17.7.2009 | 10:47
Bara smá...aðallega fyrir þá sem ekki eru á facebook...
...og vita þar af leiðandi ekkert um það hvað ég bralla...!!
Fyrst er það auðvitað peysan fína - vantar reyndar tölur á hana á myndinni. En svona varð endirinn á henni, og ég er svakalega ánægð með útkomuna. Bara alveg eins og ég sá hana fyrir mér í hausnum á mér!
Næst á dagskrá er að prjóna eitt stykki lobbu handa Maríu sys. svo held ég áfram í einhverju. Er reyndar komin með enn eina peysu í hausinn handa sjálfri mér, en það er svo spurning hversu margar lopapeysur kona þarf að eiga...!!
Ég get upplýst ykkur um að sú peysa ætti þá að vera í skærum litum, eldrauð og mjög græn...eða álíka :)
-------
Í gær fór skvísan okkar, heimsætan, til Danmerkur, nánar tiltekið til Græsted. Þar ætlar hún að vera í góðu yfirlæti hjá Cille vinkonu sinni og hennar fjölskyldu í 14 daga!! Það var gífurlega mikil spenna í loftinu og þær búnar að telja niður sitt í hvoru lagi - sitt í hvoru landinu!
Ég, Einar og strákarnir lögðum hins vegar í aðra langferð eftir að dísin var flogin. Við ákváðum að pakka tösku með smá nesti og labba áleiðis á Akrafjall. Það endaði svo með að við fórum alla leiðina upp! Ég og strákarnir vorum að fara þarna upp í fyrsta skipti, og var þetta stórkostlegt alveg. Ég er svakalega stolt af strákunum að fara alveg upp á topp. Því til sönnunar var skrifað í gestabókina á toppnum, en við hins vegar klikkuðum á að taka myndavélina með :( Hefði tekið hana með hefði mig grunað að við færum alla leiðina upp!
Það skal tekið fram að ég er afar lofthrædd og var þetta klárlega óttapróf sem ég fór í þarna. Það hafðist og var bara tvisvar á leiðinni sem ég var á barmi móðursýkiskasts...náði að stoppa mig af áðpur en ég fór hreinlega að skæla. Reyndar bara í fyrra skiptið sem þetta var svo slæmt.
Þetta var æði, þó ég sé sárfætt í dag ;)
Nú held ég að mál málanna sé að drífa mig í föt og bleyta á mér hárið...ég líkist alltaf Gilitrutt á morgnana...
---
Hamingjumoli dagsins:
Hamingjan er eins og gæsin sem verpti gulleggjunum. Þú getur aðeins notið hennar þegar hún gefst - eða reynt að fá of mikið, of fljótt, og þannig spillt uppsprettu hennar.
Úr bókinni Þúsund hamingju spor
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.