21.10.2006 | 20:47
Laugardagur
Skemmtilegur dagur í dag.
Ég og börnin byrjuðum daginn rólega. Ég lá og dormaði til kl 9 en krakkarnir horfðu á sjónvarpið. Svo tókum við lífinu með ró til að verða hálf 11 en þá fórum við í hjólatúr. Hjóluðum í kaffi hjá Önnu Margréti. Sátum þar að kaffisumbli (ég og A.M.), Ólöf Ósk og Guðný (dóttir A.M.) sátum sem fastast yfir okkur til að missa nú örugglega ekki af neinu krassandi hehe... Þegar strákarnir byrjuðu í eltingaleik inni í stofu þótti mér mál að leggja í hann aftur. Við lögðum leið okkar í Skagaver og þaðan heim. Skruppum aðeins niður að Langasandi þar sem fram fór motorkrosskeppni. Jóhannes nennti ekki að vera þar, og heldur ekki Jón Ingvi þegar hann fattaði að Jóhannes ætlaði heim að borða laugardagsnammið...
Drengirnir hlömmuðu sér fyrir framan sjónvarpið og við mæðgur réðumst í tiltekt og þrif. Ólöf Ósk tók sitt herbergi, ég tók restina. Það var ljómandi gaman, með Papana í botni er sko gaman að dansa um með moppuna
Þegar Paparnir glymja í eyrunum vakna upp gamlar, góðar minningar um Cafe Amsterdam árið 1994. Þá var mikið drukkið, aðallega bjór og Black Russian... Það var árið sem ég:
- kynntist Hrefnu, Togga, Gyðu, barþjónunum Láka, Óskar og Svenna (sem studdi eitt sinn við Lækjargötublokkina svo ég gæti stungið lyklinum í skrána...ég hef aldrei séð blokk vagga eins mikið...)
- fór á sólgleraugnafyllerí á Ingólfstorgi innan um fullt af "halelújafólki" sem reyndi allt til að frelsa mig frá bakkusi...ég hló og skrapp á Hafnarkrána (ojojoj) með Guðnýju og Njalla...
- leið svo illa að ég íhugaði að enda líf mitt, ekki af því að mig langaði að deyja heldur vegna þess að ég gat ekki lifað með sársaukann sem ég bar innra með mér.
- fór á Stígamót og kom mér út úr þessari miklu vanlíðan.
- hélt upp á 24 ára afmælið mitt með 4 daga fylleríi...(gott ég var með nýfætt barn þegar ég varð 25...!!!)
- hitti Einar í 1. sinn (að kvöldi 4. dags í afmælisgleðinni...)
- drakk fullt af bjór og pissaði í ælupoka um borð í Íslandsflugsvél á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, ásamt Önnu heitinni Jóns. Þetta var leiguflug og hinir um borð voru áhöfn Þórshamars...við nörruðum þá líka til að kveikja í sígó...ekki gátum við gert svoleiðis vitleysu þar sem við vorum starfsmenn hjá umboðsmanni Íslandsflugs....úbbs....
- datt í það á Þorláksmessu og var þunn á aðfangadag (í fyrsta, eina og síðasta sinn!!)
- fékk mér tattú.
- varð móðursystir í 1. og 2. sinn (með 6 vikna millibili).
- mætti drukkin í matarboð sem var haldið mér til heiðurs á afmælisdaginn minn (er búin að bæta fyrir brot mitt).
Úff, ég held ég hætti...gæti haldið endalaust áfram en ég ætla ekki að ljóstra upp um öll "leyndarmálin" mín hérna á netinu...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 178726
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum mikið sameigilegt! Einkennilegt hvernig tónlist getur flutt mann aftur í tímann. Ég roðna ennþá þegar ég heyri sum lög úr back in the day, sem var á spilaranum þegar ég var ekki uppá mitt besta. Annars er bara best að faðma þessar minningar eins og litla óvita sem vita ekki betur. Knús og Kveðja, Inga
Inga (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 22:44
hehe, já það er sko best. Engin ástæða til annars. Fortíðin er það sem hefur gert mig að því sem ég er í dag ;)
KNús...
SigrúnSveitó, 21.10.2006 kl. 23:06
hva, bara ekkert minnst á mig þetta örlagaríka ár '94....kannski bara gott þar sem ég var tjaa 3-4 árum eldri en dóttir þín er í dag ;) ó mæ GAD og ekki orð um það meir ;)
kv.litla sys
Elín Eir (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 23:55
Halli hvað??!!! ;)
SigrúnSveitó, 22.10.2006 kl. 11:38
úff, Elín. Ekki segja svona...ég vona að dóttir mín verði bara á kafi í sundi eftir 4 ár... ;) hehe...enga "gamla" kalla hér...Halla...hahaha...
SigrúnSveitó, 22.10.2006 kl. 11:39
Þú ert miklu meiri fyllibytta en ég hélt! Amsterdam og Hafnarkráin? Ha ha ha ha ha ha
Valdís (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 12:25
Þú veist, þessi sem er talað um í bókinni góðu...hvað er hann kallaður, ofdrykkjueitthvað... ;) hehe...
SigrúnSveitó, 22.10.2006 kl. 12:31
Já, úff! Það hlýtur að vera því þetta finnst m.a.s. mér skrautlegt!!
Valdís (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.