Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Góð helgi

Ég er búin að eiga góða helgi.  Kom manninum mínum skemmtilega á óvart þegar hann kom heim úr vinnunni kl rúmlega miðnætti á föstudagskvöldið með að vera VAKANDI!!!  hihi venjulega er ég svona Sleeping eftir kl 22!!!

Ég sat sko uppi í rúmi og horfði á tvær bíómyndir með Clint Eastwood og prjónaði jólagjöf...ekki orð um það meir...

eastwood

Laugardagurinn fór í yndislega samveru með Lilju, Eysteini og strákunum og bakstur og undirbúning fyrir afmælið sem fer að byrja.  Prófaði að búa til kókhlaup, með ávaxtahlaupi í.  Krökkunum finnst það gott...þegar þau fást til að smakka það...Sick hehe...

Svo er dagurinn í dag bara búinn að vera góður.  Búin að sitja og spjalla við syssuna mína og drekka LATTE!!  (en ekki hvað??!!)  Búin að klára síðustu tertuna (sko búa til...ekki borða) og heita réttinn.  Svo þetta er allt klárt fyrir innrás Wink

Ég hef ekkert að segja svo nú ætla ég að þegja... 


Góðir gestir

Á morgun fáum við 6 gesti sem ætla að gista eina nótt.  Lilja, Eysteinn og strákarnir 4.  Gaman, gaman. Hlakka mikið til. 

Ég er byrjuð að baka fyrir sunnudaginn, en þá er kaffi fyrir nánustu fjölskyldu, þ.e. foreldra, systkini og þeirra lið.  En þrátt fyrir að við drögum þetta saman í "bara" nánasta og þrátt fyrir að amk 50% af fjölskyldunni sé of langt úti á landi þá verðum samt sennilega yfir vel yfir 20 manns.  Það er gaman að "eiga" stóra fjölskyldu InLove

---o---

Sæll er sá, sem annars böl bætir.


Jónas

Ég var að hlusta á Jónas vin minn á Rás 2, hann var á popplandi.  ooohhh, ég er svo stolt af stráknum að ég sat með tárin í augunum.  Hann er að gefa út plötu, og ef ykkur langar að skoða það nánar þá er það hægt hérna

Fyrir þá sem vilja

Áskorun

Ég er sko að lesa...tók mér bara smá kaffipásu og datt auðvitað inn á netið.  Rakst þessa kökusíðu, og þar sem ég haf töluvert gaman af að baka, amk stundum, þá fékk ég auðvitað töluverða "inspiration" af þessu, og vildi deila þessu með ykkur hinum líka Cool 

En nú ætla ég að lesa meira um skizofreni... 


Hetja

Mig langar að benda ykkur á blogsíðu skrifaða af ungri hetju. Svo er hægt að sjá viðtal við hana hérna.  Ég er búin að lesa bloggið hennar í nokkurn tíma, og svo var ég að horfa á viðtalið við hana í Kastljósi á netinu.  Ég skal fúslega viðurkenna að ég felldi ekki bara eitt tár.  Vá hvað hún er dugleg.

Veðurteppt

Föstudagur, dejligt.  Þreytt.  Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum vinnustað.  Ég verð svakalega þreytt, það er svo margt nýtt að læra.  Geðið er, eins og við var að búast, ALLT ÖÐRUVÍSI en "venjuleg" deild.  Hjúkrunin er allt önnur.  Mér finnst ég þurfa að læra allt upp á nýtt.  

Í dag kemst ég svo ekki í vinnuna, ætla ekkert að vera að æða af stað þar sem það er varað við stormi og ofsaveðri og þess vegna finnst mér ekki ástæða til að leggja í Kjalarnesið og Kollafjörðinn.  Búist við allt að 50m/s í hviðunum...

Svo ég ætla að vera heima og lesa um "skizofreni" og "bipolar".  Spennandi efni.  

---o---

Ég fór á fyrirlestur upp í Grundaskóla í gærkvöldi.  Stefán Karl Stefánsson, leikari (Glanni Glæpur) og stofnandi Regnbogabarna, sem eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, hélt fyrirlestur á netinu (hann býr sko í Hollywood).  Snilld.  Talaði mikið um það að forvarnir byrja heima, t.d. "bara" þetta: Fjölskyldan situr við matarborðið og svo fara mamma og pabbi að tala saman og pabbi segir; "Ég fór í strætó í dag, og það var ÚTLENDINGUR að keyra strætó.  Hann talaði auðvitað ekki íslensku, ég skildi ekki hvað hann sagði, eitthvað haba haba, svo ég náttúrlega endaði í vitlausum strætó!  Afhverju í fjandanum geta þeir ekki haft íslendinga til að keyra strætó?  Helvítis útlendingar út um allt!!"

Hvað gerist?  Barnið fer í skólann daginn eftir, barnið segir ekki frá því sem var rætt um, nei, barnið fer og LEMUR útlenska strákinn í bekknum!!!  

Hann talaði mikið um þetta að vera góð fyrirmynd heima fyrir.  Passa hvað við segjum, koma vel fram, gefa okkur tíma með börnunum okkar.  Hann var líka inni að snerta lífsgæðakapphlaupið, að það sé svo mikil öfund í samfélaginu; "Puh! Sjáðu þau hérna við hliðina, komin á nýjan jeppa!  Það er aldeilis veldi á þeim!!!" *hnuss*

Mér fannst gott að heyra þetta allt, þetta er svona það sem við erum að reyna að lifa eftir.  Ekki vera að tala illa um aðra, ekki vera að dæma aðra.  

Það er líka sagt; Börnin læra ekki það sem þú segir, heldur það sem þú gerir.  Það þýðir ekki fyrir mig t.d. að innprenta hjá þeim að vera góð við aðra og bera virðingu fyrir öðrum ef ég er svo stanslaust að bakatala fólk.  

Svo hvatti hann fólk til að hafa "leiðindakvöld" 1 í mánuði, hámark 2 í mánuði.  Við ætlum að skella okkur á leiðindakvöld einu sinni í mánuði.  Það snýst um samveru með fjölskyldunni.  Engin utanaðkomandi truflun.  Slökkt á ÖLLUM símum (ekki setja á silent), stökkt á ÖLLUM tölvum (líka pabba tölvu!!!...Ólöf Ósk efast um að pabbi hennar meiki heilt kvöld án tölvunnar...) og sjónvörpum.  Svo er samvera, elda saman - allir í eldhúsið að hjálpast að, allir fá verkefni.  Borða saman, ganga frá saman.  Fara inn í stofu og gera eitthvað saman, spila (ekki matador eða önnur spil þar sem peningar koma við sögu - ekkert veraldlegt!!), föndra, eitthvað.  Svo endar kvöldið á spjalli, kannski kaffi og smá súkkulaði fyrir svefninn.  Og það sem er mjög mikilvægt; það má EKKI segja; "Jæja, nú er samveran búin, ALLIR Í RÚMIÐ!!", það er STRANGLEGA BANNAÐ!!!  Nei, það er VÖKUKEPPNI!!!  Allir mega vaka eins lengi og þeir vilja á "leiðindakvöldi".  

Við hlökkum til að eiga "leiðindakvöld" saman Wink


6. nóvember

Aðeins of sein á mér.  Gleymdi sko að segja í fyrradag að þá voru hvorki meira né minna en 12 ár síðan ég og Einar hittumst í fyrsta sinn. Shocking Og ég man það sem hafi það gerst í gær!!!  Ekki orð um það meir...

Svo ein mynd af mér í tilefni dagsins í dag 

100_4748
 


Besta gjöfin

Ég fékk bestu gjöf sem hægt er að hugsa sér í morgun.  Ástarjátningu frá börnunum mínum sem hljóðaði svona:

Við elskum þig meira en þú heldur.

Er hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf??!!!  Svo fékk ég fullt af dóti sem þau höfðu búið til, perlaða platta t.d. íslenska fánann og bláa og bleika belju og teiknaða mynd frá Jóhannesi.  Svo fékk ég líka fallega silfurhálsfesti; hjarta, frá manni og börnum.  

Og ekki nóg með það!!!  Ólöf Ósk var ein heima í morgun, þar sem hún var með hita í gær, og ég átti að mæta í verknám á geðdeild í 1. sinn í dag.  Svo hún snúllaðist heima.  Ég fór snemma heim og þegar ég kom heim þá var hún sko búin að grilla samlokur handa okkur...og gera þetta líka dýrindis Latte handa mér InLove 

Já, það er sko yndislegt að eiga afmæli Grin

Lífið er ljúft, eins og Bubbi mælti forðum!!! 


Magapína

Molinn minn, hann Jón Ingvi, er heima í dag.  Honum var mjög illt í maganum í morgun, sem lagðast um leið og hann fékk að vera heima.  Þetta er óhugnanlega líkt því sem við upplifðum með Ólöfu Ósk í Danmörku.  Þetta er sárt.  Fyrir okkur öll.  Og sérstaklega fyrir Jón Ingva.  

Við fórum upp í skóla áðan að sjá leikrit; Sigga og skessan í fjallinu.  Mjög skemmtilegt.  Hittum Kalla, bekkjarkennara Jóns Ingva.  Hann staðfesti það sem við höfðum rætt um, og sem hefur áður verið rætt.  Jón Ingvi á erfitt með að mynda tengsl og fer kjánalega í það þar sem hann veit ekki hvernig hann á að gera.  Hann er mikið í hlaupaleikjum sem enda með gráti hjá einhverjum.  Þetta var alltaf erfitt í leikskóla, þá töluðu þær um að hann elti krakkana og/eða hlypi á eftir þeim, og þau vissu ekki hvað hann vildi með því.  

Magnað hvað börnin okkar geta verið ólík.  Þótt Ólöf Ósk hafi líka lent í erfiðleikum í skólanum úti þá var það af allt öðrum toga, hún átti alltaf nóg af vinum.  Henni var strítt á að vera of feit og svo var andlegt ofbeldi í bekknum af völdum eins nemanda sem leið bölvanlega.  Hjá Jóni Ingva sníst þetta meira um að hann kann ekki að nálgast krakkana.  Það hefur alltaf verið erfitt fyrir hann, jafn erfitt fyrir hann og það hefur verið auðvelt fyrir Ólöfu Ósk að mynda tengsl.  

Eins og þið sjáið þá á þetta hug minn allan í dag, og ég veit ekki hvað ég á að gera.  Annað en að bregðast við, sína Jóni Ingva í orðum og verkum að ég stend með honum og tek hann alvarlega.  Ég var fegin að það var myrkur í herberginu í gær þegar hann var að segja mér frá þessu, svo hann sæi ekki tárin.  Ekki vegna þess að hann megi ekki sjá mig gráta, heldur vegna þess að ég vil ekki að hann fari að hlífa mér.  Hann á að vita að hann getur komið til mín og ég brugðist við, á skynsaman hátt.  Molinn minn litli.

---o---

Til  Jóns Ingva

Áður en þú varst til þráðum við þig.
Áður en þú komst í heiminn elskuðum við þig.
Áður en þú hafðir lifað eina stund hefðum við fúslega dáið fyrir þig.
Þú ert kraftaverk lífsins
Takk fyrir að vera til


Ofbeldi

Mikið rosalega er sárt þegar barnið mitt verður fyrir ofbeldi.  Fyrir nokkrum vikum voru þrír strákar í skólanum á eftir Jóni Ingva.  Þetta voru tveir strákar úr 2. bekk og einn úr hans bekk sem réðust á hann í hvert sinn sem hann varð á vegi þeirra...eða þeir á hans.  Jón Ingvi er ekki týpan sem ber tilfinningar sínar á torg, og það þarf mikið til þess að hann segi frá hvernig honum líður.  Svo það leið líka einhver tími áður en hann loksins sagði mér frá þessu.  Ég brást strax við og lét kennarann vita og þetta var stoppað.  

Í dag sótti ég Jón Ingva í dagvistina.  Það gerist ekki oft, því oftast röltir hann sjálfur heim.  Þegar ég kom var hann að perla í rólegheitunum.  Ég tók strax eftir tveimur rispum á kinninni á honum og spurði hann hvað hafi gerst.  Hann sagði mér að það hafi þrír strákar ráðist á hann og lamið hann með "snúru" (spotta á íslensku).  Þetta hafði gerst úti í frímínútum og aðspurður sagðist hann hafa gleymt að láta vita af þessu.  En þetta voru tveir bekkjarbræður hans og svo einn eldri.  Einn bekkjarbróðirinn snerist svo, og fór að hjálpa Jóni Ingva.  

Ég spurði Jón Ingva hvort honum hafi ekki orðið leiður en þá sagði hann; "Ég barði þá bara líka".  

Svo við tókum smá umræðu um ofbeldi, og það væri ekki í lagi og svo frv.  Mér finnst gott að hann berji frá sér, en ekki gott að þetta gerist.  

Nú er ég búin að láta kennarann vita og hann ætlar að ræða við drengina.  Svo ætla þær í dagvistinni að tala við þær sem eru úti í frímínútum, svo allir séu meðvitaðir.  

Þetta er ofsalega sárt.  Jón Ingvi hefði örugglega ekki sagt frá þessu svo það var í sjálfu sér ágætt að það sást á honum, svo ég gæti spurt hann.  

Mikið rosalega finn ég fyrir vanmætti mínum í svona aðstæðum.  Ég geri það sem er í mínu valdi, nefninlega að bregðast við með að láta vita af þessu.  En ég get ekki alltaf verið á svæðinu og pakkað börnunum mínum inn í bómull...enda hefur enginn gott af því.  

100_4678_0001


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband