Leita í fréttum mbl.is

Senn koma jólin!!

Elsku bloggvinir, aðrir vinir og ekki minnst fjölskylda!  Bara þið öll sem lesið bloggið mitt!!!

Mig langar senda ykkur mínar allra bestu óskir um gleðirík jól.  Megi jólaljósin lýsa á ykkur, og í ykkur, og megi jólaklukkurnar hringja inn gleði og hamingju hjá ykkur öllum. 

Dagurinn hjá okkur hefur verið fínn.  Við byrjuðum á að elda okkur möndlugrautinn...það var brunch!  

Jóhannes fékk möndluna; Draugastiginn (spil).

Svo fórum við, ég og börnin, að keyra út jólakort og jólagjafir.  

Það var mikil spenna og læti...en þeim hafði verið lofað að þegar heim kæmi mættu þau opna EINA gjöf hvert!!  Svo það var erfitt að bíða...sérstaklega fyrir Jón Ingva, sem að öllu jöfnu er RÓLEGUR!!!  

Þegar ég var stelpa fengum við alltaf að opna einn pakka klukkan 18, en þá var Jón Þór, stjúpi minn, að mjólka og því komu jólin svolítið seinna hjá okkur.  Það var erfitt að bíða.  

Við höfum haldið í þessa hefð að leyfa þeim að opna einn pakka klukkan sex en það hefur verið hálf tilgangslaust þar sem við höfum svo sest strax niður til að borða.  Svo við ákváðum að slá á spennuna og leyfa þeim að opna fljótlega eftir hádegið.

Það virkaði!!!  Þeir opnuðu pakkann frá okkur, fengu saman Playmo örkina hans Nóa.  Það var sett saman...og við héldum að þeir myndu leika með þetta...

En nei, það varð spennufall og þeir settust inn í herbergi og teiknuðu og horfðu á barnatímann!!  Við höfum varla vitað af þeim síðan og á tímabili hélt ég að þeir væru jafnvel sofnaðir...!!!

Jæja, ætla að skella mér í jóladressið...en fyrst ætla ég að taka myndir af fallegu börnunum okkar.

Vona að þið hafið verið stillt á aðventunni svo þetta gerist ekki hjá ykkur;
 

santabad


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahaha ég passaði mig að vera voða stillt. Enda fékk ég ekkert svona niður um reykháfinn.

Gleðileg jól til þín og þinna, sæta mín

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 07:46

2 identicon

Gleðilega jólahátíð fallega fjölskylda og takk fyrir jólakortið! :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleðileg jól til þín og þinna og hafðu það gott yfir hátíðina

Gif santa claus Images

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband