Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Farinn fyrir lítið...

Já, þessi formiddagur er farinn fyrir lítið.  Ég sem hafði stór plön um hvað ég ætlaði að lesa og skrifa fyrir skólann...

Dagurinn byrjaði annars mjög efnilega.  Ég fór og lét setja vetrardekkin undir bílinn áður en ég keyrði Jóhannes í leikskólann (var mætt út á verkstæði kl 7.45!!).  Svo fór ég heim, Einar var nýkominn heim af næturvakt svo ég lagðist "aðeins" inn til að spjalla við hann...og ég vaknaði 11.55!!!

En skítt með það, það þýðir ekki að ergja sig yfir því, frekar að gleðjast yfir því að geta sofið svona vel Sleeping...  En nú ætla ég að fá mér að borða og ráðast svo í smá lestur...

---o--- 

Lífshamingjan er gerð úr örsmáum brotum.  Þar raðast saman auðgleymd kærleiksverk eins og koss eða bros, vinalegt tillit eða einlægt hrós.

Veður...eða óveður

Vá, það er búið að vera þokkalega geðveikt veður hér í nótt.  Við meira að segja vöknuðum við það og þá er sko mikið sagt!!!  Því venjulega geta bæði himinn og jörð farist á þess að við rumskum Sleeping

Það var sko suð-vestan og á Akranesi er EKKI blíða í suð-vestan eins og er á Norðfirði í þessari sömu átt.  Þá stendur sko beint af hinu stóra Atlandshafi og beint á húsið okkar og beint á opnanlega gluggann í stofunni og þessu veðri heldur hann ekki...enda fúinn og lúinn eftir suð-vestan-veður fortíðarinnar.  Svo það var pollur í glugganum í morgun, en sem betur fer ekki á gólfinu.  

Skrítið að þrátt fyrir að fólk allt í kring sé endalaust að tala um hvað sé leiðinlegt veður daginn út og daginn inn, að þá er þetta fyrsta alvöru leiðinlega veðrið síðan við fluttum og það eru alveg að verða komnir 4 mánuðir síðan!!!

Vá, 4 mánuðir!!!  Það er töluvert langt, finnst mér.  Amk var langt í mars að hugsa að það væru 4 mánuðir í flutning.  En svo flaug tíminn af stað...og gerir enn.  

Ég fæ svona söknunarköst annað slagið.  Sakna allra vinanna minna í Danmörku Crying   Ég gleðst yfir að ég fæ 4-5 vikur í Danmörku í feb-mars Wink 

---o---

Spakmæli dagsins:

Hamingjan er ekki að fá það sem þú vilt, heldur að vilja það sem þú hefur.

---o---

Ég man þá daga þegar ég hugsaði svo oft; "afhverju ekki".  Afhverju hafði ég ekki eitthvað annað en það sem ég hafði, afhverju var ég á Íslandi en ekki Danmörku, afhverju var ég í Danmörku en ekki á Íslandi, afhverju átti ég svona glataðan kærasta, afhverju...

Lagið hans Jónasar vinar míns höfðaði til mín á þeim tíma;

"Ég er rangur maður, á röngum tíma, í vitlausu húsi" og "Afhverju er lífið svona ömurlegt, ætli það sé skárra..." og "Afhverju fæddist ég lúser..."!!!

Spáiði í þetta!!  Ég var viss um að Einar og allir aðrir í kringum mig ættu að gera mig hamingjusama og ég var svo óhamingjusöm.  Og það var sko öðrum að kenna og utanaðliggjandi aðstæðum!!!  

Sjálfsvorkun var einkennisorð mitt!!  Ef það var kíkt í orðabók á þeim tíma þá var mynd af mér sem skýring við orðið "sjálfsvorkun"!! Shocking

En svo var ég svo heppin að finna lausn á þessu vandamáli mínu.  Og í stað þess að bíða eftir að einhver færi mér hamingjuna þá fann ég sannleikann, nefninlega að það er aðeins í mínu valdi að gera mig hamingjusama.  Því ef ég er í fokki í hausnum þá skiptir sko engu máli hvort Einar er fullkominn eða ófullkominn, því ég mun vera óánægð með hann.  Og öfugt ef ég er í góðu andlegu formi.  Ef ég er í góðu formi þá er ég hamingjusöm, no matter what.  

Fyrir mig get ég sagt; Eymd er Valkostur.


Systir

Gullkorn dagsins er tileinkað systir minni:

Þú getur barið að dyrum hjá systur þinni á ólíklegustu tímum og hvernig sem á stendur og verið viss um hressingu og góða áheyrn...

...og rúm ef eitthvað mikið er að.

---o---

og þetta:

Systur er óvenjulegar.  Þær heyrðu kjökrið í myrkrinu.  Þær fylgdust með þér á sigurstundum og þegar allt brást.  Í ástargleði og sorg.  Þær láta ekki blekkjast. 

Þær hafa þekkt þig of lengi til þess. 

Þegar þú nærð langþráðu marki eru vinir þínir himinlifandi - en systur halda þöglar í hendur þínar og ljóma af hamingju. 

Þær vita hvað það kostaði þig. 



Gleymdi

Ég steingleymdi að segja ykkur frá skemmtilegu heimsókninni sem ég fór í, í dag.  Ég og strákarnir fórum að keyra Ólöfu Ósk í afmæli og skelltum okkur svo í Pennann.  Þegar við vorum búin í Pennanum datt mér snjallræði hug; nefninlega að athuga hvort hann HaLLi (lesist með hörðu L´i)vinur minn væri heima.  

Hef ég sagt ykkur frá Halla?  Einhver ykkar vita hver hann er (ElínDevil...).  Fyrir ykkur sem ekkert vitið um Halla þá fljóta hér nokkur orð um hann.  

Ég hitta Halla fyrst snemma sumars 1993, í Ólafsvík.  Við hittumst í fyrsta sinn kvöldið sem ég flutti inn í íbúðina sem við Halli svo leigðum saman þetta sumar.  Það var ekki flóknara en það, að við Halli náðum mjög vel saman strax frá upphafi og urðum miklir og góðir vinir.  Það var ýmistlegt brallað þetta sumar.  En við Halli leigðum ekki bara saman, heldur unnum við saman líka.  Peta vinkona okkar var mikið með okkur líka (þegar hún var ekki hjá Jonna, sem hún var að snúllast með þetta sumar).  

Eina helgina um sumarið fór Halli heim á Akranes, til mömmu og pabba.  Öðru hverju kom yfir hann það sem hann kallaði "móðursýki" og þá varð hann að fara heim til mömmu í helgarfrí.  Þessa umræddu helgi fór ég með honum og var hjá Siggu Helgu frænku í Borgarnesi.  Halli kom svo á laugardeginum og náði í mig og bauð mér í mat heima hjá foreldrum sínum.  Þetta voru mín fyrstu kynni af Jónínu, en hún er ein af "konunum hans Jóhannesar" og sú sem ég held mest upp á.  Yndisleg kona.

Um haustið flutti ég aftur heim á Norðfjörð, en Halli flutti til Reykjavíkur.  Við hittumst annað slagið þennan vetur, því ég skellti mér náttúrlega í nokkrar djammferðir til höfuðborgarinnar og hitti Halla vin minn í hverri ferð.  Þennan vetur leigðu Halli og Peta saman.

Um vorið flutti ég svo til Reykjavíkur, og þá fórum við aftur að leigja saman, ég og Halli.  Guðný (eða Gúlla eins og margir kalla hana) ætlaði að leigja með okkur, en hún var svo óheppin að fótbrotna illa strax í innflutningspartýinu svo hún fór austur í "pössun" hjá mömmu sinni.  Svo við Halli vorum tvö eftir.  Sumarið 1994 var skemmtilegt sumar og margt brallað.  

Það voru margir sem voru hissa á að við Halli værum "bara" vinir, fullyrtu að stelpa og strákur gætu ekki verið "bara" vinir, en ef það er rétt þá vorum við Halli undantekningin sem sannaði regluna.  

Haustið 1994 sýndi Halli hvað í honum bjó.  Þetta var haustið sem ég var á Stígamótum, haustið sem ég gerði uppgjör við manninn sem misnotaði mig, haustið sem ég íhugaði að taka líf mitt af einskærri andlegri vanlíðan.  Eitt kvöldið kom Halli heim og þá sat ég með öll myndaalbúmin mín í stofunni og var búin að taka allar myndir af manninum sem misnotaði mig, út úr albúmunum.  Ég sat þarna og klippti hverja og eina mynd í frumeindir.  Ég man að Halli kom inn, hann heilsaði og svo kom hann og settist í sófann.  Hann sagði ekkert, hann bara sat hjá mér og þagði með mér.  Hann krafðist engra skýringa á háttarlagi mínu, hann bara sat hjá mér.  

Hann sagði mér seinna að hann hafi ekki þorað að fara að sofa af ótta við hvað ég myndi gera.  Hann hefur sennilega skynjað að líf mitt var í hættu.  En hvað sem það var, þá amk sat hann hjá mér og veitti mér ósegjanlegan stuðning með því.  

Ég vissi alltaf að ég hafði Halla ef eitthvað bjátaði á.  Hann sveik mig aldrei, og ég vona að ég hafi aldrei svikið hann.  Ég held ekki.

Við vorum áfram miklir og góðir vinir, og héldum sambandinu reglulega fram til 1999.  Eftir það var sambandið eingöngu "jólakortasamband" og við vissum þannig af hvort öðru.  Halli kynntist Ernu og eignaðist með henni tvær stelpur, sem í dag eru 8 og 6 ára.  

Halli á heima hérna á Akranesi.  Svo í dag bankaði ég upp á hjá honum og Ernu.  Og þótt við höfum ekki hist síðan í febrúar 1999, og það var líka eina skiptið sem ég hafði hitt Ernu, að þá var það bara ekki málið.  Það var bara eins og við hefðum hist í gær.  Halli er, og verður PERLA.  

Vinátta er fjársjóður.

Friendship


hohoho

image0011

---o---

Loksins fékk ég mér headsett með hljóðnema svo ég er komin á Skype.  Held reyndar ég hafi sagt ykkur það í byrjun vikunnar.  En núna áðan var sem sagt frumraunin mín á skype.  Talaði lengi við Pippi, vinkonu mína í Danmörku.  Yndislegt að geta bara talað og talað án þess að þurfa að spá í hvað það kostar!!!  Skil ekki af hverju ég gerði ekkert í þessu meðan ég bjó í Danmörku.  En svona er það.  Nú get ég amk talað við Einar og krakkana þegar ég verð sjálf í Danmörku í feb.-mars.

---o---

Held ég fari til Annýar vinkonu á morgun, hún býr úti í sveit við Selfoss.  Ef veðrið verður ekki brjál.  Ég er ekki komin á nagla svo ég held ég fari ekki neitt á mínum ameríska sleða yfir Hellisheiðina ef veðrið er slæmt eða það er hálka.  Svo ætlar pabbi labbi ló að koma og gista, hann ætlar líka að passa á sunnudaginn þegar við förum í paragrúppuna.  Gott að hafa hann að, hann er svo viljugur að koma og passa ormana.  

Jæja, ætla að ráðast í gólfin áður en Pippi hringir aftur Whistling


:(

Ég held að fólk sé búið að missa áhugann á mér og mínu bloggi Crying sjaldan eða aldrei hafa færri komið í heimsókn á síðuna mína en einmitt í dag, og svo eru margir dagar síðan einhver hefur haft fyrir því að koma með athugasemd Angry svo nú er ég komin í mikla sjálfsvorkun og held að allir séu hættir að elska mig Pinch 

Eða þannig.  Nenni ekki að detta í það (fyrir þá sem ekki vita það þá er einmitt sjálfsvorkun mitt "fyllerí"...).  

---o---

Rakst á þetta gullkorn þegar ég kom heim;

Ég elska þig ekki bara vegna þess hvernig þú ert, heldur líka fyrir það hvernig ég verð sjálf í návist þinni. 

Svo skemmtilega vill til að þetta gullkorn sendi Lilja systir mér einmitt á 25 ára afmælinu mínu.  Sennilega er það einmitt þess vegna sem mér hefur alltaf þótt vænt um þetta gullkorn.

---o---

Pabbi kíkti í kaffi á deildina í dag og hitti Haddó, þið vitið, þessi sem er deildarstjóri og þekkti mömmu og pabba í kringum 1968!!!  Ægilega gaman hjá þeim að hittast aftur eftir öll þessi ár.  Pabbi og Tóti, fyrrverandi maður Haddó voru miklir vinir á sínum tíma.  Haddó hlær endalaust að því þegar þeir, pabbi og Tóti, bönkuðu upp á heima hjá henni.  Hún var þá 15 ára og bjó auðvitað í foreldrahúsum og mamma hennar trompaðist yfir þessum gömlu körlum sem voru að spyrja eftir litlu stelpunni hennar!!  Þeir voru þá ca 17-18 ára, frakkaklæddir og kallalegir, að sögn Haddó.  Gaman að því.  

Svo var síðasti dagurinn minn á deildinni í dag.  Skrítin tilfinning að labba þarna út í síðasta sinn.  En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér...Wink   Amk er það geðið í næstu viku, spennandi að kynnast því líka.


Góður dagur

Í dag átti ég yndislega tíma með mömmsunni minni.  Frábært að hitta hana, bara við tvær.  Man ekki hvenær það gerðist síðast.  Fórum m.a. á kaffihús í Kringlunni og fengum okkur rosa góða rjómalagaða - og þá meina RJÓMAlagaða - súpu og æðislegt brauð með.  Ég hef oft smakkað rjómalagaða súpu...en aldrei eins og þessa.  Mikill rjómi, sem er náttúrlega gott því rjómi er góður!! 

Röltum bara smá um Kringluna.  Eyddum mestum tíma bara að sitja og spjalla.  Fórum svo heim til Guggu frænku og sátum og spjölluðum meira.  Gaman, gaman.  

Mamma, ég veit þú lest þetta!!  Svo ég vil bara segja; Ástarþakkir fyrir góða samveru.  Hlakka til að hitta þig næst Kissing

---o---

Svo verður náttúrlega að koma hér spakmæli dagsins.  

Hamingja er þessi undarlega kennd, sem menn finna til, þegar þeir eru of önnum kafnir til að láta sér leiðast.

---o---

Ég fékk bréf frá skólanum áðan.  Svo nú veit ég að ég verð úti í Danmörku í viku 8, 9, 10, og 11 (og kannski aðeins lengur).  Fyrir íslendinga sem ekki vita hvað þetta með vikur þýðir þá er þetta frá ca 18. febrúar til ca. 18. mars.  Svo ég verð ekki heima á afmælisdegi bónda míns (var að fatta það í skrifuðum orðum) svo hann verður að bíða með að fá köku eða baka sjálfur.  En það er sko ekki eitthvað sem við þurfum að spá í núna...hehe...  Ég stefni ennþá á að taka Jóhannes með mér...ef ég fæ pössun.  Vona að það gangi upp, okkar allra vegna.  

---o---

Og ef þið vitið það ekki þá langar mig að segja ykkur þetta: Ég elska lífið, og fjölskyldu og vini og svo framvegis og svo framvegis.  Þar hafiði það!!!  Það er ekkert betra en að hafa hjartað fullt af kærleika og hamingju.   

Og ég elska líka gott kaffi

CoffeeBeans1

 


1. nóv.

Ég veit það er komið fram yfir miðnætti, en ég vona að mamma fyrirgefi mér það. 

En 1. nóvember er afmælisdagur elsku mömmu minnar.  

 

Það er sama hversu gömul ég verð. Alltaf þegar ég sé eitthvað nýtt eða frábært, langar mig til að hrópa: "Mamma, komdu og sjáðu!" Helen Exley.

Guð gat ekki verið alls staðar að gæta þess að krakkar kæmu sér ekki í vandræði og þess vegna bjó hann til mömmurnar. Alice 

Ég er svo heppin að ég fæ að eyða tíma með mömmu á morgun.  Bara ég ein.  Það gerist ekki oft, og ég ætla að njóta þess.  Mamma, ég elska þig.


Brostu framan í heiminn

...og heimurinn mun brosa framan í þig.

Á ferðum mínum gegnum daginn og veginn undanfarið, hef ég rekist á nokkrar persónur sem eru miklir og góðir kennarar fyrir mig.  Neikvæðni og stjórnsemi er helsti brestur þeirra, eða amk það sem ég er að fá að sjá hjá þeim.  Vel má vera að þau þjáist af einhverjum öðrum og meiri skapgerðarbrestum, en þessir blómstra.

Önnur er kona.  Hún er alltaf nöldrandi og tuðandi.  Alltaf að vorkenna sjálfri sér og mæðast.  Hún volar og vælir.  Og hún talar ofsalega illa um sinn fyrrverandi eiginmann, sem hún var samt gift í 15 ár. 

Hinn er maður.  Hann er óskaplega stjórnsamur.

Þetta er eiginlega skondið.  Þessir tveir brestir eru brestir sem ég hef barist við.  Einu sinni réðu þeir einmitt mínu lífi.  Í dag gera þeir það ekki, yfirleitt ekki amk.  Aðrir brestir kannski... 

Ég veit hvað ég þarf að gera þegar ég hitti svona fólk.  Það er einfaldlega að halda mig á mínum vallarhelmingi.  Ekki taka þátt í neikvæðni og illu umtali, því einhverntímann hefði ég t.d. tekið fullan þátt í að baktala blessaðan manninn hennar þótt ég þekki hann ekki neitt!!!  Svo varðandi þennan stjórnsama mann þá þarf ég að passa mig líka, ég þarf að passa mig að standa á mínu, ekki leyfa honum að vaða yfir mig.  Það getur verið erfitt.  En ég fer ekki út í neinar diskutioner, ég veit að það borgar sig ekki.

Ég er að búa til afmælisgjöf handa mömmu minni.  Og þar sem ég var að leita að einhverju góðu gullkorni á netinu (er sko hjá tengdó og allar góðu gullkornabækurnar mínar heima...) þá rakst ég á þetta:

LÍFSINS BERGMÁL!

Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
Allt  í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"

Af forvitni öskrar hann til baka: “Hver er ertu?”
Honum er svarað: “Hver ertu?” Hann öskrar: “Hver ertu?” Honum er svarað: "Hver ertu?"
Sonurinn er orðinn pirraður og svarar:  “Heigull!”
Honum er þá svarað: “Heigull!”

Sonurinn horfir á föður sinn og spyr: “Hvað er að gerast ?”
Faðirinn brosir og segir og taktu nú vel eftir:

Faðirinn öskrar upp til fjallana:  “Ég dáist að þér!”
Hann fær svar: “Ég dáist að þér!”

Aftur öskrar faðirinn: “Þú ert meistari!”
Honum er svarað um hæl: “Þú ert meistari!”

Sonurinn er hissa, en skilur ekki hvað er um að vera.
Faðirinn útskýrir: Fólk kallar þetta bergmál, en í raun er þetta lífið sjálft.

Lífið gefur til baka allt sem þú segir og gerir.
Lífið endurspeglar gjörðir okkar.
Ef þú vilt meiri kærleik í heiminn í dag, byggðu upp meiri kærleik í hjarta þínu.
Ef þú vilt bæta lið þitt, bættu þig.  

Þessi tenging á við um alla hluti lífsins.

Þú uppskerð það sem þú sáir.


Brjálað að gera

Vinur er sá sem veit allt um þig og metur þig samt mikils.

Elbert Hubbard 

---o---

Er að fara á kvöldvakt um leið og Einar kemur heim...svo ég kem of seint...rúmum klukkutíma.  En Jóhannes var með bullandi hita í gær, svo það var ekkert annað að gera.

Ætla að gista hjá elskulegri tengdamóður minni í nótt og svo hitta elskulega móður mína í fyrramálið.  Hún fer austur um helgina, svo ég veit ekki hvenær ég sé hana aftur Gráta en ég ætla að njóta þess að vera með henni á morgun.

---o---

Náði að læra smá í dag, Jóhannes datt aðeins yfir íþróttaálfinn.  Las um næringu og ýmislegt því tengt.  Ætla að afla mér upplýsinga í kvella á vaktinni.  Nota næst-síðasta tækifærið til að yfirheyra Siggu Zoëga!!!  Því á föstudaginn er síðasta vaktin mín á 13D.  

Jæja ætla að gera mig klára til að stökkva út þegar Einsi kaldi kemur...

image0021


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband