29.12.2008 | 16:57
Jæja...
...þá er sko orðið ansi stutt í seinni endann á þessu ári. Ótrúlegt alveg. Hef ég sagt ykkur að einu sinni var árið 2000 í órafjarlægt - sko úti í framtíðinni - árið sem ég yrði þrítug!!! Núna er árið 2000 orðið ansi óralagt í burtu...í fortíðinni!!
Eins og einhver sagði; *Time flyes when you´re having fun*!!! Ég get ekki annað en tekið undir þessu fleygu orð!
--
Undanfarnir dagar hafa liðið áfram í átakalausri sælu. Í gær átti ég reyndar smá bágt, saknaði systkina minna og foreldra á Nobbó ansi mikið. Heyrði aðeins í Maríu sys. og Aðalsteini bró. og þau voru saman komin, ásamt Lilju sys. heima hjá Maríu. Bara smá hugginugg yfir kaffibolla...og ég fékk saknikast!!
Ég fæ alltaf svona saknikast milli jóla-og nýárs. Þegar þau eru að hittast og ég *bara* hér. Ég er alveg laus við þessar tilfinningar á sjálfum jólunum, þ.e. 24.-26. des. 24. og 25. des. vil ég bara vera heima að kúldrast og 26. eru yfirleitt jólaboð og svoleiðis skemmtilegheit :) Svo koma *dauðu* dagarnir, lítið að gerast þannig, bara rólegheit og þá finnst mér ég vera dálítið utanveltu.
Fjölskyldan hans Einars er yndisleg, en það kemur enginn í staðinn fyrir mína eigin fjölskyldu, sem ég var vön að eiga þessa daga með. Mig langar í kaffispjall hjá mömmu, mig langar að knúsa þau öll.
EN í staðinn fyrir að velta mér upp úr þessu í gær, og jafnvel leggjast inn í bæli og skæla yfir þessum *örlögum* (gleymum ekki að það er mitt (og Einars) val að búa 700 km í burtu frá fólkinu mínu) þá ákvað ég að sms´a vinkonu minni og sjá hvort hún væri heima og gæfi kaffi.
Jón Ingvi var hjá vini sínum og Einar að byggja húsið okkar, svo ég og Jóhannes fórum til hennar yndislegu Þórunnar minnar og áttum þar ljúfa stund. Mikið kaffi og gott spjall. Ef þú lest þetta, elskan mín, ástarþakkir fyrir að vera tilstaðar fyrir mig *knús*.
--
Í dag var að því komið að viðra drengina! Þeir voru orðnir ansi fjörugir og nett-pirraðir eftir mikla inniveru og FIFA 09 spilamennsku.... Svo ég fór í langan labbitúr með þeim og það var svoooo notalegt. Þeir eru algerir snillingar, og svoooo skemmtilegir (ég er algerlega hlutlaus...) og það var svoooo gaman hjá okkur. Þeir keyptu sér fótboltamyndir í Eymundsson (að sjálfsögðu) og svo röltum við í rólegheitunum heim aftur.
Bara notalegt.
Einar er farinn á kvöldvakt og er því lokið fleiri daga fríi okkar saman. Búið að vera mjöööög notalegt. Við erum meira að segja búin að horfa á imbann (reyndar þætti af flakkaranum) 3 kvöld í röð og slíkt hefur ekki gerst í mannaminnum!!
Svo ætla ég snemma í bælið í kvella, laaaangur vinnudagur á morgun!
Nóg í bili. Knúúúzzzzzzzzz..........
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra hvað er gaman hjá ykkur. Hafðu það sem allra best um áramótin. Skil þig vel með svona saknikast, er þannig alltaf líka. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 17:01
Já það er svo langt á milli landshluta einmitt á svona tímum því verður ekki neitað. En ég skil þig vel að hafa viðrað drengina hér er ég *bara* með 2 börn þessa dagana og það alveg kolvitlaus bæði tvö. Sá elsti er í pabbafjöri í jólafríinu. KNús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 29.12.2008 kl. 17:06
Sigrún mín ... að gefnu tilefni verð ég að minna þig á okkur hér í Borgarnesi, en hingað ertu alltaf velkomin - hvort sem þér leiðist eða ekki, enda tengdar fjölskylduböndum. Ég hef lítið verið á ferðinni og verð lítið á ferðinni á næstunni - þannig að nú reynir á þig (á alveg ágætis kaffimaskínu). Áramótaknús til ykkar allra (sendi sms þegar ég er búin að fæða) kv. Erla sys.
Erla Helga (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 08:46
Æ, þú ert svo mikil dúlla, Sigrún! Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er að líða!
Hugarfluga, 30.12.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.