Leita í fréttum mbl.is

Frábær helgi

Jæja, þá er frábær helgi liðin.  Eftir standa minningar.

Laugardagurinn var svona hjá mér:

- Fór og fætur og fór í ræktina!!! Hef verið frekar löt undanfarið, haft fullt af misgóðum afsökunum...á fullu að flytja...nóg af kössum að vera...og núna í vikunni; að hjúkra Maríu sys...þó hún hefði nú alveg getað séð um sig sjálf í rúman hálftíma...ég þurfti nú ekki að hjúkra henni svo mikið.  En afsökunin var góð...fannst mér! LoL

- Við hjónakornin brunuðum á haugana, með fulla kerru og fullt skott...og komumst að því að þeir opna ekki fyrr en kl. 13.00 á laugardögum (og opna alls ekkert á sunnudögum...við erum greinilega of góðu vön eftir 9 ár í Danaveldi...).

- Man ekki alveg hvað ég gerði svo...en það var eitthvað í samb. við húsið...henti mér svo í sturtu því við vorum á leið í höfuðborgina.

- Einar fór á fund og ég og strákarnir fórum í Rúmfatalagerinn og svo til Guðrúnar vinkonu.

- Eftir fund hjá Einari og fleirum var grillveisla heima hjá Guðrúnu og fj. og það var auðvitað snilldarlega skemmtilegt, enda fullt af skemmtilegu fólki þar saman komið.  Ég reyndar þekkti fæsta en núna þekki ég slatta! Bara gaman...þó ég hafi auðvitað verið í nettum ótta fyrst...en það jafnaði sig fljótt.  Gamall brestur þar á ferð...Wink

- Við brunuðum heim eftir íslenska lagið og náðum í stigagjöfina og spennan var nú ekkert gífurleg...hvorki Ísland né Danmörk á toppnum... En hið ótrúlega gerðist, Jóhannes sofnaði í fanginu á mér, ansi þreyttur.  Enda var hann lasinn fyrri part dags...vaknaði með 40° en var hitalaus að kveldi.

Sunnudagur:

- Tókum daginn nokkuð snemma.  Lögðum af stað í Hveragerði kl. 10.15 (korteri á eftir áætlun). Þar heimsóttum við múttu mína sem þar dvelst þessar vikurnar.  Áttum yndislegan dag.

Mútta bauð okkur í hádegismat. Planið var að borða á Heilsubælinu en svo var því blásið af...ætli ég og mamma hefðum ekki einar fengið einhverja næringu...

Við fórum amk á kaffihús, svo í Eden og síðan í ótrúlega áhugaverða búð; Álnavörubúðina.  Þar fæst ALLT held ég, nema matur og garn.  Endalaust af allskonar efnum - mikið vildi ég hafa svona búð hérna á Skaganum!!  Svo voru föt, skór, gjafavara og bara name it! Og alls ekkert dýrt.  Neibb, við fengum t.d. hettupeysu á Jón Ingva á 1490 kr. og það telst ekki mikið á þessum síðustu og verstu...

Jamm.  Átti yndislegan dag, með mömmu og familíjunni minni.

--

Hugsið ykkur, við eyddum HEILLI helgi í EKKI NEITT!!!  Eða þannig...og bara næstum því! Því að þegar heim kom þá tókum við til hendinni, Einar setti slatta af gólflistum og ég réðist í tiltekt í byggingunni (eins og við köllum þann hluta hússins sem er bygginarsvæði).  Svo nú er ekkert sem ætti að stöðva Einar í að halda áfram með næsta áfanga; svefnloftið/sjónvarpsloftið...nema kannski vinnan... En þetta kemur allt. 

Jæja, ætla að fá mér eitthvað að ETA!!!

Túttilús...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband