Leita í fréttum mbl.is

Prjónamennska og fleira

Bjartsýnismanninum skjátlast jafn oft og bölsýnismanninum.  Honum líður bara miklu betur.

---o---

Ólöf Ósk er orðin jafn prjónaóð og ég.  Hún var búin að læra aðeins að prjóna úti og svo þegar hún byrjaði í textílmennt (það sem hét handavinna áður og síðan handmennt...) þá prjónaði hún húfu á hringprjón og 5 prjóna.  Og þá var hún orðin illilega smituð af prjónabakteríunni...svo nú prjónar hún og prjónar.  Hún er búin að prjóna 3 jólagjafir og eina afmælisgjöf, prjónaði húfu handa bestu vinkonu sinni (Cille) í afmælisgjöf en ég ætla ekki að ljóstra upp jólagjöfunum hér...veit ekki hver les þetta Glottandi

---o---

Það var mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag.  Ég var með 2 stofur en hef ekki fyrr haft svo marga sjúklinga í einu.  Svo mér var alls ekki kalt eins og oft áður...þurfti ekki að fara í peysu um miðjan dag...hefði frekar þurft að fækka klæðum...en það hefði sennilega þótt heldur ósæmilegt...svo ég sleppti því og strauk bara svitann af enninu...  En gaman var þetta.  

---o--- 

Jóhannes er allur að koma til, hann er alveg laus við alla verki í fætinum og hoppar og skoppar eins og sannur íþróttaálfur.  Þegar ég kom heim var hann líka kominn í íþróttaálfsfötin og var að horfa á íþróttaálfinn og hoppa og skoppa.  Það góða við þá mynd, sem hann glápir á alla daga út og inn, er að hann situr ekki kyrr og gónir heldur er á fullri ferð...eins og íþróttaálfi sæmir!!!  Reyndar er hann búinn að tæta sig úr öllu núna nema brókinni og er Tarzan!!  Jón Ingvi líka.  Þeir ætla sko að sofa Tarzan í nótt!!  Það er gott að það er hlýtt hérna inni...  Ég man fyrir ári þá urðum við Einar að flýja herbergið okkar og fara með rúmið okkar inn til strákanna svo við yrðum ekki úti - inni í svefnherberginu okkar!!!  Sváfum svo í þeirra herbergi allan veturinn, það var hlýrra en okkar en samt blés köldu beint á andlitin á okkur þegar við lögðumst á koddana...talandi um óþétt hús...  Hér er húsið heldur ekki fullkomið, það er gólfkalt, en það er logn!!!  Og það finnst mér æði.

---o---

Ólöf Ósk er á fullu að undirbúa afmælið sitt, hún ætlar að bjóða bekknum heim á föstudagskvöldið.  Í grillaðar SS-pylsur og heimatilbúinn Daimís (Sindri....!!!).  Og að íslenskum sið ætlar hún að leigja mynd til að horfa á!  Við vorum einmitt að ræða það í gærkvöldi ég og hún, í Danmörku hefði aldrei hvarflað að henni að bjóða upp á bíómyndargláp í afmælisveislu.  Nei, þar var sko farið í leiki og gert ýmislegt, svo sem danskeppni eða eitthvað álíka.  Já, sinn er siðurinn í hverju landi.  Gaman að hafa samanburð.  

Jæja, ætla að koma drengjunum í bælið...enn einu sinni kominn háttatími...knús... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst nú aðeins betur á dönsku siðina. En krakkar elska vídjógláp í afmælum hér á Íslandi og foreldrarnir geta þá tekið til og vaskað upp á meðan ... er það ekki pælingin? Held að afmælið yrði miklu ógleymanlegra ef farið yrði í leiki ... en það er alltaf viðkvæmt á þessum aldri að skera sig úr fjöldanum. Skil dömuna vel. Kveðjur á Höfðabrautina!

Gurrí (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 20:17

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er líka eitthvað við það þegar komið er á "þennan" aldur að liggja með félögunum og glápa...kannski er hleypur á snærið hjá einhverjum sem "óvart" lendir við hliðina á þeim sem hann/hún er skotin í...spennó...;)

Kveðja til baka á Jaðarsbrautina ;)

SigrúnSveitó, 24.10.2006 kl. 20:31

3 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið - vonandi verður batinn hjá Jóhannesi hraður því það er sko ekki gaman að geta ekki skoppað mikið þegar maður er svona mikill fjörkálfur! Kannast við svona Íþróttaálfasyndrome!!!
kv, Særún

Særún (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 22:18

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, batinn virðist bara kominn, hann hoppar og skoppar og finnur ekkert til, sem betur fer.

Já, það leynast íþróttaálfar víða ;)

SigrúnSveitó, 25.10.2006 kl. 07:18

5 identicon

Afmælið hans Eldars er að nálgast og við erum í algerum vandræðum hvernig við eigum að entertaina börnunum. Eða hvort við eigum að bjóða öllum 17 krökkunum eða bara strákunum sem eru 7, Það er mjög freistandi að bjóða bara strákunum, þá er líka pláss fyrir þá heima. en þetta kemur allt í ljós, Eldar á nú líka eftir að segja skoðun sína á málinu. Ohhh ég sakna þín líka, knús og koss

jóna (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 08:43

6 Smámynd: SigrúnSveitó

er ekki hægt að leigja sal á Kagså fyrir lítinn pening?

vá, Eldar að verða 7 ára. Það þýðir að það eru að verða 7 ár síðan óléttuprufan mín var jákvæð...og 7 ár síðan við kynntumst...

SigrúnSveitó, 25.10.2006 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband