Leita í fréttum mbl.is

Loðinn haus og fleira

Jæja, þá er ég almennilega vöknuð og búin að ná áttum eftir næturvaktirnar þrjár. Shit hvað ég verð rugluð í dögunum. Vissi varla hvað sneri upp og hvað sneri niður. En svo er þetta fljótt að koma um leið og ég sef heila nótt Sleeping

Er með hárið út í loftið...held Gilitrutt myndi jafnvel fá minnimáttarkennd...!!! Svo loðinn og úfinn er hausinn á mér! Það fyrsta sem ég geri um mánaðarmótin er að fara í klippingu!!!

Svo er það áframhaldandi vaktatörn, kvöldvakt í kvöld, morgunvakt á morgun og svo tvöföld á miðvikudaginn og svo frí aftur. Mér finnst ég reyndar alltaf vera í fríi þrátt fyrir að vera í 80% vinnu! Svo er auðvitað líka málið að mér finnst svo gaman í vinnunni svo þá verður þetta allt svo yndislegt Smile

Ólöf Ósk kemur heim á fimmtudagskvöldið, sem er bara æði. Hlakka mikið til að fá hana heim...þó ég hlakki ekki beint til rifrildanna milli hennar og Jóns Ingva...en það hlýtur að eldast af þeim fyrir rest. Það að minnsta kosti eltist af mér og mínum systkinum...og vorum við þó slæm. Ótrúlegt að mamma og Jón Þór hafi ekki orðið crazy af öllu sem gekk á milli okkar systkinanna...!!! 

En það var með okkur, eins og Ólöfu Ósk og Jón Ingva; stundum lék allt í lyndi en svo sauð hressilega upp úr á milli Devil

Hamingjumolinn:

"Líttu á hamingjuna sem eins konar andlega garðyrkju." 

- úr bókinni Þúsund hamingju spor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er ótrúlegt hvað systkini geta rifist, en samt elska þau yfirleitt hvort annað svooo mikið.  Þetta er bara svona og lagast svo með aldrinum, allavega þar sem ég þekki til.  Hafðu það gott ljúfan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 13:22

2 identicon

Að líða vel í vinnunni er æðislegt.Ég er í frábærri vinnu með frábæru fólki að sinna frábæru fólki.Allt svo frábært .Við líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband