Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
8.8.2007 | 22:18
Ferðasagan
Á Akureyri stoppuðum við í 1½ tíma í bústaðnum hjá Jónu (tengdó). Þar er hún búin að vera í sumar og njóta lífsins í þvílíkri paradís. Bústaðurinn er ÆÐI og ekki spillti fyrir að okkar beið ilmandi kaffi og vöfflur með sultu og rjóma!
Svo var ætt af stað aftur, yfir Vaðlaheiði. Næsta stopp var Mývatn, þar var keypt kaffi og ís. Pissustopp á Jökuldal og teygt úr fótum á Egilsstöðum...og þá vorum við farin að nálgast endastöðina okkar ískyggilega. Þegar við komum út úr Oddskarðsgöngunum (og ekki orð um þau meir!!) þá eiginlega misstu börnin sig í spenning. Lætin mögnuðust og gleðin var mikil þegar við renndum í hlað á Ormsstöðum.
Dagarnir í sveitinni liðu alltof fljótt. Við nutum samvista við foreldra mína, systkini mín og þeirra fjölskyldur. Hittum Ými og knúsuðum hann...sérstaklega ég!!! Hann er alger draumur í dós. Fær mig næstum því til að langa í kríli...en samt ekki!! En yndislegur er hann!!
Svo var stuð á Neistaflugi og eins og ég skrifaði í gær þá hitti Jóhannes þá félaga Gunna og Felix...
En ég ætla ekki að skrifa meira í kvöld, ætla í bað og svo í bælið...
Megi mátturinn vera með ykkur öllum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 22:37
Halló elskurnar!!
Jæja, ég var að detta inn úr dyrunum fyrir rúmum klukkutíma...eftir að hafa verið á ferðalagi síðan 8.13 í morgun!! Svo ég er þreytt...og er að fara að vinna á morgun...svo þið fáið ekki neina ferðasögu núna.
Ég skrifa örugglega meira á morgun og set inn myndir frá helginni. En þetta get ég sagt:
- Ýmir er algert YNDI. Hefði viljað vera lengur á Norðfirði til að geta knúsað hann enn meir. Gat varla sleppt honum.
- Neistaflug var vel heppnað!!
- Jóhannes hitti átrúnaðargoðin sín, Gunna og Felix!!!
- Ég fór út á lífið!!!
- Ég hitti FULLT af FRÁBÆRU fólki, sem ég hitti ALLTOF sjaldan!!!
- Mér var boðin vinna....
Ekki meir í bili...smáatriðin koma síðar...
Until then; Verið góð við hvort annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2007 | 22:25
Eilífðarhamingja
halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg
efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur
betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar,
komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það
sama og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með
hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa
boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2007 | 13:01
Hann heitir...
...ÝMIR!! Litla bjútíið hennar Lilju sys.
---
Svo ég svari nú "fyrirspurnum" úr kommenti...jú, pylsurnar eru komnar niður fyrir bringspalir...!!!
Góð helgi að verða liðin. Meir um það síðar...er í bloggleti...
---
Afmælisbarn dagsins er vinkona mín hún Inga Rós. Inga Rós er ein þeirra fjölmörgu vina sem ég eignaðist í Danmörku. Kynntist henni í kirkjuskólanum í Jónshúsi, þá bjó hún og familían í Ballerup. Síðar fluttu þau til Slagelse og þá hittumst við því miður voða sjaldan.
Elsku Inga Rós, góðar kveðjur til þín í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.8.2007 | 21:18
SS pylsur...
...rosalega góðar...en þungar í maga...sérstaklega ef maður borðar 2 stykki...eða sko þegar ÉG borða 2 stykki...ég er með æluna upp í háls...remólaðið spilar kannski þar inn...ég ELSKA remó......nammi, namm. SS pylsur voru eitt af því sem ég saknaði mest þessi 9 ár í 'útlegðinni' í Danmörkinni minni.
Reyndar var ýmislegt annað sem ég saknaði líka, og þá m.a. - og mest - fjölskyldan.
Um næstu helgi ætlum við að halda afmæli fyrir drengina okkar. Börnin (og við ekki minna) elska FJÖLSKYLDUAFMÆLI, enda er það eitthvað sem þau hafa ekki þekkt fyrr en s.l. ár. Reyndar eigum við stóran og yndislegan vinahóp í Danmörku, sem var (og er) fjölskyldan okkar. En það er eitthvað sérstakt fyrir börnin að fá afa og ömmur í afmæli til sín. Svo þau hlakka öll mikið til, þessar elskur.
Ólöf Ósk er strax búin að biðja mig að halda sameiginlegt afmæli fyrir mig og hana í haust... "svona fjölskylduafmæli", sagði hún. Og ég get sko ekki neitað henni um það (og kannski fæ ég smá pakka líka ).
En familía, ef þið lesið þetta...þá takið þið frá seinni partinn á laugardaginn eftir viku (11. ágúst).
-----------
Svo eru eiginlega tvö afmælisbörn...eitt í gær; Reynir Zoëga, hann varð sko 39 ára í gær!! (ellismellur...úff, hvað er ég þá...) Við Reynir brölluðum ýmislegt saman í gamla daga...og Sverrir Ágústar bjó til þessa líka 'dýrindis' vísu um okkur...veit ekki hvort ég á eitthvað að birta hana hérna. En hvað um það, ég og Reynir voru perluvinir í mörg ár, svo skildu leiðir eins og gengur og gerist. En ég hugsa alltaf til hans á þessum degi.
Hitt afmælisbarnið á afmæli í dag og er það fyrrverandi mágur minn, hann Gústi sem er líka 'dörtí-næn'.
Ágústmánuður rétt að byrja og þetta er bara rétt byrjunin í afmælisörtröðinni...
Nenni ekki meir...bið ykkur vel að lifa og megi mátturinn vera með ykkur öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.8.2007 | 17:05
Stolt móðursystir :)
Litla bjútíið sem kom í heiminn í morgun!
Elsku Lilja, Eysteinn og strákahópurinn! Til hamingju með nýjasta prinsinn!!
Hann er algert yndi!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.8.2007 | 09:53
Þá er það afmælisbarn dagsins!!
Elsku strákurinn okkar, Jón Ingvi, er 7 ára í dag!!!
Yndislegi molinn okkar. Hann vaknaði kl 7.45 í morgun og beið rólegur eftir að pabbi hans kæmi heim hálftíma síðar og þá fékk hann tvo pakka. Playmo!!! Rómverska riddara, með tjaldi og svo bófa með 'alvöru' peningaskáp, með talnakóða og alles!! Hann er svo ánægður með þetta, þessi elska.
Um hádegið ætla Erla sys. og fjölskylda að koma og eyða deginum með okkur. Og ég er búin að baka Daimístertu að ósk afmælisbarnsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.8.2007 | 09:38
Drengur Eysteinsson
Sms´ið kom rétt áðan:
Drengur Eysteinsson fæddur :-) sprækur og hress, nánar síðar.
3360 gr og 50 cm
--------------
Yndislegar fréttir. Enn einn drengurinn í hópinn. Lilja er, og verður, drottning í sínu ríki!!!
Jiiiii hvað ég hlakka til þegar ég fæ að knúsa þau öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 09:16
Eins gott...
...að ég er ekki berdreymin!!!
Í dag, jafnvel í skrifuðum orðum er verið að skera Lilju sys. og lítið kríli mun líta dagsins ljós innan tíðar (læt ykkur vita meir um leið og ég veit meira!!).
En mig sem sagt dreymdi í nótt að hún var búin að eiga...og það voru tvíburar, stelpa og strákur...en það hafði sem sagt ekki sést nema eitt í sónar!!
Lilja á 5 ára tvíbura fyrir...svo það er nú gott að ég er ekki berdreymin
Reyndar á hún meira en það, hún á einn tæpl. 13 ára gaur, 13 ára stjúpson og 21 árs stjúpson. Já, þau eru sannarlega rík, Lilja og Eysteinn.
Skiptir ekki máli "hvað", skiptir ekki máli "hvar", þú ert alltaf "heima" ef ástin er "þar".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar