ég tók mér það bessaleyfi að STELA uppskrift frá Hugarflugunni minni kæru. Svona svo ég týni ekki uppskiftinni...vona að Hugarflugan fyrirgefi mér...;
"...Útbjó svo kartöflur, sem ég tvíbakaði; þ.e. bakaði þær fyrst, lét þær kólna og tók svo innan úr þeim og blandaði saman við sýrðan rjóma, blaðlauk, papriku og beikon og stráði svo Mozzarellaosti yfir og oregano og bakaði aftur."
Hljómar guðdómlega, finnst ykkur ekki??? Mér finnst það amk. Enda hef ég löngum verið kartöfluglöð kona!
--
Haldiði ekki að mér hafi verið boðið á Tupperware kynningu í dag?!!!! Hef ADLREI orðið svo fræg að fara á slíka kynningu. Eina kynningin sem ég hef farið á, er kynning á hjálpartækjum ástarlífsins. Minnist þess þó ekki að hafa keypt neitt.... Man hins vegar að það var mikið flissað...
Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla...kannski...að kaupa. Og ég ætla EKKI að kaupa neitt annað!!! Segi ykkur seinna hvað ég keypti...ef ég keypti það...!!!
Best að fara að prjóna....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 21:30
Ég ætla...
...að setja inn nýjar myndir af húsinu á morgun...og kannski einhverju fleiru skemmtilegu...
Fékk fullan poka af hespulopa í dag!!! Geðveikt spennó! Svo ég er búin að sitja núna s.l. klukkutíma og gera hnikla...
Ætla að klára vettlinana fyrst, sem ég er að prjóna, áður en ég byrja á kjólnum...og peysunni...svo ég hef ekki tíma til að blogga meira núna!!!
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2008 | 20:05
Vetur!
Mér finnst eiginlega fyndið hvað allt fer upp í loft þegar það kemur vetur. Töluðum oft um það í Danmörku að þar færi allt í pat...en hér virðist það líka gera það. En samt ekki á sama hátt. Mér þótti t.d. mjög indælt í morgun, þegar ég fór með Jóhannes í leikskólann og hin tvö í skólann að ég gat verið viss um að starfsfólkið væri mætt til vinnu! Ekki fast einhversstaðar "ude på marken"!
Hins vegar vælir fólk og pípir..."það er SVOOOOOOO kalt"!!!! "Ooooooohhhhh (gremjuhljóð) viljiði SJÁ veðrið!!!"
Jamm. Vitiði hvað mér finnst frábært? Að heyra vindinn gnauða úti. Ég á svo margar góðar minningar frá dögum þar sem vindurinn blés, skafrenningur! Við systur, ég og Lilja, úti að grafa snjóhús í stórum skafli, stungum bara hausnum inn í holuna í mestu vindhviðunum. Allt á kafi í snjó! Ófært. Vera keyrt á snjósleða í skólann! Eða á Zetor á þorrablót!
Mér finnst æði að sjá börnin mín upplifa snjóinn. Jón Ingvi LENGI á leiðinni heim úr skólanum því það er svo mikið að gera leika á leiðinni heim. Rjóður í kinnum og með gleðibros á fallega andlitinu.
Jóhannes hlaupandi í snjónum með stórt bros.
Ólöf Ósk nýtur þess líka að hafa snjóinn, hún hefur verið úti með strákunum að leika í snjónum...eitthvað sem hún nennir nú ekki oft að gera!
Bara yndislegt.
Og núna ætla ég að koma þreyttum drengjum í rúmin sín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.1.2008 | 19:45
Hafið
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Ég hef aldrei verið sterk í
að sjá í gegnum þessar sjónhverfingamyndir.
Anna, vinkona mín, sem sendi mér þessa mynd sagði að
ef maður starir nógu lengi á maður að sjá hafið.
Ég reyndi í þó nokkurn tíma en sama hvað ég glápi þá kem ég ekki auga á
þetta fjandans haf sem vinkona mín talaði um.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.1.2008 | 13:39
Ég elska að syngja...
...og þetta lag söng ég svo oft fyrir skvísuna mína þegar hún var lítil. Því Ólöf Óskin mín kveikti vonina í hjartanu mínu.
ÞITT FYRSTA BROS
Þú kveiktir von um veröld betri
mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.
Það er svo undarlegt að elska
að finna aftur til.
Að merkja nýjar kenndir kvikna,
að kunna á því skil
hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu.
Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt
er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér.
Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín fyrstu orð.
Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun.
Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð.
Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2008 | 10:29
Nú er ég...
...full af kvefi! Hnerraði eins og ofnæmissjúklingur í gær...og var að vona að það væri til komið út af mikilli ilmvatnsnotkun sumra starfsfélaga minna...
...en svo reyndist ekki vera...því þetta hélt áfram eftir að heim var komið...og hér eru sko engin ilmefni!! Meira að segja Einar, þessi elska, rakar sig með Neutral hárnæringu.
Nema hvað, nefið á mér er fullt af hori og hálsinn er með eitthvert ógeð líka...
Sem sagt, mér tókst að næla mér í þetta kvef...sem hefur grasserað kringum mig undanfarið!
Skítt með það, þetta líður hjá.
Það sem er skemmtilegra og betra er að Jóhannes er orðinn frískur...ég ætlaði að skrifa hress, en hann er alltaf hress! 40° hiti slær ekki hressleikann út hjá þessum gormi. Reyndar getur það að þurfa að taka til gert að hressleikinn hverfur bakvið "þreytu" eitt augnablik...en það endist aldrei lengi
Hann var bara með 6 kommur í gærkveldi, og svaf í sínu rúmi í nótt. Hann var reyndar ekkert of ánægður með það, því hann vildi sofa í mínu rúmi...kúra á brjóstunum... Hann er ótrúlega brjóstasjúkur þessi pjakkur. Hann hætti á brjósti 11 mánaða og man svo sem ekki eftir því, en hann hefur aldrei getað slitið sig frá brjóstunum. Þegar Lilja sys. var ólétt s.l. sumar spurði hann mig hvort ég gæti ekki líka fengið baby í magann...svo það kæmi mjólk handa HONUM...hann vildi ekkert fá barnið sko!!! Í fyrradag þá sagði hann við mig með innlifun; "Mamma, ég bara ELSKA þessi brjóst". Pabbi hans segir að hann sé KARLMENNI og muni ALDREI vaxa upp úr því að þykja brjóst ÆÐI!! Svo þeir feðgar berjast um eignaréttinn...
--
Heyriði, ég var ekki búin að segja ykkur það nýjasta úr húsinu?!!! Nú er kominn hiti!! Búið að tengja gólfhitann!!! Og bílskúrshurðin er komin í!! Hef reyndar bara séð hana innan frá ennþá þar sem Einar var ekki búinn að taka plöturnar frá í gær. En hann gerir það væntanlega fljótlega og þá verð ég nú að taka myndir...og með hurðina opna líka svo þið sjáið bílskúrinn að innan!! Ooooohhh, mér finnst þetta svo spennó!!! Og finnst maðurinn minn alger hetja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2008 | 18:32
Smá myndasyrpa...
Jón Ingvi og bleiku vöfflurnar frá síðustu helgi.
Hér er svarti hatturinn óþæfður, og glittir í þann rauða.
Og sá svarti eftir þæfingu og með rauða nælu úr ullargarni með ásaumuðum perlum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2008 | 17:34
Uppskriftir á íslensku!
Pylsuhorn
Matreiðslutími: 60+mín.
24 stk.
25 gr smjör
4 dl léttmjólk
1 dl AB-mjólk
6 gr þurrger (hálfur pakki)
2 tsk sykur
1 tsk salt
800 gr hveiti
ca 500 gr pylser
Bræðið smjörið í potti og setjið mjólkina og AB mjólkina út í, og velgið. Setjið þurrefni í hrærivélarskál (geymið samt smá hveiti) og hellið svo mjólkurblöndunni yfir og hnoðið.
Breiðið yfir skálina og látið hefast í ca 1 klst.
Takið deigið úr skálinni og hnoðið vel, setjið restina af hveitinu ef þarf. Deilið deiginu í 3 jafn stóra hluta. Rúllið hverju hluta út í kringlótta flatköku, ca 30 cm í þvermál. Skipið hverri köku upp í 8 "kökusneiðar"
Skerið pylsurnar í 24 jafnstóra bita. Leggið einn pylsubita á breiða endann og rúllið upp, frá breiða endanum. Leggið á bökunarpappír og látið hefast í ca hálfa klst. Penslið með eggi og bakið í miðjum ofni.
Í nestið: Takið pylsuhornið beint úr frysti og setjið í nestispakkann!!
-----
Pizzasnúðar
2.5 dl vatn
6 gr þurrger (hálfur pakki)
500 gr hveiti
1 msk olía
1 tsk salt
- Látið hefast í 30 mín.
- Deigið flatt út, smurt með pizzasósu, settur ostur (og annað álegg að vild), rúllað saman, skorið í 1½ cm þykkar sneiðar.
- Raðað á bökunarpappír.
- Bakað við 180°C (blástur eða 200° ekki blástur) í 10-12 mín.
---
Nú geta þeir sem ekki skilja dönsku alltof vel, verið með í fjörinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 15:14
Ýmislegt bardúsað...
...hérna í mínu koti.
Er sko búin að æfa, reyna að drekka ódrekkandi kaffi eftir ræktina, spjalla heillengi við Grétu, baka pylsuhornin (og krakkarnir að verða langt komin með þau...verð að baka 3 falda uppskrift næst til að eiga í frystinum...), búin að versla, sækja Jón Ingva í skólann...og fleira.
Ég er líka búin að þæfa eina lopapeysu...setti (viljandi) peysu sem var of stór á Einar í þvottavélina, á venjulegt prógramm á 40° og hún passar ca á Jóhannes núna!!! Sé eftir að hafa ekki tekið mynd af henni áður... Ætla að búa til eitthvað úr þessum lopaklumpi, veit ekki alveg hvað. En t.d. "magabelti" á pressukönnu eða pottaleppa (alltaf að spá í jólagjafirnar sjáið til...!) Er núna að prófa að gera nælu úr ullarefni...
En ég er sko þreytt núna, og langar mest að skríða undir sæng...en er frekar að spá í að skera grænmeti fyrir kvöldmatinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar