Leita í fréttum mbl.is

Íþróttaálfurinn

Jóhannes skellti sér í íþróttaálfsbúninginn í morgun og fór á handahlaupum á leikskólann!!  Ég held samt að það hafi aðallega verið fullorðna fólkið sem fattaði að þetta var íþróttaálfurinn, því þetta eru föt eins og hann var í, í 1. leikritinu.  Sem sagt grænum buxum, bláum bol, með svart belti og appelsínugula álfahúfu með grænum doppum!!  Frekar flottur sko.  En eins og íþróttaálfurinn lítur út í dag, í bláum fötum, flestir krakkar þekkja hann þannig.  En Jóhannes var mjög ánægður með sig, og það er auðvitað það eina sem skiptir máli.  

Stóru börnin eru heima í dag, það er skipulagsdagur í skólanum.  Verst að við föttuðum það ekki fyrr en á föstudaginn (ekki alveg með á nótunum ennþá...), annars hefði Einar fengið sér frí í nótt og þá hefðum við getað verið í bústaðnum þangað til í dag.  En við gerum það bara næst. 

--------------- 

Ég ætla að smella á ykkur uppskriftinni að konfektkúlunum góðu, sem ég skrifaði um á föstudaginn.  Svona ef ykkur langar í sykurlaust, en gott gúmmulaði.

100 gr kókosmjöl , 100 gr hnetur ( t.d. kasjú eða hesli - ég malaði þær eins vel og ég gat í mixernum), 30 gr kakó, 200 gr döðlur (ég lét þær liggja smá í sjóðandi heitu vatni til að míkja þær).                                                                    

Allt sett í blandara, og blandað þar til þetta hangir vel saman.  Mótið litlar kúlur, sem gott er að velta upp úr kakódufti eða kókosmjöli. 

----------------

Nú þarf ég að vera dugleg að læra í dag, þarf að senda "studiebog" til Danmerkur í dag...svo það er eins gott að standa sig...!!!  Dugir ekki bara að liggja á blogginu, svo ég ætla að láta þetta duga...fram að næstu pásu...hehe...ætla að fá mér morgunmat, hita mér gott kaffi og láta svo hendur standa fram úr ermum!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband