Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Verð að segja ykkur...

...hvað er huggó hjá mér!!  Núna ætla ég að fleygja mér í sturtu...skola af mér svitann eftir power-tímann...sem var erfiður en ótrúlega skemmtilegur samt!

Svo ætla ég að koma mér vel fyrir uppi í rúmi með prjónana og horfa á nokkra þætti af Friends...sería nr. 3!!!

Hljómar vel, finnst mér amk.  

Svo ekki orð meir frá mér í kvella! 


Speki...

...mér að skapi.  Ásdís bloggvinur minn sendi þetta til mín.  Ástarþakkir fyrir að hafa mig í hugaKissing

Langar að deila þessu með ykkur, elsku vinir. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

31. janúar

Ég var að spá hvort ég ætti að blogga um afmælisbarn dagsins.  En ákvað að linka inn á færsluna sem ég skrifaði fyrir ári síðan.  Þá varð hann fertugur og er því 41 í dag. 

Afmælisbarnið er Eyþór Stefánsson

Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að Eyþór sé 41.  Alveg eins og mér finnst skrítið að hugsa til þess að minn heittelskaði verður fertugur eftir rétt rúmt ár!  Og hann er bara skólaárinu eldri en ég...þó ég sé miklu seinna í árinu. 
Ég held að mér þyki þetta skrítið því ég man svo vel eftir því þegar mamma varð fertug.  Þá buðu hún og Jón Þór okkur, börnunum sínum, og einum vinahjónum út að borða á stað sem hét "Við höfnina" og var staðsettur við Hafnarbraut í Neskaupstað.

Þetta var dagurinn sem mamma komst að því að ég reykti...(er löngu hætt!!!).  Mér fannst mamma náttúrlega óttaleg kelling..."sú gamla"...enda var ég ekki nema 19 ára.  

Í dag er mamma 58 ára, ég er 37 og mér finnst hvorug okkar gömul eða kelling!!  Hins vegar þykir dóttir minni við (ég og mamma) vera GAMLAR!!!  

Svona er þetta afstætt.  En sjálfsagt af því að í svo mörg ár var FERTUGT og ÞRÍTUGT reyndar líka, alveg hræðilega hár aldur og þess vegna finnst mér skrítið að vera að nálgast fertugt sjálf...vinir mínir að skríða...eða jafnvel skriðnir þangað fyrir einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum!

Jamm...þið skiljið kannski hvað ég er að reyna að útskýra...ef ekki þá bara skítt með þaðLoL

Knús til ykkar allra þarna úti, og auðvitað sértakar kærleikskveðjur til afmælisbarnsins, hvar sem hann er niðurkominn.  Ég óska þess að hann hafi fundið hamingjuna og fegurðina í hjartanu sínu. 


Svefngengillinn bloggar!

Shit hvað ég get verið mikil svefnpurka!!  Reyndar fór ég á fætur með krökkunum í morgun...og fannst það svo sem ekki mjög gaman.  Gelgjuskottið okkar var í vægast sagt leiðinlegu skapi og þegar hún er í þeim gírnum þá má Jón Ingvi ekki anda nálægt henni.  Svo hann var reiður og sár, henti skónum hennar út og hún alveg óð, eins og naut í flagi!  Hún var svo örg að hún meira að segja gleymdi að spá í nesti...svo hún kom heim núna í hádeginu og fékk dýrindis steiktan fisk...og var alsæl!  Gott að morgunpirringurinn endist ekki allan daginn!! 

Nema hvað.  Jón Ingvi náði sér líka niður og fór í skólann.

Jóhannes fékk að leggjast yfir eina mynd og ég skreið undir heita sængina hjá mínum heittelskaðaInLove og þegar hann svo fór á fætur til að fara upp í hús...já, þá lá ég áfram og STEINrotaðist!  Og ætlaði aldrei að geta vaknað.  Mikið er óþægilegt, finnst mér, að sofna svona aftur.  Gott að sofa reyndar, en alveg skelfilega erfitt að vakna.  Og ég er einhvernveginn asnaleg í hausnum lengi á eftir. 
Samt læt ég mig hafa það og legg mig...læri seint af reynslunni...!Whistling

Annars er kjarabarátta víst mál málanna í dag.  Sko, ég vil alveg fá betri laun þó ég tilheyri ekki þeim hópi sem sé að farast úr óánægju.  Kannski vegna þess að ég lifði svo mörg ár á fæðingarorlofi eða SU (danski námsstyrkurinn) og svo auðvitað innkomu Einars.  Svo við erum að fá miklu meira í lófann núna en mörg ár á undan. 
Samt, ég verð að standa með stallsystrum mínum og mæta á fund á eftir...vona að það verði þokkalega skemmtilegt...annars lauma ég mér út...ég þarf hvort eð er að fara fyrr til að sækja Jóhannes í leikskólann...!!

Svo er þessi powertími líka í dag...ojojoj, ég verð sko orðin bikinífær í sumar með þessu áframhaldi!!LoL Það liggur samt við að ég hálf kvíði þessum tíma...er með harðsperrur í maganum eftir tímana í gær og fyrradag...og þá var það bara ég sjálf sem píndi mig...en í dag verða tvær kvennsur með pískinn á lofti...!!

Jamm.  Ekki meir í fréttum í dag.  Best að prjóna smá...er alveg að verða búin með gatamynsturbekkinn á kjólnum...þá kemur smá rósamynstur og svo...svart svo langt sem augað eigir!!!

Knússssss......... 


Í dag...

...er ég búin að gera ýmislegt.

Ég fór á fætur kl. 7.00, mjög framlág...enda er það ekki my cop of tea að sofa 5½ tíma...Einar getur þetta í margar nætur í röð áður en hann þarf að leggja sig...en ég bara meika ekki EINA nótt svona!!  Þvílíkt og annað eins.  

Jæja, ég hafði þetta þó af og var mætt í Curves kl. 8.00 eins og ég hafði samið um við Grétu.  Þar tókum við létta sveiflu...og eftir 3 hringi í tækjum og pöllum drifum við okkur í magaæfingar á bolta...svo teigjur...og síðan KAFFI!!!  Ekki gott kaffi...það er hægt að segja ýmislegt gott um þennan stað en kaffið er ekki gott...En þó betra en ekkert kaffi...svona oftast.  Gerðist reyndar um daginn að ég gat ómögulega komið því niður.

Nema hvað.  Heim fór ég.  Og svo kom Helga hjúkka, sem ég vinn með, að sækja mig og við fórum til Kristínar hjúkku...sem reyndar gegnir nafninu "Stína fína".  Þar á bæ fengum við GOTT kaffi!!!  Og kex og osta!  Og hún var búin að standa kófsveitt og skera bæði niður ananas og melónur, af tilitsemi við mig þar sem ég borða ekki sykur!  Fallega gert af henni!

Nema hvað.  Við tókum okkar m.a. til og breyttum vinnuskýrslunum okkar...við breyttum þeim um áramót...en klikkuðum á einu; settum okkur alltof mikið á kvöld-morgun.  Sem er ekki neitt glæsilegt! 
Núna lítur þetta allt saman miklu betur út!!  En skýrslan sú tekur ekki gildi fyrr en í lok mars.

Jamm.  Skrapp upp í hús til Einars, nú þarf ég að fara að bretta upp ermar og sparsla og svona.  Gera það sem ég get.  Bráðum...

Svo var fótbolti hjá Jóhannesi áðan...og ég sat og prjónaði.  Klikkaði á að taka prjónana með til Stínu i morgun, annars hefði ég í það minnsta klárað gatamynstið!  En geri það kannski bara á eftir í staðinn!!!

Best að ganga frá eftir kvöldmatinn!!! 


Mikið líður mér vel!

Búin að fara að æfa og búin að rabba við ÆM.  Sem sagt búin að rækta bæði líkama og sál í dag.  Ekki að ég verði nokkurntímann búin...

Mikið er ég þakklát fyrir lífið, lífið sem ég á í dag.  Ég hef stundum sagt að ég hafi prófað að vera í helv... og veit hvernig er að vera þar.  Mig langar aldrei aftur þangað!!!

Meðan ég var í helv...  var ég búin á því, bæði á líkama og sál.  Ég var bakveik...ung kona!  Og hélt að það væri mitt hlutskipti í lífinu.  Ég grét mikið, og átti mjög bágt í alla staði...fannst mér.  Sjálfsvorkunin var óendanleg.  Allir voru að gera á minn hlut...fannst mér.  Ég var náttúrlega nafli alheimsins...LoL

Eftir að ég hélt af stað upp fjallið, í átt að andlegu heilbrigði þá hef ég öðlast nýtt líf.  Andlega upplifun hef ég öðlast.  Ég reyndar sá það ekki fyrr en mér var bent á það, af mínum heittelskaða.  Ég hélt nefninlega að andleg upplifun fælist í að fá eldingu í skallann...eða eitthvað álíka!!

En nei, mín andlega upplifun hefur m.a. falist í því að ég er í dag líkamlega heil líka.  Ég er ekki lengur bakveik kona, sem þarf að liggja frá nokkrum sinnum á ári út af skessuskoti (eða þursabiti...eftir hvar maður er á landinuTounge). 

Að hugsa sér, að mín líkamlegu veikindi skildu stafa af andlegri vanlíðan.  Vanlíðan út af ýmsu sem ég hef upplifað um ævina.

Þannig að þið sjáið, mig langar aldrei aftur að heimsækja helv... been there, done that!  Og ég óska engum að vera þar. 

Því miður veit ég af fólki þar, fólki sem mér þykir vænt um.  Ég fæ sannarlega að upplifa minn vanmátt...mig langar sannarlega að grípa inn í og BJARGA þessu fólki. 

En ég veit, af fenginni reynslu, að ég get ekki bjargað neinum nema sjálfri mér...með aðstoð ÆM.

Hins vegar get ég verið góð fyrirmynd, sýnt út á við að ég er ekki sú sem ég var, sýnt með framkomu minni að ég hef öðlast nýtt líf.  Og það geri ég, eftir fremsta megni.

Einu sinni gaf Einarinn minn mér lyklakippu sem mér þykir svo óendanlega vænt um, á henni stendur:

18.11.98 - This day my new life began!

--

Over and out!   


Sjúkdómafræði!

Sit hérna heima og les í sjúkdómafræðinni...smá upprifjun í gangi!  Bókin er á norsku, yndislegt tungumál!

Ég er að lesa um hjartabilun og þar stendur m.a. undir sjúkdómsgreiningu;

"...og om beina ofte hovner opp om kvelden..."

---

Nóg um það.  Ég er að reyna að manna mig upp í að fara að æfa.  Er ekki að nenna en er þó komin í gallann!!!  Ætli ég fari ekki kl 13, þegar hádegistörnin er búin!!

Ég var á kvöldvakt i gær svo ég slapp við ÆLU hérna heima...Jóhannes greyið ældi víst svona hressilega.  Í sófann og á gólfið og svo í klósettið líka.  Molinn litli.  Svo leið honum vel á eftir og síðan ekki söguna meir.  Fór hress og glaður í leikskólann í morgun, bað ekki einu sinni um að vera í fríi...sagði kátur í bragði; "Mamma, það er SVO gaman í leikskólanum"!!!

Annars er stóri strákurinn minn heima, hann kvartaði yfir því í morgun að honum væri illt í maganum og hefði það eins og hann þyrfti að æla...(smá dönskuslettur hér á bæ enn..."har det som om jeg skal kaste op").  Svo sagði hann með mikilli dramatík og greip um hálsinn á sér; "svo er ég svo bólginn hér".  Og tárin láku.  

Þar sem Jóhannes kastaði upp í gær þorði ég ekki öðru en trúa Jóni Ingva... Hann fór allra sinna ferða fram undir hádegið með ælufötuna í hendinni...en núna er hann búinn að sleppa henni og segir að sér sé batnað!  Gott mál.

--

Annað var það víst ekki í dag...best að fara að prjóna þar til kl. 13.... 


Ég bara verð...

...vona að minn heittelskaði fyrirgefi mér...en ég grét úr hlátri!!!!

MANCOLD 


Tinna vinkona mín

Var að tala við vinkonu mína, Tinnu.  Töluðum í 1 klukkutíma og 10 mínútur... Ég er þakklát fyrir Skype...annars hefði símtalið kostað miklu meira!!!  Tinna býr í Græsted og er mamma hennar Idu hans Jóhannesar míns Wink

Við kynntumst haustið 2003, í mömmugrúppu.  Þegar Jóhannes og Ida voru litlir ungar.  Reyndar höfðum við vitað af hvor annari síðan sumarið 2000 en þá voru Ólöf Ósk og Emil, elsta barnið hennar Tinnu, saman í leikskóla.  Upp úr þessum kunningsskap í mömmugrúppunni myndaðist sterkur vinskapur.

Þegar ég fór til Danmerkur í febrúar á síðasta ári, og var í mánuð v. skólans, þá bjó ég hjá Tinnu og fjölskyldu.  Ekki bara ég, heldur var ég með Jóhannes með mér.  Þar á bæ er nóg Heart-pláss og um leið nóg pláss fyrir gesti. 

Tinna er ein af þeim sem ég sakna mest frá Danmörku.  En með gleði í hjartanu hugsa ég til allra stundanna sem við höfum átt saman og til stundanna sem við eigum eftir að eiga saman!!!  Ef allt fer sem planað þá á ég eftir að eiga með henni góðar stundir í sumar!!!

byrjunin á kjólnum!

-- 

Annars er lítið að frétta ...ég er byrjuð á kjólnum!!!

Svo er vinna í dag...sem tefur mig frá prjónaskapnum...Tounge


I´m back!

Ég fór á kynninguna og keypti bara það sem ég hafði ætlað mér; "underlag" til að fletja út á (veit eiginlega ekki hvað það kallast á íslensku).  Fæ gripinn síðar í vikunni!!  Sá annað sem mig langar í, kaupi það bara næst!

---

Ég get sagt ykkur að það eru komnar inn myndir á heimasíðu barnanna.  Reyndar setti ég nokkrar þeirra inn á Flickrið mitt líka...

Þetta eru myndir af húsinu...

húsið okkar 26. jan. 2008 vettlingar

...og ...prjóninu...og lopanum...

Og núna er ég að hugsa um að leggjast upp í rúm, við hliðina á mínum heittelskaða...glápa á eitthvað í imbanum og halda áfram að prjóna kjólinn...sem ég byrjaði á í dag!  Er mjög spennt fyrir þessu verkefni!!!

Skrifa meira á morgun!!!
Plötulopi í massavís!!


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband