24.12.2008 | 23:50
Gleðileg jól, elskurnar mínar :)
Jæja, þá er aðfangadagskvöld að verða liðið, spennufall á öllum vígstöðvum. Börnin er alsæl með sig og sitt og það sama gildir um foreldrana. Við vorum svo lánsöm að fá að hafa tengdamömmu og tengdaömmu hjá okkur í kvöld. Yndislegar konur.
Allir - held ég - borðuðu sig vel á hliðina...nema kannski Jón Ingvi, honum þykir ekki jólamatur neitt sérlega góður. En hann smakkaði og borðaði nokkra bita og er það í fyrsta sinn síðan hann var ca 2ja ára sem hann gerir það. Sem er frábært.
---
Jóhannes sá mér fyrir sjokki í dag, ég nötraði á eftir...!! Við fórum í Einarsbúð að versla smotterí í morgun. Jóhannes bað mig að kaupa 2 græn epli, sem ég gerði. Hann hélt sjálfur á þeim út í bíl, nema þegar við komum út þá fóru þeir bræður í kapphlaup út í bíl, sem þeir gera oft. Nema hvað, sökum þess að margir voru að versla á sama tíma þá var bíllinn dálítinn spotta burtu... Pokinn með eplunum rifnaði á hlaupunum og eplin skoppuðu milli tveggja kyrrstæðra bíla í vegkantinum og Jóhannes hljóp á eftir þeim. Það komu bílar á góðri siglingu úr báðum áttum...og ég GARGAÐI!!! Ég stóð gjörsamlega á orginu þarna og HLJÓP eins og fætur toguðu á eftir drengnum. Ég átti ekki séns í að ná honum, en eplin höfðu sem betur fer ekki skoppað alla leið út á götu...því þá hefði getað farið illa!
Jóhannes hágrét þegar ég náði til hans. Þá virtist hann vera búinn að átta sig á þessu öllu. Ég útskýrði í rólegheitunum fyrir honum að ég gæti alltaf keypt ný epli, og hann mætti ALDREI gera svona, þetta væri SVOOOOO hættulegt...og hann hágrét, þessi litla elska.
Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eplin hefðu rúllað lengra...
Enda á *hefði* og *ef* ekki að finnast í orðabókinni!
---
Anyway, ég óska ykkur öllum yndislegrar jólahátíðar, með frið og kærleika í hjörtum.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178743
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allamalla....... gott að allt fór vel!!
Gleðileg jól mín kæra - hafðu það gott um hátíðarnar
Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 00:48
Gleðilegt jól og hafðu það gott með þínum. Bestu jólakveðjur
Renata, 26.12.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.