Leita í fréttum mbl.is

Brotinn drengur :(

Jón Ingvi kom heim af fótboltaæfingu í gær með ansi bólgna hönd, og gat lítið gert en þó eitthvað. Í morgun var hann mun verri, gat ekki klætt sig sjálfur hvað þá meir. Við smelltum okkur á slysó og þar var drengurinn myndaður og viti menn, hann var brotinn. Svo nú er hann gibbsaður, en með fingurnar lausa og má nota þá :)

Það sem gerðist var að hann var í marki og kastaði sér á eftir bolta. Þá kom einn úr liðinu hans og ætlaði að bjarga boltanum...en ekki vildi betur til en að hann steig á hendina á Jóni Ingva...ááááiiiii...í takkaskóm og jamm, þið eruð búin að fá að vita restina.

Svo það er hvorki fótbolti né golf fyrir Jón Ingva næstu 2-3 vikurnar :( Lán í óláni fyrir Jón Ingva, er að það falla niður golfæfingar í næstu viku út af einhverju meistaramóti!! 

Annars er bara ró og spekt. Ég ætla mér í höfuðborgina á morgun og njóta dagsins með Maríu litlu sys. Ætli ég fái hana ekki með mér í langþráðu menningarferðina mína um miðborgina...vona að það verði ekki rigning...!!
Mig langar að skoða í allar handverksbúðirnar og fara á Kaffi Loka!

Hausinn á mér er fullur af hugmyndum um hvað mig langar að prjóna, svo ég er búin að byrgja mig ágætlega upp af lopa fyrir sumarfríið. Núna er ég að prjóna peysu á sjálfa mig og þarf að drífa mig að klára hana svo ég geti gert allt hitt sem mig langar að gera! Alveg prjónaóð og þyrfti hreinlega að vera með fleiri hendur svo ég kæmist yfir allt sem hausinn er að framleiða!!

Lopi er flottur!!!

plötulopi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta heitir nú að fórna sér fyrir liðsheildina! Vona að hann nái sér fljótt og vel - og ég er sammála þér - lopi ER flottur!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband