Leita í fréttum mbl.is

Hæ öll þið :)

Jæja, þá er þessi helgi að verða búin.  Það kom fólk að skoða íbúðina í dag...fólk sem eru væntanlegir leigjendur!  Í morgun þegar ég var að taka til, fyrir komu þeirra, fann ég ótta læðast að mér...ótta um að geta ekki leigt...ótti um fjárhagslegt óöryggi...og viti menn, þessi litla bæn "Verði þinn vilji, ekki minn" hjálpar every time!! Ég fann óttann víkja og í staðinn kom friður í sálina mína og ég varð róleg, það varð þögn í hausnum á mér.

Guð er góður, það er bara svo einfalt!  

--

Við fengum heimsókn í dag.  Hemmi nammigrís og familía komu úr Hafnarfirðinum.  Ég smellti í bláar vöfflur og Ólöf Ósk bakaði þær með stæl, meðan ég fór með fjölskylduna upp í hús.

Gaman að fá gesti.  Elska það hreinlega.

--

Ólöf Ósk er búin að vera að keppa í sundi í dag og í gær.  Nóg að gera í sundinu alltaf, og svo er farið að styttast í Esbjerg-ferðina þeirra.  Sundhópurinn fer þangað 1. maí!!  Mikil spenna í gangi.

--

Jæja, nú er ég LOKSINS búið að taka myndir af pilsunum...og mér...og svo af afmælisdöðlutertunni!!

  let go - let God Keep it Simple


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Hei kúl

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 20.4.2008 kl. 19:58

2 identicon

Vá, þetta er frábært :)

Minnir mig á hönnunina hennar þarna Sölvadóttur sem er verið að selja í Hagkaupum núna.  Skemmtilegt og öðruvísi með jákvæðum boðskap.

eva ólafs~ (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk görls

SigrúnSveitó, 22.4.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband