Leita í fréttum mbl.is

Vinir

Ég er svo heppin að vera gift besta vini mínum.  Það er yndislegt.  Og þessi elska kom heim í gærkvöldi með litla bók, fulla af gullkornum um vinskap, og bókin heitir "Bestu vinir".  Svo gullkorn dagsins er úr þessari bók.

Vinátta er dýrmæt, ekki aðeins í skugga heldur einnig í sólskini lífsins.

Thosmas Jefferson. 

---o---

Litla skopparakringlan mín er á fullri ferð, og finnur ekkert fyrir sárinu.  Svo það er gott.  Löngu hætt að blæða þótt hann skoppi og ekkert útlit fyrir sýkingu.  Svo nú er bara að halda honum frá baðkarinu fram yfir helgi.  Stranglega bannað að láta fótinn liggja í vatni.  Og ætli ég verði ekki að endurskoða sprautunoktun í baðinu...

---o---

Ég er að fara upp á geðdeild í dag að hitta væntanlega leiðbeinendur mína og skipuleggja vaktaplan fyrir amk nóvember.  Spennandi.  Eins og það er gaman að 13D og ég á eftir að sakna allra þar þá hlakka ég til að prófa geðið.  Einu sinni var ég viss um að það væri málið fyrir mig, en ég er eitthvað farin að efast...ég sem veit ekkert um þetta mál.  En don´t worry, þið fáið að fylgjast með mér þar líka Þögull sem gröfin

---o---

Á sunnudagskvöldið horfðum við hjónin á "Ørnen" á DR1.  Sem ekki er svo sem í frásögur færandi, þar sem það er fastur liður hjá okkur.  En í þessum þætti var barnaklám, misnotkun á börnum, foreldrar sem voru að selja börnin sín út til annara perra, sem svo létu börnin sín þá í staðinn.  Ojojoj, þetta var ógeðslegt.  Allir náðust, nema hjón í Þýskalandi; hún dómari og hann lögga!!  Ok, ég veit að þetta var "opdigtet".  EN...bæði fyrir og eftir þáttinn var tekið fram að þátturinn hafi verið gerður áður en "Tønder-málið" kom fram, en það var einmitt svipað.  Svo það væri tilviljun ein ef eitthvað væri líkt með því máli og þættinum.  Í "Tønder-málinu" voru faðir og móðir tveggja stúlkna handtekin fyrir að hafa leigt dætur sínar út sem kynlífsþræla, og við erum að tala um litlar stelpur.  Þetta er svo hræðilegt.  Það  versta við þennan þátt sem við horfuðum á, er að þetta er kannski skáldaður þáttur en samt er hann raunverulegur, því það er fullt af börnum út um allan heim sem fæðast inn í andlega sjúkar fjölskyldur þar sem misnotkun er til staðar. 

Á  visi.is má lesa um svipað um mál sem kom upp fyrir skömmu hérna á Akranesi. Þá fannst mér þetta komið hættulega nálægt mér og mínum...  Kennari tekinn fyrir barnaklám!!! Við erum að tala um mann sem er búinn að kenna í Brekkubæjarskóla í 27 ár!!!  

Það sem er svo erfitt við þessi mál er að þetta andlega sjúka fólk ber það venjulega ekki utan á sér.  Svo það er erfitt að forðast það.  Þegar ég las þetta hugsaði ég strax; "gott að börnin mín eru í Grundaskóla".  En ég veit samt alveg að við erum aldrei örugg.  Og það er ekki hægt að lifa í ótta við það sem "gæti gerst".  Það besta sem ég get gert er að fræða börnin mín og kenna þeim að þau mega segja nei.  Kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.  Síðan bara vona það besta.  Treysta Guði.

Hætt farin bless... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðilegir þessir déskotans perrar, maður er aldrei hulltur fyrir þessháttar viðbjóðs-uppákomum, en gott hann var staðinn að verki, hugsa sér að hann hafi verið að nota vélar skólans í svona viðbjóð, hvað skyldi hann hafað brallað meira bak við lokaðar skóladyr? ég spyr bara....... þvílíkur viðbjóður, guð hjálpi fjölskyldu hanns á komandi tímum.........

Hemmi (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband