20.11.2008 | 07:44
Jæja þá
Ég er ekki að standa mig í blogginu þessa dagana, vona að fólk sakni þessi ekki of mikið. Finnst ég einhvernveginn ekkert hafa að segja.
Get auðvitað sagt ykkur endalaust hvað ég er ánægð í vinnunni...en held þið nennið ekkert að lesa það dag eftir dag...
Ég gæti líka sagt ykkur að ég elska lífið mitt, en ég held að þið hafið komist að því af því að lesa bloggið mitt í smá tíma...
Úff...ég gæti svo sem alveg sagt ykkur hvað dóttir okkar elskuleg er að drepa mig úr gelgjugangi. Alveg sama hvað ég segi...þá urrar hún, segir mér að ég sé í fýlu, þakkar mér fyrir að kalla sig aumingja og ég veit ekki hvað. Ég vona innilega að þetta sé mjöööög tímabundið hormónakast sem líði hjá á nokkrum dögum...hún er grínlaust með horn og hala...
Bænin mín þessa dagana, sú mikilvægasta, er einföld; "Góði Guð, hjálpaðu mér að elska hana eins og hún er"...því ef ég geri það, þá þarf ég ekki að pirrast eða urra á móti, umburðarlyndi og kærleikur eru það mikilvægasta í öllum samskiptum og það á sannarlega vel við þegar gelgjur í ham eru annars vegar...
Jamm. Annars er ég að fara að vinna í kvella og fyrramálið. Svo þið þurfið ekki að búast við bloggi frá mér næsta sólarhringinn...
Annað. Vitiði bara hvað?!!! Ég fór að hlaupa í gær, alsæl með það. Hljóp fyrst 2 hringi síðan 1½ með labbi fyrir, á milli og í lokin. Ánægð með frammistöðuna, alls 1267 metrar sem ég hljóp. Ég finn fyrir hnénu en vona að það lagist fljótlega...að það sé bara af því að ég er nýbyrjuð að hlaupa...og hnéð eigi eftir að venjast...var að spá í að fara jafnvel í Curves 1x í viku til að styrkja vöðvana í kring...
Vitiði, það er brjálað að gera framundan, í sósjallífinu. Endalausir hittingar og skemmtileg heit. Gaman að hugsa til samveru með vinum okkar
Jæja, ég ætla að hætta í bili. Meira síðar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa jákvætt blogg Sigrún mín..
Já maður þarf að anda inn og svo út þegar maður er með dóttir á gelgjunni ... úff það er ég búin að gera með 3 ... nú er örverpið eftir og hún er rétt 10 ára og það virðist skipta máli með hverjum hún er ... og hvort hún fái nógan svefn... Vonum bara að það taki fljótt af með þína...
Gangi þér vel að halda geðheilsunni í þeirri þrautargöngu dúllan mín
Risaknús og kærleikskveðjur Dóra Esbjerg
Dóra, 20.11.2008 kl. 07:50
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 08:30
Úff, ég á tvær svona gelgjur þó sú yngri sé bara 9 ára...! Þær geta tekið á taugarnar og kenna manni svo sannarlega þolinmæði :)
Gaman að heyra að þú sért farin að hlaupa. Það er mjög eðlilegt að finna til í hnjánum svona fyrst á meðan vöðvarnir eru að styrkjast. Það er gott að taka lýsi og svo er hægt að vera í teygjustrokk til að styðja við liðinn svona fyrst.
*knús!*
Eva
eva ólafs~ (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:38
Innlitskvitt mín kæra og kæra kveðja úr Hrútósveitó.
JEG, 20.11.2008 kl. 10:16
Ufff þú ert nú góð, segir að hefur ekkert merkilegt að segja og kemur þessi myndarlega bloggsaga ... en kannski þegar maður byrjar þá orð byrja rúlla á stað. Eigðu góða sosjallífshelgi :)
Renata, 20.11.2008 kl. 19:23
Hugarfluga, 21.11.2008 kl. 10:51
Ég bara varð að láta þig vita, að við átum lifrarbuffið þitt í gærkvöldi!! JUMMÍ!! Þvílíkt sem það var gott, þúsund þakkir Ég lagaði það reyndar ekki sjálf, heldur mamma, og þetta er æð!! Nú er buffið komið á listann af mat sem mamma þarf að gera handa mér
Úrsúla Manda , 21.11.2008 kl. 11:51
AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:15
Já ég skil þetta með umburðalundið og hvað það getur verið erfitt! Það er sjálfsagður hlutur að elska börnin skilyrðislaust. en það er ekki þar með sagt að það sé alltaf hægt að umbera erfiða hegðun. Knús til þín. Það er alltaf gott að lesa bloggið þitt.
kveðja Þóra Elísabet.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.