Leita í fréttum mbl.is

Smá ferðasaga

Mig langar bara örstutt að láta vita af mér. Ég er hér enn! Hér kemur ferðasagan okkar í örstuttu máli:

Við fórum í viku ferðalag, við familíjan. Keyrðum til Akureyrar þriðjudaginn fyrir versló og gistum í bústað þar um nóttina. Keyrðum svo áfram austur á Neskaupstað daginn eftir, og vorum þar í 5 nætur. Eyddum verslunarmannahelginni sem sagt á Neistaflugi, og í félagsskap fjölskyldunnar. En ef þið vitið það ekki, þá er ég nobbari og stór hluti fjölskyldunnar minnar býr á Nobbó. 

Við lögðum svo af stað í átt heim á mánudagsmorguninn. Keyrðum upp á Kárahnjúka og yfir stífluna. Mjög tilkomu mikið að sjá jökulsárgljúfrið hrykalega stórt, djúpt og galtómt!

Frá Kárahjúkum keyrðum við áfram og fórum í kaffi og lummur í Sænautaseli, og það er sko torfkofi sem er veitingastaður. Svakalega heillandi og við stefnum þangað aftur síðar!

Skoðuðum Dettifoss...mér líkar ekki við hæðir eða vatn...og alls ekki þegar það kemur svona saman. Jóhannes hélt fast í hendina á mér...fyrir mig! Mamma hrædda... 

Nóttinni eyddum við í bændagistingu á Hóli í Kelduhverfi. Fengum þar góðan mat, ávaxtagraut í eftirmat - sem sló í gegn! Frábær þjónusta á góðu verði.

Á þriðjudagsmorguninn fórum við í Ásbyrgi og Hljóðakletta, stórkostlegt! Hef ekki komið þangað fyrr og þótti mikið til þess koma. 

Keyrðum inn á Húsavík, fengum okkur þar rúnstykki í bakaríinu og svo kaffibolla til að taka með á kaffihúsi sem heitir Café Skuld. Sem okkur þótti líka gaman þar sem Einar er af hinni svo kölluðu Skuldarætt hér í bæ.

Keyrðum svo inn á Akureyri.  Fengum okkur að borða og röltum smá um bæinn.  Spáðum og spekúleruðum hvort við ættum að vera um nóttina eða keyra heim...og enduðum á að keyra heim. Vorum komin heim milli eitt og hálf tvö um nóttina og Ólöf Ósk sagði; "Mamma, úti er gott en heima er BEST!"

Ætla ekki að hafa þetta lengra, set inn myndir very sooooon, og læt ykkur vita. Sumarfríið er búið, vinna á morgun...oooohhhh, það er ekki gaman þegar fríið er búið! Langar að lufsast hérna heima áfram!!

Knús á ykkur öll...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Alltaf gaman að fara í ferðalag.  En það er líka ljúft að koma heim aftur.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 8.8.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið hafið aldeilis farið í skemmtilega ferð.  Húsavíkin mín er yndisleg, var þessi bær Hóll, út á söndunum??  Dettifoss er nú frekar ógnvekjandi, sammála því.  Hlakka til að sjá myndir. Knús og kveðja og gangi þér vel í vinnunni, er ekki orðið stutt í skiptin. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf gott að lufsast heima Eigðu góðan dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 09:51

4 identicon

skulda allir þá svona mikið hehe. hlakka til að flytja heim og ferðast um fallega landið okkar. knússsss

jóna björg (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:36

5 identicon

Hæ, við fundum síðuna þína um daginn þegar við vorum að gamni okkar að "gúgla" nöfn fjölskyldumeðlimanna, nokkrum sinnum minnst á Bergþór Loga:) 

Ekki leiðinlegt að sjá að þið hafið verið á ferðinni á okkar slóðum, í Öxarfirðinum/Kelduhverfinum og líkað vel.  Trúi því alveg að Hrefna geri góðan ávaxtagraut;)

Kveðja

Erna

Erna og co (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:06

6 identicon

Er að hugsa til ykkar .. knús

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Dísa Dóra

Fór einmitt í Ásbyrgi í fyrsta skiptið í sumar og heillaðist gjörsamlega - algjör paradís.  Dettifoss fannst mér hrikalegur og það var sko haldið FAST í litla skottið þar.

Greinilega verið skemmtileg ferð hjá ykkur

Dísa Dóra, 8.8.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband