Leita í fréttum mbl.is

Sófadýr!

Ég er orðin sófadýr! Hef legið á sófanum í dag og í gær, mjög stillt og prúð. Hefði náttúrlega átt að hlýða algerlega...en ég hélt ég væri að því...fannst ég vera nokkuð stillt. Nú ligg ég á sófanum og læt þjóna mér. Fór reyndar yfir á eldhússtól í smá stund í dag, þegar Gréta vinkona kom í heimsókn. Svo fór ég beint á sófann aftur.

Ég er að lesa Norðfjarðarbók (var ég búin að segja það?) sem kennarinn minn úr grunnskóla skrifaði og kom út á síðasta ári. Skemmtileg bók, og gaman að lesa þar sem ég þekki til svæðisins. 

Norðfjarðarbók

 

Svo er ég líka að prjóna, er að prjóna vettlinga á Jóhannes og svo er ég líka að prjóna "sjónvarpsleista" en mig vantar smá rautt hosugarn til að klára þann einn leistann. Búin að gera 2½ par. 

Svo langar mig í helling af lopa, langar að prjóna mér lopapeysu, mig langar að prjóna fleiri ermar og þá m.a. úr lopa. Bæði vegna þess að ég EEEELSKA lopa og líka vegna þess að hann er á viðráðanlegu verði! Og auðvitað; íslenskt, já takk!!

Allir strákarnir mínir (synir mínir, eiginmaðurinn og faðir minn) eru að horfa á fótboltaleik...Man.Utd. eitthvað... Dóttirin inni í herbergi eitthvað að brasa...og ég að blogga. 

Jamm. Nenni ekki meir, ætla að leggjast út af og lesa smá meira.

Molinn:

"Anda inn í núið. Anda frá, slökun. Njóta augnabliksins, þess sem er núna."

- Heilbrigð skynsemi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Smjúts í sófann

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 19:20

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Reyndu nú bara að hafa það gott sæta sófadýrið mitt

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 1.2.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband