Leita í fréttum mbl.is

Þreytt kona

Elskurnar mínar, mig langar fyrst að þakka ykkur fyrir yndislegar kveðjur. Sumar kveðjur hafa borist í tölvupósti, aðrar á facebúkkinu og enn aðrar í tölvupósti eða símleiðis. Skvísan alsæl með daginn sinn og þá er einmitt tilgangnum náð.

Í dag var vinnudagur, ég ræsti ungana milli sex og hálf sjö (ókristilegur tími á Íslandi...alvanalegur fótaferðatími í Danmörku...) og Jóhannes var ægilega þreyttur.  Það er gleymt núna, og þeir feðgar eru uppi að horfa á Man. Utd. spila við einhverja...og Jóhannes var einmitt í þessum skrifuðu orðum að segja mér að nú væri 1-0 fyrir M.utd. og það hafi verið Ronaldo sem skoraði á 14. mínútu...! Jamm, ég verð að segja að ég og þeir tölum ekki alveg sama tungumálið þegar kemur að þessu...og ekki orð um það meir!

Á morgun annar vinnudagur, og svo eru miklir gleðidagar framundan. Reynar eru allir dagar gleðidagar hér á bæInLove svo það er svo sem ekkert nýtt. Nú er búið að sparsla og pússa allt nema horn og glugga og við reiknum með að grunna þetta á laugardag eða sunnudag. Svo er komið að því að velja liti á herbergin! Mjööööög spennó!!!  Reikna þó með að við verðum með veggina í sama lit og það sem komið er, sem heitir perluhvítt (ef ég man rétt...annars verður Einar að leiðrétta mig...) en Ólöf Ósk ætlar sér út í grænu línuna á sitt herbergi.
Þegar búið að er mála þá er bara eftir að klára rafmagnið,setja í loftin og svo eigum við reyndar eftir að fjármagna hurðirnar...það er ekki hægt að búa á byggingasvæði með engar hurðir...en koma tímar, koma ráð Wink

Svo fékk ég hugmynd áðan...en hún féll í vægast sagt grýttan jarðveg... Ég var sko að fá tölvupóst frá Sollu / Himneskri hollustu...og hún er að auglýsa grænmetisnámskeiðin sín. Að læra að elda úr grænmeti. Svo mér datt í hug að spyrja Einar hvort við ættum ekki að gerast grænmetisætur. Þið sem þekkið hann vitið að þetta var fááááránleg hugdetta hjá mérLoL Enda var þetta nú meira í gríni en alvöru. Þó svo að ég held ég VERÐI að skera niður í að minnsta kosti fitu úr dýraríkinu...svona fyrir magann minn...koma tímar... 

Jæja, ætla að hætta, er að spá í að slaka bara á með bók jafnvel...ef ég get...ég held stundum að ég sé með athyglisbrest...Sideways

Molinn:

"Kímnigáfan er stórkostleg gjöf sem felur í sér lausn. Um leið og hún lætur á sér kræla hverfur geðvonskan og gremjan en kætin tekur við."

-Mark Twain


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo spennandi að fylgjast með framkvæmdunum hjá ykkur .. ég er alveg með ykkur í þessu, í anda þ.e.a.s :)  Mættir samt vera duglegri að henda inn myndum *hóst*  :D   Hafið það gott elskurnar!

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið eruð yndisleg fjölskylda, grænmeti í öll mál er eitthvað sem ég væri til í ef einhver nennti að elda það oní mig. Reyni samt alltaf að vera mega holl. Krúttkveðja á Skagann 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég væri til í svona grænmetisfæði! Hrikalega góður matur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: JEG

Held að það myndi nú ekki ganga hér á þessum bæ að hafa bara grænt sko.  Ég á 2 sem borða ekki kál t.d. alveg fáránlegt sko.

Knús og kveðja úr sveitinni norðan heiðar. 

JEG, 30.10.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband