Leita í fréttum mbl.is

sjúlli kjúlli

Dóttir mín var heima í dag.  Hún hringdi í mig í morgun, þegar ég var að renna inn á bílastæðið á Hringbrautinni og sagði mér að henni væri svo rosalega illt í hnénu að hún treysti sér ekki til að labba í skólann Fýldur Það var ekki gott.  En þessi elska sá til þess að litli bróðir færi af stað á réttum tíma, og hann er svo duglegur að hann labbar sjálfur í skólann.  Dugnaðar börn, verð ég að segja.  

Ólöf Ósk átti svo tíma hjá lækni kl 15 í dag svo ég dreif mig snemma af stað og til læknis með dömuna.  Doksi vill fá hana í blóðprufu í fyrramálið, og svo í röntgen í næstu viku.  Vill útiloka gigt og afleiðingar af streptókokkum með blóðprufunni (þó hann hafi ekki trú á að það sé eitthvað svoleiðis).   Hann er búinn að taka fyrir að hún fari á sundæfingu á næstunni, og það féll ekki í góðan jarðveg hjá hafmeyjunni, en hún lætur sig hafa það...með hundshaus...hehe...

Ég átti annars stórkostlegan dag.  Fór í viðtal út af þessu máli sem er að hrjá mig, sem ég minntist eitthvað á um daginn.  Komst sko að einu merkilegu.  Þar sem ég var að setja orð á þennan fortíðardraug þá komst ég að því að það er ekki svo mikið fortíðardraugurinn sem er að bögga mig þótt vissulega eigi hann hlut að máli.  En það er frekar ótti við framtíðina, ákveðið verkefni sem ég þarf að takast á við, sem er að bögga mig.   Svo ég ætla að hafa eitt hugfast, sem góður maður mælti forðum; "Ótti er skortur á Guði".  Því ég veit vel að ef ég tek þetta mál inn í bæn og hugleiðslu og bið Æðri Mátt að vera með mér í þessu að þá fer þetta bara á einn veg; vel.  Kannski ekki á þann hátt sem ég tel bestan, enda hef ég fyrir löngu komist að því að ég veit ekki baun um hvað mér er fyrir bestu.  Svo það er eins gott bara að sleppa tökunum strax Glottandi

Við fengum gest í kvöld.  Hörður vinur okkar kom og borðaði með okkur.  Hörður býr í Danmörku (margir muna eftir honum sem íslendingnum sem grillaði í brúðkaupinu okkar:).  Það var náttúrlega bara frábært að hitta hann aftur.  

 Svo að lokum verð ég bara að benda ykkur á frétt, reyndar eldgamla, sem ég rakst á, á mbl.is í dag!!!   Það sem Bakkus Konungur fær fólk ekki til að gera!!  

Sumarbústaðarferð í Úthlíð er framundan, ætlum að sækja Jón Ingva í skólann kl 12 og rjúka af stað, stoppa í Bónus í Hveragerði og fylla bílinn af allskyns góðgæti...og bruna svo sem leið liggur í bústaðinn og látta renna í pottinn!!!  Börnin eru mjög spennt, reyndar við líka.  Þetta verður yndisleg helgi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef líka fengið þessa staðhæfingu að ótti sé skortur á guði og þvílíkt sem ég reif mig niður fyrir óttann. Síðan fékk ég þær upplýsingar að ótti er manninum eðlilegur og það er einmitt í óttanum sem við náum að vaxa andlega. Flýja sumsé ekki óttann heldur horfast í augu við hann og þá náum við enn öflugra sambandi við guð án þess að það hafi verið skortur á því áður!

Valdís (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 21:50

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, elskan :)

SigrúnSveitó, 28.9.2006 kl. 22:05

3 identicon

Eigðu guðdómlega helgi í sumarbústaðnum!!! Segggðu mér, þarf maður að vera utanbæjarmaður til að komast í mat til ykkar á Höfðabrautinni? Eða dugir að vera nágranni? heheheh

Gurrí (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:31

4 Smámynd: SigrúnSveitó

hihi, já það er spurning ;) nei, nei, bara að boða komu sína :)

og takk, við ætlum að njóta lífsins í bústaðnum.

SigrúnSveitó, 29.9.2006 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband