20.8.2008 | 11:41
Jæja,
best að blogga smá...læt ekki spyrjast út að ég sé dottin í facebook...
Í gær var Einar að fara á fundi í borginni svo við (ég og börnin) fórum með og hittum mömmu, sem þar er stödd. Við fórum í Grasagarðinn. Hugsið ykkur, ég hef ALDREI áður komið í Grasagarðinn!! Aldrei áður séð þvottalaugarnar eða neitt! Skammarlegt!
Við röltum þarna um, í sólinni (og blæstrinum) og nutum útivistarinnar og samverunnar. Krakkarnir voru með bolta með sér svo þau hlupu um og spiluðu. Gaman gaman. Við fórum svo á kaffihúsið þarna; Café Flóra og fengum okkur hressingu. Alveg snilld! Mæli með svona kvöldstund!
--
Nú fer sumarfríinu hjá börnunum að ljúka...við misjafnar undirtektir...þeim finnst ósanngjarnt að ég hafi verið í fríi frá 15. maí - 1. okt. þegar ég var í barnaskóla!!! En það er heldur ekki reiknað með þeim í sauðburð og réttir...
Svo get ég sagt ykkur að nú eru vinnuskiptin orðin endanleg, það er komin dagsetning! Ég hætti á Höfða 1. okt. og byrja strax á 32A á Lsp. Reyndar reiknast mér til að síðasta vaktin mín sé 29. sept. svo ég fæ dags frí!
Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Þó margs verði að sakna frá Höfða, og verð ég þá sérstaklega að nefna frábært samstarfsfólk.
--
Um helgina eru Einar og Jón Ingvi að fara á svokallaða feðgahelgi hjá KFUM&K í Vatnaskógi. Vinir okkar í Danmörku (feðgarnir Dóri og Martin) fóru í fyrra og fannst svo gaman, og seldu okkur þessa hugmynd á staðnum. Svo nú á að láta á þetta reyna. Jón Ingvi er mjög spenntur, það verður æðislegt fyrir þá að eiga svona helgi bara tveir. Gott fyrir Jón Ingva að eiga pabba út af fyrir sig í smá stund. Það getur stundum verið erfitt að vera hluti af systkinahóp og vera sjaldan einn um athyglina.
Jóhannes er strax farinn að tala um að næsta sumar fari hann og pabbi saman
--
Já, þetta var sem sagt í fréttum helst hjá okkur hérna á Skaganum
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já greinilega spennadi tíma farmundan hjá þér. Pabba tími er nauðsyn það er nú bara þannig. Minn yngri er svo mikill pabba strákur reyndar sá stóri líka en hann hittir pabba sinn bara svo sjaldan að það er stundum vandræði.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 20.8.2008 kl. 13:47
Gangi þér vel í nýja starfinu krúttan mín. Aldrei að vita nema ég rekist einhvern tímann á þig þarna enda alltaf með annan fótinn á þessum yndislega stað . Og ef þú lendir í því að það er klikkuð kona sem stekkur á þig og knúsar þig................ well þá veistu hver það er .
Kram, kreist og knús inn í daginn þinn elskulegust.
Tína, 21.8.2008 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.