Leita í fréttum mbl.is

Ekki eins góður svefn...

...í dag og í gær. Í gær svaf ég frá 9.30-17.42! Ég hrökk við þegar ég leit á klukkuna, nokkuð viss um að hún væri kannski hálf þrjú...en nei. Ég þurfti að hendast á fætur til að ná í búð fyrir kl. 18, því mig vantaði smá meiri lopa fyrir peysuna handa Maríu sys.

Er langt komin með hana, María (ef þú lest...)!!

--

Næturvaktir eru EKKI my cup of tea!! Bara svo það sé á hreinu. En ég skemmti mér nú samt ágætlega. Þeir eru skemmtilega ruglaðir, strákarnir sem ég er að vinna með þessar 3 nætur. 

En í dag vaknaði ég rúmlega eitt...og er óttalega tussuleg...á góðri íslensku...! Legg mig ábyggilega á eftir.

Einar er farinn á golfmót, Jón Ingvi er hér með mér og Jóhannes er hjá Birni Viktori - stórvini sínum og frænda. Gott að eiga góðan vin. Þeir eru svo yndislegir, ótrúlega líkar týpur sem báðir hafa brennandi áhuga á golfi og fótbolta! Glókollarnir tveir.

--

Ég er ósköp andlaus...verð kannski í meira bloggstuði þegar þessari næturvaktatörn er lokið...

En hamingjumoli dagsins er þessi:

"Sem börnum er okkur sagt að það sé gott að sitja kyrr og vera stilltur, en vont að hlaupa um og hlæja hátt. Trúðu hinu gagnstæða."

- úr bókinni Þúsund hamingju spor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna og jebb, ég hagaði mér alltaf þveröfugt. Góða helgi elskan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband