Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
3.2.2007 | 14:22
Fótbolti!!!
Það er sem ég hef alltaf sagt, segi enn og mun segja áfram; fótbolti er fáránleg íþrótt og stórhættuleg!!
Hef meira að segja heyrt um mann sem handarbraut sig...og sá sat nú bara heima í stofu...barði hendinni í borðið með fyrrgreindum afleiðingum...!!!
Fussumsvei...!!!
Tólf manns hafa látið lífið vegna óláta á knattspyrnuleikjum á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 10:25
Afmælisbarn dagsins...
...er æskuvinkona mín, hún Hrafnhildur. Ég var svo heppin að hitta Hrafnhildi aftur í Danmörku þar sem við endurnýjuðum kynnin og komumst að því að við eru mjög góðar vinkonur enn. Yndislegt.
Þessi mynd er tekin í kveðjupartýinu okkar í Græsted í sumar.
Elsku Hrafnhildur, til hamingju með afmælið, krúttan mín. Takk fyrir ómetanlega vináttu. Hlakka til að sjá þig, sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 10:01
Afhverju ekki alla leið úr Mosó?
Ég er bara að spá í öll slysin sem hafa orðið þarna frá Mosó og upp úr, vegna framúraksturs. Svo keyri ég þessa leið reglulega, búin að keyra hana 4-5 sinnum í viku síðan í byrjun september. Á leiðinni Kjalarnes-Mosó eru amk 2-3 (fávitar) bílstjórar sem taka fram úr á glæfralegan hátt, bílar að koma á móti, langar bílaraðir oft á tíðum. Kollafjörðurinn er mjög slæmur hvað þetta varðar.
Eitt sem þetta hefur kennt mér er að keyra á löglegum hraða!!! Ég hreinlega verð að vera á löglegum hraða til að vera viðbúin þessum brjálæðingum í umferðinni...!!!
Þykjast þeir kannski vera að koma með hina margumtöluðu SUNDABRAUT innan fárra ára????
Gert ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar að Borgarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 20:01
Hvað er svona merkilegt við Coca-Cola?
Einu sinni var ég mikill "kók-isti", mér fannst Kók gott, eða taldi mér amk trú um það. Ég var háð því, svo mikið er víst. Var farin að nötra um hádegisbil ef ég var ekki búin að fá morgunskammtinn minn.
Ojsen, pojsen.
Ég hef nefninlega komist að því að mér þykir kók hinn mesti óþverri. Eftir að hafa hætt að drekka kók í langan tíma, þegar ég "datt í ´ða" s.l. vor og sumar, þá fékk ég mér kók og hlakkaði til að renna þessum guðaveigum niður...en nei, mér er það ómögulegt.
Ég prófaði síðast áðan, þá fengum við okkur pizzur í kvöldmatinn og það var pantað kók með...ég fékk mér hálft glas og varð að hella því niður og fá mér vatn.
Uuuummm, íslenskt vatn er GOTT!!!
Fundin sek um að hafa reynt að selja viðskiptaleyndarmál Coca-Cola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 12:36
Aðgerðin
Jæja, aðgerðin er búin. Ég var vöknuð upp úr 9.30 og hringdi í vinkonu mína um 10.30 og fékk hana til að sækja mig og skutla mér heim. Nennti ómögulega að hanga á vöknun lengur...
Ég get frætt ykkur á því að kaffið á Sjúkrahúsinu á Akranesi er MIKLU betra en kaffið á Landspítalanum...enda gæti það ekki verið verra!! En kaffið hér er semsagt bara alveg ljómandi.
Skrítið að fara í svona svæfingu. Hausinn á mér varð frekar skrítinn rétt eftir að svæfingunni var sprautað inn í handlegginn á mér, svo steinrotaðist ég. Fannst ég vakna við umræður um Álver á Reyðarfirði...veit ekki hvort það var rétt...eða hvort mig var að dreyma...held samt að ég hafi ekki blandað mér í málið...
Hnéð er aumt, fékk verkalyf með heim. Skaðinn var meiri en myndin sýndi, en myndin var tekin í júní á síðasta ári, þannig að það getur hafa versnað síðan þá. En ca 1/5-1/6 af liðþófanum var fjarlægður. Jón Ingvar, sem skar, sagði að þetta liti allt vel út og ég ætti að komast út að hlaupa aftur!!! Gaman, gaman.
Gott að þetta er búið. Eftir ca mánuð ætti ég að komast á hnén aftur, eftir að hafa ekki komist þangað í 1½ ár!! (Það er hægt að spjalla við Guð öðruvísi en á hnjánum!!)
Jæja, held ég leggist fyrir og glápi á einhverja vellu. Ætla svo að horfa á Tarzan með Jóhannesi þegar hann kemur heim.
Pabbi kemur á eftir að dekra við mig. Elín varð að aflýsa á síðustu stundu, en við hittumst vonandi áður en ég fer út...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2007 | 12:08
Afmælisbörn dagsins
Það eru amk tvö afmælisbörn í dag. Tveir herrar.
Sá sem er mér að sjálfsögðu efst í huga er elsku stjúpi minn, hann Jón Þór. Það eru ekki allar litlar stelpur eins heppnar og ég var, að eignast bónuspabba, sem alltaf hefur reynst mér vel og alltaf verið til staðar fyrir mig. Með kærleik í hjarta hugsa ég til þín, elsku Jón Þór, og sendi þér yfir fjöllin mínar allra bestu óskir í tilefni dagsins. Knúsa þig þegar ég sé þig næst.
Hér er það Jóhannes sem gefur afa sínum STÓRT knús.
Hitt afmælisbarnið er hann Toggi vinur minn. Ég kynntist Togga á Lækjargötutímanum svokallaða. Toggi er vinur hans HaLLa vinar míns. Við Toggi eigum margar góðar minningar saman, og það sem stendur hæst í minningunni er hversu mjög SKEMMTILEGUR Toggi er.
Toggi er hvorki meira né minna en FERTUGUR í dag. Hann fær mínar allra bestu óskir í tilefni dagsins. En því miður á ég enga mynd í tölvutæku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 07:56
farin...
...í aðgerð.
Elín, ástarþakkir. Sá mailinn, náði ekki að svara, sá líka commentið frá þér. Verðum í bandi. Elska þig.
Afmælisbörnin dagsins koma þegar ég kem heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2007 | 17:33
Komin heim...
...í heiðardalinn...eða réttar sagt á Skagann!!!
Fór á kaffihús með tveimur Valkyrjum. Fyrir einhverjum árum síðan gekk ég í yahoo grúppuna "Íslenskar mæður í útlöndum" og hef haft gagn og gaman af. Grúppan heitir "Valkyrjur". Ég fór seum sé að hitta tvær úr þeim hóp í dag. Mjög gaman að hitta svona nýtt fólk. Hafði séð myndir af þeim á netinu svo ég þekkti þær í sjón.
Ótrúlegt að ég geri svona, ég sem var svo hrykalega hrædd við ókunnugt fólk og bara félagsfælin. Alltaf óörugg og hrædd um að vera ekki nógu góð.
Eitthvað hefur breyst og ég hef gaman af svona löguðu. Kraftaverkin gerast enn og ég er mjög þakklát fyrir það.
Jæja, nú fer að styttast í aðgerðina...ég á að mæta kl 8.00 í fyrramálið, fastandi. Vona að þetta verði til gæfu...
Elín sys. ætlar að koma og passa mig...og börnin...en ég frétti í dag að hún hafi þurft að redda sér barnapíu fyrir sín börn til að koma og hjálpa mér...!! Þetta kalla ég kærleiksverk. Knúsa hana mikið á morgun.
Nenni ekki að skrifa meira...er andlaus...datt í gremju í morgun...þoli ekki íslenska ferkantaða leikskóla...fer ekki nánar út í það núna þar sem ég gæti sagt (skrifað) eitthvað sem ég sé eftir síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2007 | 09:03
Er farin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar