Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól, elskurnar mínar :)

Jæja, þá er aðfangadagskvöld að verða liðið, spennufall á öllum vígstöðvum. Börnin er alsæl með sig og sitt og það sama gildir um foreldrana. Við vorum svo lánsöm að fá að hafa tengdamömmu og tengdaömmu hjá okkur í kvöld. Yndislegar konur.

Allir - held ég - borðuðu sig vel á hliðina...nema kannski Jón Ingvi, honum þykir ekki jólamatur neitt sérlega góður. En hann smakkaði og borðaði nokkra bita og er það í fyrsta sinn síðan hann var ca 2ja ára sem hann gerir það. Sem er frábært. 

---

Jóhannes sá mér fyrir sjokki í dag, ég nötraði á eftir...!! Við fórum í Einarsbúð að versla smotterí í morgun. Jóhannes bað mig að kaupa 2 græn epli, sem ég gerði. Hann hélt sjálfur á þeim út í bíl, nema þegar við komum út þá fóru þeir bræður í kapphlaup út í bíl, sem þeir gera oft. Nema hvað, sökum þess að margir voru að versla á sama tíma þá var bíllinn dálítinn spotta burtu... Pokinn með eplunum rifnaði á hlaupunum og eplin skoppuðu milli tveggja kyrrstæðra bíla í vegkantinum og Jóhannes hljóp á eftir þeim. Það komu bílar á góðri siglingu úr báðum áttum...og ég GARGAÐI!!! Ég stóð gjörsamlega á orginu þarna og HLJÓP eins og fætur toguðu á eftir drengnum. Ég átti ekki séns í að ná honum, en eplin höfðu sem betur fer ekki skoppað alla leið út á götu...því þá hefði getað farið illa! 

Jóhannes hágrét þegar ég náði til hans. Þá virtist hann vera búinn að átta sig á þessu öllu. Ég útskýrði í rólegheitunum fyrir honum að ég gæti alltaf keypt ný epli, og hann mætti ALDREI gera svona, þetta væri SVOOOOO hættulegt...og hann hágrét, þessi litla elska. 

Jóhannes 5 ára sætilíus :) Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eplin hefðu rúllað lengra...

Enda á *hefði* og *ef* ekki að finnast í orðabókinni!

---

Anyway, ég óska ykkur öllum yndislegrar jólahátíðar, með frið og kærleika í hjörtum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Allamalla....... gott að allt fór vel!!

Gleðileg jól mín kæra - hafðu það gott um hátíðarnar

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Renata

Gleðilegt jól og hafðu það gott með þínum. Bestu jólakveðjur

Renata, 26.12.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband