Leita í fréttum mbl.is

Tíminn líður áfram...

...í þægilegu tempói. Ég er í sumarfríi, strákarnir eru heima og skoppa um, ýmist í fótbolta eða öðrum leik. Og þeir nota tölvutímann sinn til að spila fótboltaleiki á netinu...hvað annað?!!!

Sólin skín, það er sumar.

Held ég fái mér göngutúr með strákana í dag þegar Einar fer í vinnuna. Annars er ég alltaf að reyna að fá Jóhannes til að æfa sig á hjólinu svo við getum hjólað saman...en hann frestar því alltaf til morguns... Hann er búinn að læra það...en er tregur til.  Kannski blundar enn í honum smá ótti síðan bíllinn bakkaði á hann s.l. vor...  Þrátt fyrir að smella sér upp á hjólið strax aftur. En kannski hefur það ekkert með þetta að gera, en er tilkomið vegna þess að hann ætlar ALLTAF að sitja aftan á hjá múttu sinni...LoL 

Annars smellti ég í bollur áðan...spennt að sjá hvort Jón Ingvi vilji borða þær...í grunninn notaði ég uppskrift að "Bamses sødeste juleboller" en notaði fínt og gróft spelt og svo smellti ég sólblómafræjum og hörfræjum í mixarann og hakkaði fínt... Læt ykkur kannski heyra síðar hvernig þetta heppnaðist...þær eru sko í hefun núna.

Framundan eru góðir dagar, á morgun förum við í afmæli hjá Emil Ísari Hemmasyni og Birnusyni. Það er alltaf gaman þar, vinir frá Danmerkurtímanum. Ekki slæmt.

Í næstu viku eigum við svo von á fleiri vinum frá Danaveldi, Maja, Kenneth og strákarnir eru að koma til Íslands í kvella og ætla að heimsækja okkur einhvern af næstu dögum.

Og svo koma Lilja og familía til okkar á þriðjudag og verða fram á laugardag. Þá verður sko nóg að bralla.

Jæja, best að gera eitthvað...þrífa inni á baði eða eitthvað. Ég er sko komin með plan upp á frystiskáp, svona þrifaplan...hugmynd frá Lilju sys. sem er enn skipulagðari en ég...þykir þó einhverjum nóg um mína skipulagningu...Tounge En þetta er sum sé plan yfir allt sem á að þrífa hér, viku, hálfsmánaðar og mánaðarplan...og svo er hægt að strika yfir það sem er BÚIÐ OG GERT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband