31.10.2008 | 21:04
I LOVE MY LIFE!
Message
- Sumir eru farnir að hlæja að mér og það er bara allt í góðu. Gott að geta skemmt fólki án fyrirhafnar Ég bara er svo komin með upp í kok á krepputali og allri þjóðfélagsumræðu að ég er farin að beita besta verkfærinu sem ég hef í stöðunni: AÐ FJARLÆGJA SJÁLFA MIG!! Svo þegar talið berst að kreppu/þjóðfélagsmálum þá stend ég upp og labba í burtu.
- Jú, þetta er mál sem liggur á fólki, en ég bara vel að taka ekki þátt...amk. ekki alltaf.
- Þetta var svo það sem ég hef að segja um kreppumálin að sinni
- Hér heima er stendur yfir svo kölluð gelgjugleði...eða sko, Ólöf Ósk er með 3 vinkonur í heimsókn, eða sko bauð þeim í afmæli. Náttfataþeima. Subway í matinn, svo fullt af snakki og nammi og MAMMA MIA!!! Og ó mæ Goooood! Þvílíkur söööööngur sem hér glymur um allt!! En þær eru að skemmta sér þvílíkt vel...amk miðað við hljóðin Algjörar krúttur.
- Þær fengu nett gelgjukast hérna áðan. Ég sagði við Ólöfu Ósk að hún gæti kannski sent Jóhannes upp í til mín ef ég sofnaði (er töluvert þreytt eftir að vakna kl 6.00 þrjá morgna í röð...) Þá gellur í henni; "Ég vil sofa hjá þér!" og ég svaraði; "Nei, það er ekki hægt, pabbi þinn ætlar að sofa hjá mér"!! Og allt í einu lágu þær meira og minna um gólfin í hláturskasti...hálfvandræðalegar og rauðar í framan... Ég spurði dóttir mína hvort þær hefðu fengið eitthvað "dónalegt" út úr þessu og hún flissaði vandræðalega og sagði; "jááá...." Hún er sjálfsagt komin á þann aldur að það er hræðilegt til þess að vita að foreldrar hennar eigi ástarlíf...úff...hvað haldiði að myndi gerast ef ég yrði ólétt...arg...
- Jamm, veit ekki hverju fleiru ég get "logið" að ykkur að sinni.
- Verð samt að segja að lífið er ljúft. Ég á yndislega fjölskyldu og vini, ríkari en ég hélt að væri mögulegt.
- Ég er gift besta vini mínum, ég elska hann og hann elskar mig. Er hægt að vera lánsamari??
- Við eigum 4 heilbrigð og yndisleg börn. Það eru sannarlega ekki allir svo lánsamir.
- Ég er í draumavinnunni minni og það er sko ekki sjálfgefið. Jamm, ég get sko ekki kvartað.
- Molinn:
- "Ég voga mér að halda því fram að maður græðir meira á eigin mistökum en að gera það sem aðrir telja rétt."
- - W. Somerset Maugham (úr Human Bondage)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert gullmoli mín kæra. Þarf ég að útskíra það eitthvað betur ? Held að það sé bara dagsatt. KNús á helgina þína mín kæra og kveðja úr sveitinni.
JEG, 31.10.2008 kl. 22:49
ég get ekki orðað það betra en Jóna fyrir ofan, til hamingju með þín yndislegt líf.
kveðka frá mér sem er á svipuðu róliRenata, 1.11.2008 kl. 08:02
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:41
Góða skemmtun um helgina sæta
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 1.11.2008 kl. 15:46
Ljúf og hlý færsla í þínum anda, gott að koma hér inn og finna jákvæðnina, ég geri allt út á jákvæðni í lífinu núna. Reyni að láta ekkert pirra mig og bros framan í kreppuna. Lífið er svo yndislegt þegar ástin og barnalánið leikur við mann. Kærleikur til þín elsku vinkona
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:18
Mikið' ofboðslega, hrikalega, svakalega er þetta falleg mynd af ykkur hjónum. Þetta fékk mig til að hugsa um að einu myndirnar sem ég á af mér og mínum eiginmanni saman eru brúðkaupsmyndirnar. Það er nefnilega þannig að annað hvort er það hann eða ég sem tökum myndirnar.
Note to remember: Setja myndavélina í höndunum á krökkunum.
Eitt er að eiga yndislegt líf, annað að kunna að meta það eins og þú gerir elsku vinkona.
Ekki furða að maðurinn þinn elski þig.......... enda yndisleg bæði að utan sem innan.
Svo bara VERÐ ég að fara að hitta þig. Geri mér bara ferð á Skagann fljótlega. Það er bara ekkert annað í stöðunni.
Knús á þig fallega kona
Tína, 2.11.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.