25.12.2006 | 16:00
Yndislegt kvöld
Aðfangadagskvöld liðið. Yndislegt kvöld. Mikil spenna í loftinu, sérstaklega hjá Jóni Ingva og Ólöfu Ósk. Jóhannes var bara svo hissa og glaður í hvert sinn sem hans nafn var lesið upp og sagði með einlægri undrun og gleði; "Handa mér?!". Yndislegt alveg.
Þegar búið var að opna alla pakkana, og það tók drjúga stund, amk 2 tíma, þá varð spennufall. Jón Ingvi sagði, "Núna get ég farið að leika mér", greinilega dauðfeginn. Það var ótrúlegt að upplifa muninn. Alger ró.
Kvöldið var yndislegt. Frábært að fá að hafa pabba, tengdó og ömmutengdó með okkur.
Núna er alger afslöppun (nema fyrir meltingafærin...endalaus vinna fyrir þau um jólin...). Pabbi farinn á Selfoss, og Ólöf Ósk fór með honum og ætlar að vera hjá Hörpu í nótt. Strákarnir mínir þrír í sitt hvoru herberginu með sitt hvora myndina að glápa á!! Gaman að því. Og hér sit ég og blogga og gæli við það hvort ég ætti kannski að taka upp eina skólaskræðu...veit að ef ég geri það þá verður friðurinn úti...
Á morgun er svo fyrsta jólaboðið á þessum jólum. Þar verður dansað kringum jólatréð og mér er sagt að jólasveinar muni mæta...en skyldi jólatréð dansa þar? Efast um það.
Veit ekki hvort ég næ að blogga alveg á næstunni, við förum að heiman um hádegi á morgun, gistum svo hjá tengdó, svo fer prinsessan á bænum til Dk snemma morguns 27/12. Þá æðum við á Selfoss, til Elínar og svo til Bryndísar og Sigga, svo fáum við slatta af fólki í mat 28/12. Gaman að því. Nóg að gera hjá okkur. En svo er líka frí 29/12...nema hjá Einari því hann fer að vinna, kvöldvakt. Svo morgunvakt 30. og svo jólaboð beint eftir vinnu...nóg að gera. Gamlárskvöld verður rólegheitakvöld...ég hef amk ekki frétt annað.
Verð að segja ykkur, rétt í þessu hringdi síminn hjá mér, og það var útlenskt númer...byrjaði á +44...ég náði ekki að hugsa hvað þetta gæti verið...en þá voru þetta Andy og Marylyn, vinir mínir sem ég kynntist í Englandi 1992!!! Við höfum verið í bréfasambandi síðan, og aðeins talað saman í síma einu sinni þennan tíma og það eru ca 12 ár síðan...eða 13!!! Vá, hvað ég varð hissa!!! Og glöð!! Ooohhh, ég vona að þau eigi eftir að heimsækja okkur, það væri svo gaman. Yndislegt fólk.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ elskurnar
Vá Hún Anna Móberg var sko ekk svona róleg þó er hún árinu yngri. Það svifu bara pappírsumbúðirnar um alla stofu þegar henni var réttur pakki og svo var bara beðið um næsta. Svo kom bara skeifa þegar allt var búið. ÆS hins vega sagði alltaf þegar hann opnaði pakka það þetta væri akkúrat sem hann óskaði sér. Við erum búin að vera ræða ansi mikið núna síðustu vikur að mann eigi að vera þakklátur fyrir það sem mann hefur og það sem mann fær.
En þúsund þakkir fyrir okkur og segðu ÓÓ að ég sé svo stolt af því hvað hún sé flínk að prjóna. Hlakka til að geta sagt öllum að 11 ára frænka mín hafi nú prjónað þetta.
Jæja hafið það gott
Heyrumst
María Katrín (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 20:30
Hæ hæ elskurnar
Vá Hún Anna Móberg var sko ekk svona róleg þó er hún árinu yngri. Það svifu bara pappírsumbúðirnar um alla stofu þegar henni var réttur pakki og svo var bara beðið um næsta. Svo kom bara skeifa þegar allt var búið. ÆS hins vega sagði alltaf þegar hann opnaði pakka það þetta væri akkúrat sem hann óskaði sér. Við erum búin að vera ræða ansi mikið núna síðustu vikur að mann eigi að vera þakklátur fyrir það sem mann hefur og það sem mann fær.
En þúsund þakkir fyrir okkur og segðu ÓÓ að ég sé svo stolt af því hvað hún sé flínk að prjóna. Hlakka til að geta sagt öllum að 11 ára frænka mín hafi nú prjónað þetta.
Jæja hafið það gott
Heyrumst
María Katrín (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 20:30
Hæ Ísak, og takk sömuleiðis
María, ég skila þessu til hennar. Hún var líka mjög stolt og ánægð að gefa eitthvað sem hún hafði sjálf búið til.
hehe, já ég var búin að frétta af Önnu Móberg...litla skrímslið gaman að þessum elskum. Þau eru jafn misjöfn og þau er mörg, og öll yndisleg.
Elska þig, litla sys.
SigrúnSveitó, 25.12.2006 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.