Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Lok Lok og Læs!!!

Mér var bent á þetta í dag, og bendi hér með öðrum á þetta líka. 

Eins gott að læsa að sér...ojojoj...


Myndavélin biluð :(

Myndavélin okkar er biluð :( sem er alveg glatað, því ég er vön að taka mikið af myndum, hef venjulega verið með myndavélina í töskunni, tilbúin í "slaginn".  En það er ekki hægt núna.  Og ef minn heittelskaði fær einhverju um ráðið þá verður það ekki þannig...því hann vill endilega kaupa "alvöru" græju (sem þarf örugglega að fara á námskeið til að læra á)!!! Málið er að ég er alveg til í að eiga svoleiðis fínerí, en ég vil líka eiga þessa litlu handhægu sem kemst í töskuna mína.  Ætla að láta athuga hvort hægt sé að laga hana fyrir lítinn pening!!

Mig sárvantar myndavél því á fimmtudaginn á Jóhannes afmæli og það verður að mynda 4ra ára afmælisdrenginn í bak og fyrir!!!

Svo er ég að fá gesti, fullt af gestum.  Þá er gaman að hafa myndavélina við höndina.  

Á föstudaginn koma Stígamótavinkonur í heimsókn.  Þ.e.a.s. vinkonur sem ég kynntist þegar ég var í sjálfshjálparhóp á Stígamótum haustið 1994.  Við höfum haldið hópinn síðan og hist reglulega (eða eiginlega meira óreglulega), t.d. reyndum við alltaf að hittast þegar ég kom til Íslands, meðan ég bjó í Dk. og svo komu nokkrar úr hópnum út og við fórum í sumarbústað eina helgi þegar við áttum 10 ára afmæli Wizard

Já, svo á ég jafnvel von á Guðrúnu vinkonu í heimsókn með börnin og eftir helgi kemur Áslaug vinkona með sína unga.  

Jumundur minn hvað ég er rík kona!!! HeartInLove

Konan hans tengdapabba er að koma heim úr bústaðnum um helgina, og þá er stutt í kaffibolla hjá henni (og fyrir hana hjá mér), það er sko líka gaman.  Krakkarnir hlakka mikið til, þau (Ólöf Ósk og Jón Ingvi) eru búin að kaupa litlar teygjur því amma Jóna var búin að segjast ætla að flétta litlar fléttur í þau...!!! Þau eiga sjálfsagt eftir að bíða á tröppunum eftir að hún renni í hlað LoL

Jamm...og ég sem hafði ekkert að skrifa um...Shocking

Ætla snemma í bælið og kannski prjóna smá yfir imbanum...svo kemur minn heittelskaði heim von bráðar...InLove

Ljós&kærleikur... 


HLAUP!!!

Jamm, ég fór út að HLAUPA!!! Loksins lét ég verða af því! Ég fór og hljóp á Langasandinum.  Það gekk fínt, engir verkir í hnénu amk.  Hins vegar fannst mér ég mæðast of mikið og fúlt að geta ekki hlaupið 5 km eins og ég gat...en það eru víst næstum 2 ár síðan ég varð að hætta að hætta að hlaupa út af hnémeiðslunum...svo það er auðvitað eðlilegt.
Hins vegar eru bráðlæti og óþolinmæði tveir af brestum mínum...svo auðvitað vil ég geta hlaupið 5 km NÚNA OG ÞAÐ STRAX!!!   LoL

Við vourm svo núna að koma af leikskólanum, vorum að kanna stöðuna fyrir fimmtudaginn.  Því þá ætlar Jóhannes að bjóða í afmæli, en á leikskólanum samt.  Mig langar alveg að bjóða heim, en er ekki að sjá að 15 fjögra ára ormar nái að njóta sín hérna inni...

Núna ætla ég út í búð, kaupa diska og glös fyrir afmælið og ath með matarliti í Húsasmiðjunni...fyrir afmæliskökuna fínu.  Superman-kaka er málið í ár!! 

Þangað til næst; ljós&kærleikur til ykkar, elskurnar mínar. 


Kaffi Takk

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

 

Latte! Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli. Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Mikið er ég glöð að vera Latte! því ég ELSKA Latte!  Hins vegar er ég ekki viss um að ég sé sammála því að ég sé skapstór... 


Borgarfjörður og fleira

Ég og strákarnir skelltum okkur upp í Borgarfjörð í morgun.  Drengirnir komu inn til mín einhverntímann...hálf átta held ég...og horfðu á barnatímann á DR1...þangað til ég stakk upp á því að við færum á fætur, fengjum okkur morgunmat og brunuðum upp í Borgarfjörð til langömmu þeirra.  Því var tekið með fagnaðarlátum og við brunuðum af stað! 

Alltaf vel tekið á móti okkur í sveitinni, enda Sigga amma höfðingi heim að sækja og alveg yndisleg kona í alla staði.  Strákarnir spurðu strax um pönnukökur...nýbúnir að tilkynna mér að amma Sigga ætti ALLTAF pönnsur...og viti menn, Sigga dró fram stafla af sykurrúlluðum pönnsum sem runnu ljúft ofan í drengina.
Smiles Gif Images

Við stoppuðum í 2 tíma og það var jafn notalegt og alltaf að sitja í eldhúsinu og spjalla við Siggu yfir góðum kaffibolla, og heimabökuðu brauði.  

---

GurríNúna á eftir erum við svo að fara í afmæliskaffi hjá bloggvinkonu og nágranna okkar, henni Gurrí!  Það verður gaman að sjá hvort margir bloggfélagar verði á svæðinu Wink

---

Verð að segja ykkur frá smá úr ferðinni þarna um daginn.  Mér tókst að hneyksla manninn minn gersamlega upp úr skónum í Húnavatnssýslunni!!!  Rétt eftir að við höfðum tilkynnt ökuníðing sem var næstum lentur framan á okkur vegna framúraksturs...hættulegt "kvikindi"!!! Arg...

En það var ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur...heldur þetta; ég var að keyra (sem ég gerði mest lítið af í ferðinni) og minn heittelskaði benti mér á að ég gæti notað krúskontrólið...og ég hváði og sagði; "Ha?! Er krúskontról á bílnum?!"!!!  Einar gapti!!!  Við búin að eiga bílinn í rúmt ár og ég vissi þetta ekki!!!  Hvað ég héldi eiginlega að takkarnir á stýrinu væru?!!! Ég hafði bara ekki hugmynd um það...fikta venjulega ekki í tökkum sem ég veit ekki tilhvers eru... Sem hann gerir...enda veit hann miklu betur en ég um öll tæki og tól og hvernig þau virka!  Ég varð jafn hneyksluð og hann...hann á að ég vissi þetta ekki og ég á að hann hefði ekki bent mér á þetta fyrr!!! Ég sem keyrði til Reykjavíkur 4 sinnum í viku í 5 mánuði s.l. vetur!!!

 Images for your blog codes

Já, það er svona að vera kona...eins og ég LoL


Laugardagur í dag

Eins og Eiríkur og fleiri sungu 1986..."Tíminn flýgur hratt...".  Mikið rosalega er ég sammála.  Hugsið ykkur, Jón Ingvi orðinn 7 ára og Jóhannes - "litla krílið mitt" - að verða 4ra ára eftir örfáa daga!! Svo ég minnist nú ekki á stelpuskottin...16 ára og tæplega 12!!  

Ég man líka vel þegar árið 2000 var í óramikilli framtíð! Árið sem ég yrði ÞRÍTUG!!! Svo allt í einu núna er árið 2000 í óramikilli fortíð og ég að verða 37!!! Já, lífið er skrítið!! 

Það eru einmitt nokkrar sumarafleysingastelpur upp í vinnu sem eru 16 og 17 ára...aldurslega séð gæti ég vel verið mamma þeirra...!!!  

En eins og stjúpi minn segir; maður er ekki eldri en manni finnst maður vera!!  

Hins vegar ætlaði ég ekkert að blogga um það.  Stundum kemur eitthvað allt annað úr fingrunum en hausinn á mér hafði ætlað...!  Greinilega ekki alltaf beint samband...LoL

Við erum að fá gesti á eftir.  Í tilefni af afmælum drengjanna (sem kom þessu að ofan af stað...).  Við ætluðum reyndar að hafa miklu fleiri gesti.  En 4 stórar fjölskyldur, í allt 8 fullorðnir og 13 börn/unglingar komast ekki.  Svo eftir standa pabbi minn (sem reyndar kom í gær og passaði fyrir okkur þar sem við vorum bæði á kvöldvakt), tengdapabbi, tengdamamma, tengdaamma og svo Bára (elsta okkar). 
Strákarnir eru svo sem alveg sáttir og glaðir, fá bæði góðan mat, kökur og örugglega einhverjar gjafir!
Hins vegar hefði þeim þótt meira fjör ef frændsystkinin öll hefðu getað komið.  En það verður bara næst!  (Þá kannski reynum við að fylgjast með hvenær hin ýmsu fótboltamót eru...svo það lendi ekki á sömu helgi...Wink)

En nú ætla ég að tékka á kjúllanum sem ég er að forsteikja...

Ljós&kærleikur til ykkar allra... 


Neistaflugstónlist og ostakaka!

Ég var að tala við Birnu (hans Hemma) og fékk uppskrift að ostaköku hjá henni.  Læt hana flakka hérna á eftir.  Hún var að segja mér að frændi hennar spilaði í Neistaflugshljómsveitinni.  Þá fékk ég löngun til að benda ykkur á Neistaflugslagið á netinu og svo líka tónlistina hans Gumma sem hljómaði oft þessa helgi. 2 lög af nýja disknum hans Gumma er að finna á blogginu hans, endilega kíkið á þetta!

En þá er það uppskriftin:

Botn:
1-2 pk hafrakex
smá brætt smjör
kanill á hnífsoddi
(smá kaffi, smá rifið suðusúkkulaði)

Ostafylling:
350 ml. létt þeyttur rjómi
250 gr rjómaostur
100 gr agavesíróp
frosin berjablanda
8 blöð matarlím

rjómaostur og agave hrært vel saman, matarlím brætt og sett út í rjómaostblönduna. Berjunum blandað varlega saman við. Rjóminn er settur út í seinast.

---

Ljós&kærleikur... 


Afmælisbarn dagsins

Jón Þór afmælisbarnJón Þór, systursonur minn, er afmælisbarn dagsins.  13 ára töffari!!!

Elsku Jón Þór, afmæliskveðjur til þín með von um að dagurinn verði góður. 


Langar að benda ykkur á...

...handavinnuhorn Sigrúnar Grin Það hefur eitthvað smávegis bæst við...og ef ég kem mér í að kaupa lopa þá bætist peysa...eða tvær eða þrjár við fljótlega...það eru amk. tvær lopapeysur sem mig langar í og Einar langar í peysu líka...!!  En myndavélin mín þarf að komast í viðgerð...en þar sem hún er biluð þá gat ég ekki tekið mynd af nýjasta prjónaverkefninu...en kannski ákveðin vinkona mín taki mynd fyrir mig þegar henni berast herlegheitin...vil ekki ljóstra því upp hér og nú hver það er...þar sem HÚN les þetta blogg reglulega...Wink

Annars er ég að fara að aukavakt á eftir.  Hlakka bara til.  Gaman í vinnunni og gaman að vinna aukavakt...það ætti að gefa smá aukalega í launapokann LoL

En núna ætla ég að hengja upp þvott, taka til eftir hádegismatinn og svo taka slökun og losna þannig vonandi við hausverkinn sem er að hrjá mig akkúrat núna... 


Best að blogga smá meira...!!

Man ekki hvert ég var komin...en amk.  Við hjónin fórum út á lífið á föstudagskvöldinu á Neistaflugi.  Við vorum reyndar næstum því hætt við...röðin var LÖNG strax um 22.30 þrátt fyrir að húsið hafi opnað kl. 22.  Þessu höfðum við ekki átt von á!  EN mig langaði SVO mikið á útgáfutónleikana hans Gumma og að sjá Tinu Turner showið, svo við skelltum okkur í biðröð...sem við stóðum í, í um 20 mín.  

Það var rosa gaman.  Hitti fullt af fólki, suma hef ég ekki séð LENGI, aðra sá ég á síðasta Neistaflugi.

Ég fékk svona smá flashback þegar ég var þarna í Egilsbúð.  Siddi var í dyrunum...þar sem hann hefur staðið síðan löngu áður en ég fór að reyna - ég endurtek REYNA - að smygla mér inn á 16 ára böllin hérna í denn... Siddi glotti þegar ég kom og sagði; "Nafnskírteini?!!!" LoL

Svo þegar ég fór á wc varð mér líka hugsað til þess að ég fór ekki oft edrú í Egilsbúð í "gamla daga".  Vá hvað ég var glöð og ánægð að vera þarna bláedrú.  Mér finnst stórkostlega að þurfa aldrei að drekka áfengi aftur.  Hugsa enn með hryllingi til þess þegar ég drakk síðast.  Ekki að ég hafi skandalíserað, en mér finnst óþægilegt að missa tökin á tungunni...tala frá mér allt vit og hafa enga stjórn, óþægilegt að finna áhrifin og vont að vera þunn!!! 
Eiginlega fyndið að  ég skrifi þetta, man þá daga sem djammið var lífið og ég ætlaði sannarlega aldrei að hætta að drekka!!

Síðast var ég undir áhrifum áfengis í Egilsbúð í janúar 1999 og fæ enn hroll við tilhugsunina...Sideways

En það er nú ekki það sem ég ætlaði mér að skrifa um...

í sveitasælunniÁ laugardeginum fórum ég og Aðalsteinn bróðir og sýndum börnunum fjárhúsið og umhverfi.  Benti þeim á bakkann þar sem við systur sváfum í tjaldi margar sumarnætur, við lækjarnið og rólegheit.  Jóhannesi leist ekki á fjárhúsið, það var dimmt og hann vildi ekki fara þar inn!!! ísveisla á Ormsstöðum

Anna Móberg og Lilja Fanney gistu í sveitinni á laugardagskvöldinu og eftir kvöldmatinn fengu ormarnir allir ís.  Hér er ein af hópnum!! 

Jamm, þetta var skemmtileg helgi.  Lilja og Eysteinn komu svo á mánudaginn, með Ými í sveitina í fyrsta sinn.  Það var auðvitað slegist um að fá að halda á litla gullmolanum.  Jóhannes og Jón Ingvi voru stoltir að halda á litla frænda. 

Jæja, að lokum er ein mynd af okkur systrum.  

þrjár systur

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband