Leita í fréttum mbl.is

vetrarfrí

Góð vinátta er brothætt og þarfnast sömu nærgætni og hver annar brothættur hlutur.

Randolph Bourne 

---o---

Þegar ég las þessa litlu lofgjörð um vináttuna, kom upp í hugann gömul vinkona.  Við áttum stutta, en góða vináttu.  Við vorum saman nánast öllum stundum, fórum saman í sumarbústað og brölluðum allt saman.  Svo gerðist eitthvað, og ég veit satt að segja ekki hvað það var.  En allt í einu, á einhverjum mánuði eða svo, þá óx upp múr á milli okkar.  Við vorum að vinna á sama vinnustað, en samt ekki saman.  Ástandið var orðið svo skrítið og stirt á milli okkar á þessum stutta tíma að við vorum hættar að tala saman.  Við forðuðumst að vera báðar á kaffistofunni á sama tíma og yrtum ekki á hvor aðra.

Leiðir skyldu.  Tæpu ári eftir vináttuslitin skrítnu settist ég niður og skrifaði henni bréf.  Sagði henni hversu leitt mér þætti hvernig fór, og hversu mikils virði hún og hennar vinátta var mér.  Hún svaraði fljótt og hafði einmitt vonast til að heyra frá mér.  Hvers vegna hún tók ekki 1. skrefið veit ég heldur ekki og það skiptir heldur engu máli.  

Það sem meira máli skiptir er mikilvægi þess að hlúa að góðri vináttu, því hún er brothætt.  Það gréri aldrei um heilt á milli okkar.  Við grófum aldrei stríðsaxir, enda engar stríðsaxir til að grafa, því það var aldrei stríð.  En þótt við ræddum þessi vináttuslit og værum báðar leiðar yfir þessu þá varð aldrei neitt eins aftur.  Við hittumst einhver örfá skipti eftir þetta og síðan slitnaði endanlega upp úr.  Eða hvað?  Ég veit ekki, kannski eigum við eftir að hittast aftur, hver veit.  En amk í skrifuðum orðum eru bráðum 9 ár síðan við sáumst síðast. 

---o---

Krakkarnir eru í vetrarfríi (mér finnst frekar að þetta eigi að heita haustfrí...en 1. vetrardagur er liðinn og því "löglega" kominn vetur...).  En fríið er í dag og á mánudag, svo löng helgi hjá þeim.  Jón Ingvi lét það ekki stoppa sig og vaknaði við verkjarklukkuna mína kl 5.55 í morgun.  (Ég þarf venjulega að vekja hann 6.15.)  Svo klæddi hann sig og spurði hvort hann mætti fara út með vasaljós!!!  Svo kl 6.10 var hann farinn út...

---o---

Afmælisveisla á eftir, gaman, gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband