Leita í fréttum mbl.is

Enn einn dagur í afslöppun

Við sváfum til 9.eitthvað, ég og börnin.  Einar fór að vinna.  Hann reyndar svaf meira að segja í Ólafar Óskar rúmi þar sem okkar rúm var fullt...báðir strákarnir voru uppí hjá mér.  Notó.  Jón Ingvi var svo lítill í gær að Einar hafði, held ég, ekki brjóst í sér til að færa hann.
Jón Ingvi var aumur yfir að jólafríið væri að verða búið, sagðist ekki vilja fara í skólann aftur.  Mjög erfitt allt.  Vill fara aftur til Danmerkur og vera í skóla með Camillu, sem var besti vinur hans.  Hér í skólanum er ekki málið að leika við stelpur.  Það þykir asnalegt og ástæða til stríðni.  Sem er frekar ömurlegt, en kennararnir eru mikið að reyna að vinna á móti þessu.  Jón Ingvi hefur átt 2 bestu vini um ævina og það hefir í báðum tilvikum verið stelpur.  Hann hefur yfirleitt náð betri kontakt við stelpur, sennilega hefur það mikið að gera með hvernig hann er.  Svo það er erfitt að koma inn í samfélag þar sem hann "verður" að leika við strákana.  Hann sagði mér m.a. í gær að hann væri hræddur um að verða strítt ef hann léki við stelpu. 
Það er svo sárt þegar krílin mín eru leið.  Mig langar svo að geta galdrað og taka sáraukann burt.  En sem betur fer þá var allt bjartara þegar hann vaknaði í morgun.  Hann langar ekkert sérstaklega mikið í skólann, en hann er ekki með illt í hjartanu eins og í gær.  Sem betur fer.

En nú ætlum við út í Krónu og athuga hvort þeir eiga ennþá "Æbleskiver"!!!  

Svo kemur fröken prinsessa heim á morgun.  Reyndar kemur stóra prinsessan líka til landsins á morgun, eftir að hafa verið á Kanarí síðan 19. des.  Vonandi sjáum við hana líka fljótlega.

sætu systur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband