20.7.2009 | 22:32
Golf og fleira
Ég smellti mér á golfnámskeið í kvöld. Fyrsti tíminn í kvöld, í allt 3 skipti. Mjög gaman. Gekk vel :) Ég ætla að gefa golfinu tækifæri - og sjálfri mér um leið. Mér var farið að finnast þetta golf hálfglatað...gekk ekkert og nennti þessu bara ekki. Þrátt fyrir að minn heittelskaði væri sífellt að segja mér að það yrði enginn Tiger Woods á einni nóttu...kappinn sá byrjaði að æfa 2ja ára gamall sko!!!
En ég er búin að sálgreina sjálfa mig og komast að því hvað veldur...eða hvað ég tel líklegt að sé málið:
GAMALL ÓTTI!!!! Minn versti djö....!!
Mig langaði alltaf *í gamla daga* að æfa íþróttir, sérstaklega þó blak. Mér fannst gaman í blaki í skóla, var alveg þokkaleg, að ég held (tel mér amk trú um það). En ég þorði ekki að æfa því ég var svo hrædd við álit annara, hrædd við að vera ekki nógu góð, skíthrædd við stelpurnar sem voru að æfa blak og myndu örugglega ekki vilja hafa mig með og myndu örugglega hlæja að mér - hvað ég væri geðveikt léleg sko!
Svo ég fór aldrei þessa leið. Neibb, ég valdi mér aðrar leiðir og Bakkus var ágætis félagi um stund. Eða þar til hans nærveru var ekki óskað lengur ;)
En svo við snúum okkur að máli málanna, hvað kemur þetta golfinu við?!!! Júbb, ég er búin að komast að því að ég ætlaði bara að afgreiða golfið sem leiðinlegt! Því þá þyrfti ég ekki að takast á við þennan gamla ótta minn, að vera ekki nógu góð og hvað öðrum finnist um mig.
Og vitiði?!!!
Ég má vera léleg, ég má vera byrjandi, ég þarf EKKI að vera heimsmeistari strax á 3ja degi!!!
Svo nú ætla ég að gefa golfinu séns, og sjálfri mér. Staðráðin í að verðlauna sjálfa mig með silfurlituðum ECCO golfskóm eftir sumarið ef ég finn að mig LANGAR að halda áfram!!
Ég segi hér með fortíðardraugunum stríð á hendur!!!
----
Hamingjumoli dagsins:
"Það er ljós við enda ganganna", segir sá bjartsýni.
"Það hlýtur að vera lest sem stefnir beins á okkur", svarar hinn svartsýni.
- Úr bókinni Þúsund hamingju spor
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
AKkúrat, feisa gamla djöfla það skilar manni ótrúlega langt, þú ert hetjan mín. Knús og kruttkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2009 kl. 09:42
Þú ert bezt! Þú ert minn gullmoli
Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2009 kl. 10:56
Gólf er ömurlega.................. skemmtilegt.Ég hef aðeins fiktað við það og finnst það með eindæmum hallærislegt sport og á sama tíma mjög skemmtilegt.Það versta er að það rúmast ekki 2 golftöskur á mótorfáki mínum,annars væri ég í golfi.Þú ert svo frábær,flott stelpa (allar konur yngri en ég eru stelpur )Silfur-skór líst mér vel á
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:50
Takk elskurnar mínar, mikið er ég rík að hafa ykkur í lífinu mínu - þó það sé mest á netinu
Vitiði, Einar ætlar að gefa mér silfurskóna í afmælisgjöf! ...eins gott að halda áfram í golfinu!! ;)
SigrúnSveitó, 21.7.2009 kl. 18:01
Þú stendur þig vel í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur ástin mín. Vá silfurskór, það verður æðislegt að sjá þig spóka þig á vellinum.
Magnea Móberg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:15
Takk elsku mammsan mín
SigrúnSveitó, 22.7.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.